Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. JÓLABLAÐIÐ sérblað Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað, laugardaginn 27. nóvember 2010 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 –– Meira fyrir lesendur Ég heyrði Guðbjart Hannesson heilbrigð- isráðherra sitja fyrir svörum í útvarpsþætti á Rás 2. Ekki er hægt annað en að leiðrétta sumt af því sem hann fór með þar. Ráðherra sagði að nú væri aðeins tekið á móti börnum á sjúkrahúsunum á Ísa- firði, Akureyri, í Neskaupstað, Vestmannaeyjum og á Akranesi utan Reykjavíkur. Á öðrum stöðum væru fæðingar að leggjast af. Nei, ráðherra. Það er ekki rétt. Ég tala hér um Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) á Selfossi en þar þekki ég best til enda minn vinnustaður. Á Selfossi er tekið á móti börnum og verður vonandi lengi enn. Sú breyting varð hins vegar um sl. áramót að þar voru lagðar niður vaktir svæfinga-, fæðingar- og skurðlækna og skurðstofan er nú aðeins í notkun á dagvinnutíma. Sú ráðstöfun var svar við sparnaðar- kalli okkar tíma. Við ljósmæðurnar vorum mót- fallnar þessu því það þýddi að þeim konum fækkaði sem við gæt- um sinnt í sínu heimahéraði. Við þurfum nú að vísa fleiri konum en áður til fæðingar á kvenna- deild Landspítalans (kd. Lsh) og er það gert í samræmi við leiðbeiningar land- læknis um val á fæð- ingarstað. Hjá okkur fæða nú heilbrigðar konur sem eiga eðli- lega meðgöngu að baki. Þessi breyting krafðist mikils und- irbúnings til að tryggja áfram ör- yggi fæðandi kvenna og áttu ljós- mæður m.a. marga fundi með ljósmæðrum og læknum kd. LSH þar sem farið var rækilega í yfir verklag í fæðingarhjálp. Gert var formlegt samkomulag um sam- vinnu milli HSu og Lsh og geta ljósmæður á Selfossi hvenær sem er haft samráð við lækna á kd. LSH og hefur það samstarf gengið afar vel. Kostnaður við hverja fæðingu var fyrir þessa breytingu minni á HSu heldur en Lsh og hefur nú enn lækkað. Ráðherra ræddi um hvar konur vilja fæða og taldi þær ekki vilja fæða á hinum minni fæðing- ardeildum. Nei, ráðherra. Við ljósmæðurnar önnumst kon- ur líka í mæðraverndinni og vitum að þetta er ekki rétt. Við verðum vitni að vonbrigðum þeirra t.d. þegar meðgangan dregst á langinn og gangsetja þarf fæðinguna. Þá geta þær ekki fætt hjá okkur því gangsetningar getum við ekki ann- ast á Selfossi eftir breytinguna sem varð um áramót. Ráðherra virðist gera því skóna að öryggi sé mest á hátækni- sjúkrahúsi. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna hins vegar að öryggi heil- brigðra kvenna í eðlilegri með- göngu og barna þeirra er jafnvel varið á litlum fæðingarstað á borð við HSu Selfossi og á hátækni- sjúkrahúsi. Við ljósmæðurnar verðum líka í auknum mæli varar við að konur eru upplýstari um mænurótardeyf- ingar bæði kosti en líka fylgikvilla þeirra sem geta verið mjög haml- andi. Þessar konur láta það ekki hafa áhrif á val sitt á fæðingastað hvort sú deyfing er í boði eða ekki. Á kd. LSH er unnið afar gott og mikilvægt starf við mæðraeftirlit og fæðingarhjálp hjá konum í áhættumeðgöngu alls staðar að af landinu. Heilbrigðar konur í eðli- legri meðgöngu og fæðingu eiga hins vegar ekki endilega erindi þangað. Eins liggur það fyrir að ekki er ætlunin að veita fé til að