Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 ✝ Jóhann Árnason,húsasmíðameistari og byggingafræðingur, fæddist í Keflavík 23. janúar 1985. Dagbjört Þóra Tryggvadóttir bygg- ingafræðingur fæddist á Ísafirði 20. janúar 1976. Þau létust af slysför- um í Tyrklandi 20. október 2010. Foreldrar Jóhanns eru Árni Ingi Stefáns- son, f. 20. október 1955 í Keflavík, og Halldóra Húnbogadóttir, f. 12. apríl 1956 í Sandgerði. Bræður Jóhanns eru tveir, Frið- rik, f. 6. apríl 1977, giftur Hrafn- hildi Ýri Hafsteinsdóttur, f. 22. júlí 1975, þeirra börn eru Sindri, f. 1. ágúst 2000, Logi, f. 2. sept- ember 2006, og Emilía Glóð, f. 26. ágúst 2008. Húnbogi Þór, f. 21. Tryggvi Þór Guðmundsson sjó- maður, f. 9. febrúar 1940 í Þara- látursfirði á Hornströndum, og Rósa Harðardóttir, f. 19. febrúar 1942 í Bolungarvík. Bræður Dag- bjartar eru þrír, Heimir, f. 18. september 1963, giftur Kristínu Guðnadóttur og eiga þau þrjú börn, Haraldur, f. 18. janúar 1966, og á hann tvö börn, og Gunnar, f. 15. ágúst 1969, giftur Úlfhildi Leifsdóttur og eiga þau þrjú börn auk tveggja sem Gunn- ar á frá fyrra hjónabandi. Jóhann og Dagbjört voru bæði í mastersnámi í verkefnastjórnun, hann að byrja og hún að klára. Þau voru búsett í Horsens í Dan- mörku. Dagbjört og Jóhann láta eftir sig soninn Daníel Erni Jóhanns- son, f. 8. apríl 2010. Útför Dagbjartar og Jóhanns fer fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju í dag, 2. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. ágúst 1979, unnusta hans er Harpa Geirþrúður Sigurjóns- dóttir, f. 26. september 1982, dæt- ur þeirra eru Halldóra Margrét, f. 12. febrúar 2007, og Hafdís Rán, f. 30. september 2008. Foreldrar Dagbjartar eru Þetta er afmælisdagurinn hans pabba þíns og hann ætlar að vígja fánastöngina sína sem hann fékk að gjöf frá foreldrum sínum og bræðr- um. Hann flaggar og kíkir svo í kaffi til mín í vinnuna. Við erum að hella í bollana þegar okkur eru færðar þess- ar hörmulegu fréttir. Þetta gat ekki verið satt, það hlýtur að vera einhver ruglingur hér á ferð. Fáninn er kominn í hálfa stöng. Dagarnir líða og þetta er að síast inn. Margar minningar koma upp í hugann. Við flettum myndum og náum að brosa við skemmtilegar minningar þeim tengdar. Margar þeirra eru af sundmótum en Jóhann æfði sund í mörg ár hjá UMFN og síðar ÍRB og var þetta stór hluti af hans lífi og segja má að þjálfarinn hafið verið eins og annar pabbi þessa samhenta hóps. Okkur auðnaðist að eiga yndisleg- an tíma með Jóhanni, Dagbjörtu og Daníel litla í september sl. þegar við dvöldum hjá þeim í hálfan mánuð á heimili þeirra í Horsens í Danmörku. Þetta er okkur ómetanlegt í ljósi þess sem gerst hefur. Takk fyrir allt elsku Jóhann minn og Dagbjört. Þið skiljið stærstu gjöf- ina ykkar eftir, hann elsku Daníel litla, „kraftaverkabarnið“, og munum við öll hjálpast að við að passa hann fyrir ykkur elskurnar. Knús og kossar, Árni Ingi og Halldóra. Það er janúar 1985 og ég er í kennslustund hjá Ásgerði í Njarðvík- urskóla. Við vorum að vinna verkefni um fjölskylduna og meðal annars átt- um við að teikna fjölskylduna okkar. Ég átti í vandræðum með hvort ég ætti að teikna Jóhann á myndina því að mamma var á fæðingardeildinni. Daginn eftir mæti ég í skólann að springa úr monti því ég hafði eignast lítinn bróður. Árin liðu og Jóhann varð skemmti- legur og þroskaður