Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 STUTTAR FRÉTTIR ● Nafni Saga Capital hefur verið breytt lítillega og heitir bankinn nú einfaldlega Saga Fjárfestingabanki. Samhliða breytingunni hefur bankinn flutt starf- semi sína í Reykjavík að Höfðatorgi 14. Starfsstöð bankans á Akureyri verður þó ennþá rekin. Hjá bankanum starfa alls 37 manns, þar af 21 fyrir norðan. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri segir að nafnabreytingin endurspegli sérstöðu bankans sem eina fjárfest- ingabankans á Íslandi. Saga breytir um nafn ● Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 1% í októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina hefur vísitalan hækkað um 9,7% það sem af er ári. Vísitala Gamma fyrir óverðtryggð skuldabréf lækkaði um 1,6% í mánuðinum sem var að líða og vísitalan fyrir verðtryggð skuldabréf um 0,8%. Meðalvelta á skuldabréfa- markaðnum nam 12 milljörðum króna á degi hverjum í október samkvæmt upp- lýsingum frá GAM Management sem heldur utan um Gamma-vísitöluna. Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í Gamma-vísitölunni lækkaði um átta milljarða í mánuðinum í og er nú 1.219 milljarðar króna. Líflegur mánuður í skuldabréfum að baki Tap af rekstri Birtíngs útgáfufélags á árinu 2009 nam 190 milljónum króna. Birtíngur gefur út fjölda tímarita á borð við Séð og heyrt, Gestgjafann og Vikuna. Í mars á þessu ári gekk Birtíngur síðan frá sölu á dagblaðinu DV. Sú sala hefur að öllum líkindum bætt stöðu Birt- íngs að talsvert, en í árslok 2009 var eigið fé fyrirtækisins neikvætt um 26 milljónir króna. Fram kemur í ársreikningi að hlutafé fyrirtækisins hafi verið aukið um 48 milljónir króna á yfirstand- andi ári, en einnig hafi verið samið við lánardrottna um lengingu lána. Einnig er salan á DV talin hafa létt á skuldabyrði félagsins, en í lok árs 2009 skuldaði Birtíngur samtals um 363 milljónir króna. Talsvert hátt hlutfall þeirra skulda var í formi skammtímaskulda, eða um 80% allra skulda félagsins. Staða fyrirtækisins hefur því óneitanlega verið mjög þröng undir lok síðasta árs. Birtíng- ur er í eigu fjárfestisins Hreins Loftssonar í gegnum félagið Hjálm ehf. Hreinn hefur tapað talsverðu fé á fjárfestingu sinni í Birtíngi, en á árinu 2007 tapaði félagið 408 millj- ónum króna, um 150 milljónum árið 2008 og loks 190 milljónum árið 2009. Samanlagt tap síðustu þriggja ára af rekstri birtings er því um 750 millj- ónir króna. Unnið að sölu Greint var frá því á mbl.is í byrjun september síðastliðins að sala á Birt- íngi væri langt komin. Hreinn Lofts- son sagði þá að tilboð hefði borist í félagið og skýrast myndi á 2-3 vikum hvort salan gengi í gegn, en Arev hefur haft umsjón með sölunni. Eng- in tíðindi hafa þó borist af sölu á fyrirtækinu né heldur hefur fyrir- tækjaskrá borist tilkynning um breytt eignarhald. thg@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Birtíngur Gefur út fjölda tímarita en seldi frá sér DV í mars á þessu ári. Í ársreikningi er sú sala sögð hafa létt mjög á skuldabyrði félagsins. Birtíngur tapaði 190 milljónum  Segja sölu á DV hafa bætt stöðuna VIÐTAL Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Heilbrigðisgeirinn er frábrugðinn öðrum geirum atvinnulífsins að því leyti að hann er skipulagður út frá hagsmunum þess sem veitir þjón- ustuna en ekki neytandans, að mati Michael Porter, prófessors við Har- vard Business School. Porter hélt erindi í fundarsal Arion banka í gær, þar sem hann talaði um nýjar leiðir til að byggja upp og skipu- leggja heilbrigðiskerfi í kringum sjúklinga og sjúkdóma, í stað lækna og stofnana. Með því móti sé hægt að veita betri þjónustu fyrir lægra verð. Grunnurinn í nálgun Porters er virði, sem hann skilgreinir sem gæði þjónustu fyrir hverja krónu sem hún kostar. Markmiðið sé að auka virðið, með því að draga úr kostnaði og auka gæði þjónustunn- ar. Það sé ekki nóg að allir hafi að- gang að