fjölga starfsfólki á kd. Lsh til að sinna fjölgun fæðinga verði fæðing- ardeildum á landsbyggðinni fækk- að og því ljóst að álag á starfs- fólkið mun stóraukast. Við stefnum öll að því að móður og barni heilsist vel að fæðingu lokinni. Um það er ekki deilt. Flutningur allra fæðinga af Suður- landi og Suðurnesjum á Lsh er ekki heilladrjúgt skref í þá átt. Nei, ráðherra Eftir Herborgu Pálsdóttur Herborg Pálsdóttir » Athugasemdir við ummæli Guðbjarts Hannessonar á Rás 2 sunnudaginn 24.10. sl. Ég gríp hér til varna gegn niðurskurði í heil- brigðiskerfinu. Höfundur er ljósmóðir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Maður er agndofa gagnvart því aðgerð- arleysi stjórnvalda sem staðið hefur hér yfir síðastliðin tvö ár. Það er eins og ráða- menn haldi að allt leys- ist með blaðri. 50 manna fundir hér og 20 manna fundir þar, þjóðfundur og svo stjórnlagaþing, allt virðist vera gert til að dreifa um- ræðunni frá aðalatriðinu, sem eru atvinnumál og málefni heimilanna. Hroki sumra ráðherra er einnig einstakur, eins og kom m.a. fram í ræðu hæstvirts fjármálaráðherra á þingi Viðskiptaráðs og Samtaka iðn- aðarins um skattkerfi atvinnulífsins fyrir nokkru. Það getur verið, að þær tillögur, sem þar voru lagðar fram, um úrbætur á skattakerfinu, hafi ekki verið að hans skapi, en það var óþarfi að ausa yfir menn leið- indum. Auðheyrt var að hann vissi ekkert við hverja hann var að tala og taldi flesta áheyrendur varla þess virði að ræða við, enda bæru þeir höfuðábyrgð á hruninu. Það er augljóst að fjármálaráð- herra hefur enga hugmynd um það, sem er að gerast á vinnumark- aðnum, og ekki síst hjá þeim fyr- irtækjum, sem hingað til hafa ekki þurft á neinni aðstoð að halda frá bönkum. Í allri umræðu sem fram fer í dag er sjaldan rætt um þau fyrirtæki sem fóru varlega og höfðu sín fjár- mál í lagi á þensluárunum. Sú við- urkenning sem þau fyrirtæki fá í dag er skattpíning, sem ekki sér fyr- ir endann á og mun sjálfsagt gera einhver þessara fyrirtækja gjald- þrota. Ef skoðaðar eru skattahækkanir hjá fyrirtækjum þá sést eftirfarandi:  tryggingargjald hefur hækkað úr 5,34% í 8,65% eða 67% hækkun,  tekjuskattur á fyrirtæki hefur hækkað úr 15% í 18% eða 20% hækkun,  fjármagnstekjuskattur úr 10% í 18% eða hækkun um 80%  virðisaukaskattur úr 24,5% í 25,5% eða hækkun um 4,08% En ein breyting sem gerð hefur verið og spurning hvort standist lög er sú ákvörðun að fella niður þá heimild 60. gr. skattalaga – sem heim- ilaði fyrirtækjum, þar sem þjónustan er meg- inhluti tekna þeirra, að fresta þeim hluta fyr- irhugaðra tekna, sem voru ógreiddar um ára- mót. Þetta er gert fyr- irvaralaust og kemur mjög hart niður á þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt sér þessa leið enda líka ástæðulaust að borga skatta af fjármagni sem enn er útistandandi. Þessir skattar, sem aðilum er nú skylt að greiða fyrir áramót, myndu örugglega nýtast ýmsum þeim fyr- irtækjum til rekstrar, sem hafa nýtt sér þessa leið. Allar þessar skattabreytingar verða til þess að öll meðalstór fyr- irtæki þurfa að auka veltu sína um milljónir á ári, bara til að standa undir aukinni skattbyrði, og þá er allur kostnaðar vegna hækkunar á aðfengnu efni ekki tekinn með. Og vitleysan heldur áfram með