unglingur, mikill sundmaður og átti fullt af góðum vin- um og félögum. Elsku bróðir, þú varst skarp- greindur drengur og hafðir mikið jafnaðargeð og það var gott að um- gangast þig. Það var gaman að sjá þig vinna því þú varst svo útsjónarsamur og áttir auðvelt með að leysa flest vandamál sem komu upp hvort sem það var á blaði eða í verki. Það var un- un og gaman hversu hjálpsamur þú varst og alltaf tilbúinn að koma og að- stoða við að smíða eða leysa málin þegar á þurfti að halda. Ég met mjög mikils alla hjálpina þegar við byggðum húsið okkar í Vogum. Þegar þú talaðir um að flytja til Danmerkur vorið 2006 hlakkaði ég mikið til að fá þig. Þegar þú komst til okkar til Horsens leið mér vel og mér fannst gott að hafa þig í kringum okk- ur. Þú varst góður við börnin okkar og þau hlökkuðu til þegar Jóhann frændi kæmi. Þau eiga eftir að sakna þín mikið elsku Jóhann minn. Við munum segja þeim frá þér. Jóhann kynntist Dagbjörtu sinni í Danmörku og voru þau mjög ástfang- in hvort af öðru. Þau upplifðu mjög margt á þeim fáu árum sem þau áttu saman í okkar jarðvist. Þið áttuð enn eftir að gera svo margt en það bíður nú betri tíma sem koma. Það var gaman að fylgjast með þeim þegar þau eignuðust Daníel Erni í apríl sl. Þau voru einstaklega góðir foreldrar og hugsuðu vel um Daníel Erni. Elsku Jóhann og Dagbjört, við komum til með að sakna ykkar mikið. Minning um fallegt lífsglatt fólk í blóma lífsins lifir. Þannig ætla ég að muna eftir ykkur. Kæri vinur ég sakna þín, ég vildi að þú kæmist aftur til mín. En þú ert umvafinn ljósi þar, eins og þú varst reyndar alls staðar. Sárt er að horfa á eftir þér, en ég veit að þú munt muna eftir mér. Því þitt hreina hjarta og bjarta sál, mun þerra okkar tregatár. (Sigríður Vigdís Þórðardóttir) Friðrik Árnason. Elsku bróðir, þú varst alltaf góður vinur minn, glaður og hlýr. Við áttum sameiginlegan áhuga á mörgu og gát- um talað um allt, báðir enduðum við í að læra húsasmíði og fara utan í byggingafræði. Ófáum stundum eyddum við í skúrnum á Holtsgöt- unni að „taka til“ þ.e. að færa draslið úr einu horninu í annað. Þú áttir al- veg eftir að gefa út matreiðslubókina um stöppuna, það er sú grein sem þú fullkomnaðir með því að blanda sam- an ½ pakka Maryland og ½ pakka Ballerina í stórt mjókurglas og etið með bestu lyst, þessu gátum við líka deilt þar sem mikið af kexi gat horfið í sama kaffitímanum. Þegar þú fluttir til Danmerkur og kynnist Dagbjörtu þinni þá held ég að þú hafir fundið mikla hamingju, þið gerðuð ótal hluti á stuttum tíma, ferðuðust mjög mikið bæði hérlendis og úti í heimi. Þegar fjarlægðin er mikil er gaman að geta skoðað mynd- ir af ykkar stundum, hvað geislar af ykkur og sjá allt sem þið hafið upp- lifað. Við skulum sjá til þess að hugsað verði vel um litla ljósið ykkar hann Daníel Erni. Við munum veita honum alla okkar ást og umhyggju sem við eigum, hann er ljósið í myrkrinu. Elsku Jóhann og Dagbjört við söknum ykkar sárt, hugur okkar er ávallt hjá ykkur. Þetta var skelfilegt slys og alltaf vaknar maður og óskar þess að þetta hafi verið hræðilegur draumur en ekki veruleiki. Hvíl þú í friði elsku bróðir ástin þín bjarta dvelur þér við hlið með söknuð í hjarta, faðir og móðir drengurinn fagri veitir okkur yl. Húnbogi Þór Árnason og Harpa G. Sigurjónsdóttir. Minn elsku besti vinur. Mikið er þetta óréttlátt, ég sit hér og skrifa um