Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Áhaldahúss Sandgerðisbæjar séð um að dreifa áburði og grasfræi á gróð- urlausa mela og gamlar malarnámur sem eru víða um Miðnesheiðinna. Landgræðsla ríkisins hefur ákveðið að veita Sandgerðisbæ land- græðsluverðlaun fyrir árið 2010. Það má víða sjá árangur af sáningu und- anfarin ár þó að norðurhluti Mið- nesheiðar hafi tekið miklun stakka- skiptum er enn mikið verk fyrir höndum. Miðnesheiðin frá Melabergi að Ósabotnum er eins og eyðimörk frá fjöru upp í heiði á stórum kafla.    Herminjar urðaðar Almenna verkfræðistofan vinnur nú fyrir Þró- unarfélag Keflavíkurflugvallar að frumhönnun lokunar og frágangs urðunarstaðar og fjarskipta- miðstöðvarsvæðis við Stafnes í Sand- gerðisbæ. Eftir að bandaríski herinn lagði niður fjarskiptastöðina á Staf- nesi voru öll hús og fjarskiptaskerm- ar fjarlægðir en eru þó víða sjáan- legar alls konar minjar um veru hersins á svæðinu. Margt af því er ekki augnayndi og stendur til að urða þar sem því verður við komið. Þá hafa komið fram hugmyndir um að eitthvað verði skilið eftir sem her- minjar með tilheyrandi skýringar- texta.    Hituveitumælar Nú er unnið að því að setja mæla í stað hemla í öll fyrirtæki og stofnanir á Suð- urnesjum. Ennfremur verða settir mælar á öll heimili, með tilkomu mæla verður heita neysluvatnið mælt og notendur borga fyrir það. Þetta verður til þess að margir eru farnir að skoða hvernig hægt sé að spara heita vatnið. Frá stofnun Hita- veitunnar má segja að oft hafi verið bruðlað með heita vatnið hér. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Ganga Sandgerðingar í fjöldagöngu. Atvinnuástandið hefur verið slæmt. Áform um að urða herminjar syðra BÆJARLÍFIÐ Reynir Sveinsson Sandgerði Atvinnuástandið Það blæs ekki byrlega fyrir atvinnulausum hér í Sandgerði né á Suðurnesjum. Allt sem heitir ný atvinnutækifæri á svæðinu virðist vera í heljargreipum stjórnmálamanna sem virðist vera nokk sama þó að hér sé mesta at- vinnuleysi á landinu. Nú er svo kom- ið að einstaklingar sem hafa verið lengur en þrjú ár atvinnulausir detta út af skránni og fá ekki bætur, sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til að taka við þessum hópi. Hvaða bíður þessara einstaklinga er ekki vitað, það er ekki hægt að líða þetta ástand öllu lengur. Hjól atvinnulífsins verða að fara að snúast hraðar.    Góðir hlutir gerast hægt. Á undanförnum árum hafa starfsmenn www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Stærðir 38-56 Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. NÝTT – NÝTT Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Skyrtupeysa Verð 6.900 kr. Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Glæsileg undirföt beint frá París Ný sending Áhorf á sjónvarpsstöðina ÍNN hef- ur aukist í haust og síðustu vikuna í október horfðu 32,5% eitthvað á út- sendingar stöðvarinnar samkvæmt niðurstöðum Capacent. Þetta hlut- fall var 24,4% í mars. Um var að ræða netkönnun, sem gerð var 21. til 28. október. Úrtakið var 1185 manns á öllu landinu en 763 svöruðu, sem er 64,4% úrtak. Nýjustu mælingar Capacent á áhorfi annara sjónvarpsstöðva sýna að vinsælasti liðurinn hjá RÚV var Útsvar með 39% meðaláhorf. Meðaláhorf á fréttir Stöðvar 2 var 24,2% og meðaláhorf hjá Skjá- einum var mest á C.S.I: New York, eða 9,4%. Uppsafnað áhorf nær hæst á Út- svar, eða 52,5%. Áhorf stór- eykst á ÍNN Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Ef Íslendingar geta ekki nýtt þessi tækifæri í jarðvarmaorku ættu þeir að skammast sín.“ Þetta sagði Michael Porter, pró- fessor við Harvard Business School, á ráðstefnu um jarðvarmaorku í Há- skólabíói í gær. Sagði hann Ísland hafa alla mögu- leika á að verða stór þátttakandi á þeim markaði í framtíðinni. Hugi að framtíðinni Sagði Porter að nú væri mikilvægt að menn byrjuðu að huga að framtíð- inni og samkeppnisfærni landsins. Ekki væri endalaust hægt að leita að sökudólgum í tengslum við efnahags- hrunið og líta þyrfti fram á veginn. Ís- lendingar hefðu verið duglegir við að vorkenna sjálfum sér en kreppan hér væri alls ekki sú versta í sögunni. Merki væru nú um að sæi fyrir enda kreppunnar. Sagði hann Íslendinga þurfa að finna leiðir til að fá meiri virðisauka úr jarðvarmavinnslu sinni og að selja þekkingu sína og tækni erlendis, ekki aðeins orkuna. Í framtíðinni hefðu Ís- lendingar alla möguleika á að eiga og reka jarðvarmafyrirtæki um allan heim. Í útflutningi á þekkingu hefðu tæknilegir ráðgjafar frá Íslandi gefið besta raun og þau verkefni sem byggst hefðu á sérhæfðri þekkingu Íslendinga, eins og hitun húsa, gengið best. Porter sagði Ísland eiga fjölda afar reyndra sérfræðinga á sviði jarð- varmaorku með góð sambönd erlend- is. Það væri lykill að því að gera þekk- ingu á því sviði að útflutningsvöru. Íslendingar ættu að nýta tækifærin í jarðvarma  Prófessor við Harvard sér mikil tækifæri í sérþekkingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Prófessor Porter í Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.