illa ígrunduðum aðgerðum eins og t.d. niðurskurði í heilbrigðiskerfinu úti á landi, sem vafalítið mun gera meiri kröfur til LHS í Reykjavík. Á sama tíma er ekki hægt að reka sjúkraflug með eðlilegum hætti vegna fjárskorts auk þess sem um- ræður eru í gangi um að færa allt innanlandsflug til Keflavíkur sem er fjarri þessum sjúkrastofnunum. Það væri happ fyrir íslenska þjóð ef ríkisstjórn og fjölmiðlar tækju sig nú saman og færu að ræða um eitt af aðalatriðunum í okkar samfélagi, sem er það að koma atvinnulífinu í gang. Aðgerðarleysi stjórnvalda Eftir Halldór Guðmundsson » Sú viðurkenning sem þau fyrirtæki fá í dag er skattpíning, sem ekki sér fyrir endann á og mun sjálfsagt gera einhver þessara fyr- irtækja gjaldþrota. Halldór Guðmundsson Höfundur er arkitekt. Riddararnir unnu eftir æsi- spennandi lokaumferð hjá BR Sveit Riddaranna sigraði Monrad- sveitakeppni Bridsfélags Reykjavík- ur eftir æsispennandi leik í lokaum- ferðinni þar sem Grant Thornton var andstæðingurinn. Lokastaðan er þessi: Riddararnir 158 Guðlaugur Sveinsson 156 Grant Thornton 155 Málning 147 Garðs Apótek 145 Guðmundur Snorrason 142 Næst er þriggja kvölda hrað- sveitakeppni. Risaskor í Gullsmára Spilað var á 14 borðum í Gull- smára mánudaginn 25. október. Úr- slit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 347 Jón Stefánsson – Guðlaugur Nielsen 318 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 301 Guðm. Magnúss. – Stefán Friðbjarnars. 297 A/V Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 377 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 306 Aðalh. Torfad. – Ragnar Ásmundss. 298 Steindór Árnason – Haukur Guðmss. 279 Skor þeirra Sigurðar og Péturs er tæp 72%. Spilað var á 16 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 28.október. Úrslit í N/S Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 337 Örn Einarss. - Ásgrímur Aðalsteinss. 316 Ragnh. Gunnarsd. - Þorleifur Þórarinss. 306 Leifur Jóhanness. - Guðm.Magnúss. 286 A/V Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 346 Pétur Antonss. - Jóhann Benediktss. 326 Aðalh. Torfad. - Ragnar Ásmundss. 321 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 309 Sveitakeppninni hefur verið frest- að þannig að næstu spiladaga verður tvímenningur á dagskrá.. Þorsteinn Berg og Óskar Sigurðsson efstir í Kópavogi Fimmtudaginn 28. okt. lauk þriggja kvölda Butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Eftir góða forystu fyrstu tvö kvöldin urðu þeir feðgar Þórður og Jörundur að játa sig sigraða því Þorsteinn Berg og Óskar Sigurðsson náðu besta skori síðustu tvö kvöldin og enduðu sem sigurvegarar. Guðni Ingvarsson og Hafþór Kristjánsson urðu í öðru sæti á lokakvöldinu. Heildarúrslitin urðu annars þessi: Þorsteinn Berg – Óskar Sigurðsson 98 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 64 Hafþór Kristjánss. – Sigurjón Harðars/ Guðni Ingvarsson 50 Baldur Bjartmarss. – Sigurjón Karlss. 50 Hjálmar S. Pálsson – Ómar Jónson 48 Fimmtudaginn 4. nóvember hefst aðalsveitakeppni félagsins og stend- ur í fjórar eða fimm vikur. Skráning hjá Þórði í s. 862-1794 og thordur- ing@gmail.com. Pör sem vantar meðpar í sveit verða aðstoðuð eftir mætti. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.