þig hinstu kveðju, hugsandi til þess að ég muni ekki hitta þig á ný, hringja og heyra í þér röddina, spjalla við þig á msn eða skemmta hvor öðrum og fíflast eins og áður. Við vorum æsku- vinir, frændur, bestu vinir og nánast eins og bræður. Við náðum afskap- lega vel saman og ófá voru uppátækin okkar. Það var ekki alltaf mæðrum okkar til mikillar gleði en feður okkar hlógu að þessum uppátækjum enda held ég að við höfum minnt svolítið á þá sjálfa. Þær minningar sem við skópum saman voru góðar, sumar hér á eftir munu þó örugglega koma mér í klípu. Ég tek það á mig fyrir okkur báða. Flesta daga var planaður hittingur strax eftir skóla og eyddum við, ásamt Hilmari, dögum og kvöldum við að dunda okkur saman. Dót, hvort sem það voru hjól, fjarstýrðir bílar eða talstöðvar, fékk aldrei að vera í friði hjá þér, það var skrúfað í tætlur til að gera það stærra og betra, en upp og ofan hvort það fór aftur sam- an eða bara ofan í tunnu. Þegar við vorum ungir og vitlausir stálumst við í ákveðinn bauk hjá for- eldrum þínum og röltum út í Fíabúð með 5.000 kr. í vasanum og keyptum Happaþrennur fyrir allan peninginn. Við fundum okkur öruggan stað og eyddum hálfum deginum í að skafa af öllum miðunum. Við fögnuðum vel þegar við unnum 2.000-kall, algjör- lega grunlausir um að tapið væri þó meira. Metnaðarfull framtakssemi okkar hélt áfram þegar við ákváðum að koma sjónvarps- og tölvukapli fyr- ir í öllum herbergjum ykkar fjöl- skyldunnar. Skríðandi um þröngt háaloftið og upp um allt tókst okkur ætlunarverkið en húsið leit út eins og svissneskur ostur, allt útgatað eftir borvélina. Grallaraskapurinn fylgdi okkur fram í fullorðinsárin og náði ég þér ein jólin. Ég ákvað að gefa þér jóla- gjöf, fór út í skúr, tók spýtu og negldi nokkra nagla í hana og pakkaði inn. Kom svo færandi hendi og þú varst svo hissa þar sem þú hafðir enga jóla- gjöf handa mér. Það var ekki spurt að því heldur dreifstu mömmu þína með þér í bæinn til að kaupa handa mér jólagjöf. Mikið var hlegið þegar ég fékk þessa fínu peysu. Stuttu síðar kom símtal frá þér til að þakka fyrir þig, þrátt fyrir að vera ekki alveg sáttur við hrekkinn. Við skemmtum okkur vel. Þegar ég ákvað að fylgja þér eftir í nám í byggingafræði til Danmerkur tókuð þið Gunni mig að ykkur þegar mig vantaði samastað. Við deildum öllu, jafnvel rúminu, og vorum eins og gömul hjón þar sem þú sofnaðir alltaf með tölvuna ofan á þér og kom það oft í minn hlut að ganga frá henni. Svo vorum við líka svaðalegir töffarar allir þrír þar sem við þeystum á scoo- ter um bæinn. Mikið var þetta frábær tími. Þú kynntist Dagbjörtu úti í Danmörku og varðst ástfanginn upp fyrir haus. Þið voruð mikið samrýnd, ferðuðust mikið saman og fékk hún þig til að prófa nýja hluti og bætti þig á margan hátt. Hún varð stór hluti af þér og áttum við þrjú góðan tíma saman. Afskaplega varstu hamingjusamur og stoltur þegar Daníel Ernir kom í heiminn. Þú þroskaðist mikið og varst besti pabbinn sem hann gat átt. Hans missir er mikill, ég skal passa upp á hann og sjá til þess að hann fái að heyra allar grallarasögurnar af þér og hversu frábær pabbi hans var í alla staði. Hann er heppinn strákur að eiga ykkur Dagbjörtu sem for- eldra. Framtíðina sá ég okkur fara í gegnum saman, eins og feður okkar, þar til við værum orðnir gamlir kall- ar, enn að grallarast eitthvað saman. Þannig leit