heilbrigðiskerfi ef það er ekki nógu gott eða ef það er of dýrt. Í einföldu máli snýst þessi nálgun um sérhæfingu, en í stað þess að horfa á sérhæfingu einstakra lækna vill Porter að horft sé til sérhæfingu í teymum eða sjúkrastofnunum. Tekur hann sem dæmi tilraun sem gerð var í Þýskalandi, þar sem öll mígrenimeðferð í landinu var sam- einuð í eina fullkomna og vel útbúna miðstöð. Það sem fæst við þessa að- ferð er það að starfsfólkið sinnir mjög mörgum sjúklingum með sama sjúkdóminn og fær þar með meiri reynslu og þekkingu á sjúk- dómnum. Þessi reynsla og þekking safnast saman í stofnuninni þannig að eftir nokkur ár voru gæði þjón- ustunnar betri en áður og kostn- aður hafði dregist umtalsvert sam- an. Þetta eigi að vera hægt að gera með fleiri sjúkdóma, einkum þá sem hrjá marga sjúklinga. Dæmi um slíkt eru hjartasjúkdómar, sem draga margan Íslendinginn til dauða. Kerfinu snúið á hvolf Porter segir að annað vandamál í heilbrigðiskerfinu sé að það sé byggt þannig upp að það geti tekist á við sjaldgæfa en alvarlega kvilla í stað þess að einbeita sér frekar að þeim kvillum sem hrjá fleiri ein- staklinga. „Það má byggja kerfið upp þannig að algengu sjúkdóm- arnir séu kjarninn í starfseminni og svo er tekist á við þá sjaldgæfari þegar þeir koma upp.“ Þetta eru í raun umskipti á því kerfi sem er til staðar nú þegar. „Það er erfitt að meta nákvæm- lega hvað mikill sparnaður er fáan- legur með því að byggja heilbrigðis- kerfið upp með þessum hætti og með réttri notkun á upplýsinga- tækni, en mitt mat er að hægt sé að ná allt að helmingslækkun kostn- aðar,“ segir Porter. „Það kann að vera erfiðara að ná slíkum sparnaði hér á Íslandi, þar sem byggð er dreifðari, en með réttum aðferðum ætti að vera hægt að ná umtals- verðum sparnaði.“ Heilbrigðiskerfi fyrir sjúk- linga en ekki sjúkrahús  Michael Porter, prófessor við Harvard, boðar nýjar leiðir í heilbrigðismálum Umönnun Michael Porter segir að heilbrigðiskerfið eigi að byggjast upp á meðferð við algengum sjúkdómum og kvillum. Morgunblaðið/Sverrir Iðnaðarfram- leiðsla í Banda- ríkjunum jókst í október þvert á væntingar sér- fræðinga. Sam- kvæmt vísitölu The Institute for Supply Manage- ment fór gildi framleiðslunnar úr því að vera 54,4 stig í september í 56,9 stig í október. Þegar vísitalan er yfir 50 stigum er það til marks um hagvöxt en að sama skapi merki um sam- drátt þegar hún er fyrir neðan. Aukningu iðnaðarframleiðslunnar má fyrst og fremst rekja til vaxandi eftirspurnar eftir bandarískum vörum á alþjóðamörkuðum sam- hliða veikingu Bandaríkjadals. En á sama tíma og aukningar í iðn- aðarframleiðslu verður vart benda hagtölur enn til erfiðrar stöðu bandarískra heimila. Hagtölur sem voru birtar í gær sýndu að tekjur heimila drógust saman í sept- embermánuði. Ennfremur sýndu þær minni aukningu á einkaneyslu en búist hafði verið við og að bandarískir neytendur gangi í auknum mæli á sparnað sinn til þess að fjármagna hana. Misvísandi merki Bandarísk verksmiðja. Framleiðsla eykst í Bandaríkjunum Marel hefur boðið eigendum MARL 06 1 skuldabréfaflokksins endur- kaup á bréfum. Flokkurinn sem um ræðir var gefinn út í febrúar 2006 og er skráður í kauphöllina með gjalddaga í febrúar 2012. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Marel eru endurkaupin á skuldabréfa- flokknum liður í því að draga úr gjaldeyrisáhættu á efnahagsreikn- ingi Marel, en MARL 06 ásamt flokknum MARL 09 eru einu krónu- skuldirnar eftir á efnahagsreikn- ingi fyrirtækisins. Heildarvirði flokkanna tveggja er um 38 millj- ónir evra. thg@mbl.is Marel vill kaupa skuldir                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0.-,. +,.-01 2,-03. +.-/.+ +4-44 ++2-1. +-100. +03-./ +53-03 +++-+5 +0.-5+ +,/-,5 2,-.,/ +/-,10 +4-0,/ ++2-4/ +-1.+. +05-3+ +55-+0 2,4-++4+ +++-3+ +0.-/3 +,/-10 2,-.0 +/-,/1 +4-05. ++1 +-1.5. +05-/1 +55-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.