framtíð mín út, með þig ávallt nálægan. Þú verður enn nálæg- ur, í hjarta mínu, í minningum og frá- sögnum af þér og okkar tíma saman. Ég mun sakna þín og ykkar. Þangað til næst elsku vinir. Egill Jónasson. Elsku hjartans Jóhann okkar. Aldrei hefði það hvarflað að okkur að við þyrftum að setjast niður og reyna að koma orðum á blað í minningu þína. Við horfum á og lesum frétt- irnar segja frá hörmulegu banaslysi og sýna myndir af ykkur Dagbjörtu en við náum engan veginn að tengja ykkur við það. Þetta virðist allt svo fjarlægt og ekki satt. Við reynum að byrja að skrifa orð um þig en sitjum stjarfar og tár leka niður vangann um leið og minningar um þig þyrlast upp í huganum. Hjörtu okkar eru buguð og sorgin svo mikil en margar falleg- ar minningar sem við eigum um þig tínast fram þegar við tölum um þig og þann tíma sem við eyddum saman. Minningar allt frá blautu barnsbeini þar sem þú varst litli ljóshærði hnokkinn með saklausa prakkara- svipinn og litla spékoppa í brosi til ungs, myndarlegs og einstaklega vel gerðs drengs með skemmtilegan húmor og ákveðnar skoðanir. Þær eru mikils virði og þökkum við fyrir það. Þær voru ófáar stundirnar sem við fjölskyldurnar áttum saman enda svo samtvinnaðar að þær eru eins og ein stór fjölskylda. Daglegu heimsókn- irnar, öll ferðalögin, hátíðarstundirn- ar og allt þar á milli, stundirnar sem við áttum saman og ætluðum að eiga svo miklu, miklu fleiri verða nú án þín. Við áttum líka alltaf eftir að fara aðra ferð, öll saman, til Flórída aftur. Hún var löngu komin á tíma, nú sjáum við eftir að hafa ekki drifið hópinn okkar stóra af stað. Dýrmæt og minnisstæð er ferð okkar mæðgna til ykkar félaganna í Danmörku þegar þið bjugguð saman og stunduðuð þar nám. Þegar við komum til ykkar voruð þið frændur svo að springa úr stolti hvað það væri hreint og fínt hjá ykkur. Allt tipptopp og flott. Mikið var gaman að vera með ykkur. Sérstök var vinátta ykkar Eg- ils bróður, mjög sterk og traust enda bestu vinir og frændur. Þið voruð miklir gaurar sem aldrei sátuð kyrr- ir, það var alltaf eitthvað, misgáfu- legt, sem þið gátuð fundið ykkur til að dunda við. Við systurnar sáum fyrir okkur ykkur félagana eldast saman og að vinátta ykkar myndi enda jafn- sterk og mikil og vinátta feðra okkar. Þú varst sannur vinur og alltaf tilbú- inn til að rétta hjálparhönd þegar hennar var þörf. Ekkert var sjálf- sagðara enda fjölskyldan þér mikil- væg. Það sást bersýnilega þegar þú eignaðist þína fjölskyldu með henni Dagbjörtu þinni, þegar prinsinn ykk- ar, Daníel Ernir kom í heiminn. Þú varst svo stoltur af honum, að vera orðinn pabbi, og þú tókst þig svo vel út í því hlutverki. Við vorum líka svo stolt og ánægð fyrir ykkar hönd. Daníel Ernir átti í ykkur bestu foreldrana og munum við vera duglegar að rifja upp með honum, fjölskyldum hans og Agli bróður sögur af ykkur Dagbjörtu og halda ljósi ykkar á lofti. Við munum sakna þín elsku vinur, þíns geislandi bross, tindrandi björtu augnanna þinna og smitandi gleði sem þú barst með þér hvert sem þú fórst. Það var alltaf gaman að hitta þig og eiga með þér ljúfar stundir, minningar sem við nú höldum þétt að hjarta okkar og lýsa okkur í myrkrinu. Nú hvílið þið ástin þín saman, megi Guð varðveita ykkur og lýsa ykkur veginn heim. Elsku fjölskyldur og vinir Jóhanns og Dagbjartar. Ykkar harmur og missir er mikill. Megi ljúfar minning- ar um þau bæði hjálpa ykkur í sorg- inni. Innilegustu samúðarkveðjur, Anna Steinunn Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Ólafur Björnsson, Steinar Arason. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson.) Það er stutt á milli hláturs og gráts. Það sem var notaleg ferð lít- illar fjölskyldu breyttist í harmleik. Jóhann og Dagbjört, ungt fólk í blóma lífsins, látið. Eftir standa ætt- ingjar og vinir og skilja hvorki upp né niður í þessu lífi. Sólargeislinn í þess- ari miklu sorg er þó litli drengurinn þeirra, Daníel Ernir. Jóhann okkar erum við búin að þekkja frá fæðingu og höfum fylgst með honum vaxa og dafna úr litlum fjörugum glókolli í fullorðinn ábyrg- an mann. Fjölskyldur okkar eru hnýttar sterkum böndum vináttu og frændsemi. Oft hefur verið hlegið að því gegnum árin að þessi barnahópur okkar tilheyri báðum foreldrapörun- um. Og vissulega er margt til í því þegar svona mikil og góð samskipti eru á milli heimilanna eins og er í okkar tilfelli. Undanfarna daga höf- um við verið að rifja upp samveru- stundirnar okkar, allar ferðirnar á Kirkjuhól, norður, til Flórída, tjald- útilegurnar, ýmislegt sem Jóhann og Egill tóku sér fyrir hendur, stundum við mismikla ánægju foreldranna, eða bara samverurnar heima hjá Árna og Dóru eða heima á Gili. Jóhann var ekki gamall þegar hann var kominn með hamar í hönd, og góður smiður var hann, vandvirk- ur og útsjónarsamur, og þykir Jónasi afar vænt um að hafa átt allar þessar stundir með honum við smíðar. Jó- hann var eins og allt hans fólk, ákaf- lega bóngóður og vildi allt fyrir alla gera, brosmildur og ljúfur drengur. Íslendingasögurnar segja um af- burðamenn að þeir hafi verið drengir góðir og þau lýsingarorð eiga svo sannarlega við um hann Jóhann okk- ar. Jóhann fór til Danmerkur í nám og ári seinna fór Egill og bjuggu þeir vinirnir saman fyrst um sinn. Dag- björtu hittum við fyrst í Danmörku þegar við vorum þar á ferð með Árna og Dóru. Sáum við að þar var stúlka sem vissi hvað hún vildi og var ákveð- in í að mennta sig vel og búa sér og sínum góða framtíð. Við héldum að við fengjum nægan tíma til að um- gangast þau og til að kynnast henni betur. Síðast þegar við hittum Jóhann var hann staddur heima hjá Agli að sýna honum Daníel Erni, fallega drenginn þeirra Dagbjartar. Stoltur faðir með frumburðinn. Stuttu seinna fengu þau erfiðar fréttir og var það öllum mikið áfall. En þau tóku á því með mikilli reisn og dugnaði. Við fylgd- umst grannt með, bæði með fréttum frá Árna og Dóru og frá Agli og allt virtist vera á réttri braut. Svo verður þetta hræðilega slys. Við skiljum ekki þennan gang lífsins. „Af hverju“ er hugsun sem flýgur oft í gegnum hug- ann en við því fáum við víst aldrei svar. Þegar sorgin dynur á okkur eru það minningarnar sem ylja og hjálpa okkur, og þær eigum við svo sann- arlega margar og góðar. Elsku vinir okkar, Árni og Dóra, Daníel Ernir og fjölskylda. Orð eru fátækleg á stundu sem þessari. Samheldni ykkar kemur ykkur í gegnum þennan erfiða tíma og minningin um unga parið lifir í hjörtum okkar allra. Þeir missa mikið sem mikið hafa átt. Foreldrum og ættingjum Dag- bjartar vottum við okkar dýpstu sam- úð. Farið í friði, kæru vinir. Jónas og Erla. Ef bara allt gæti verið eins og það var. Litla danska fjölskyldan í heim- Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.