Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Ein í mávageri Hundruð svangra máva sækja í Tjörnina í Reykjavík nú þegar vetur er genginn í garð. Þeir eru mjög sólgnir í brauðið sem fuglunum er gefið. Þessi gæs var einmana í mávagerinu. Golli Alltaf er gott til þess að vita þegar manni berast fregnir um að gamlir samstarfsmenn eldist vel. Fyrir skemmstu skrifaði Halldór Blöndal, fyrrum forseti Alþingis, grein í þetta blað sem sannfærði mig um að hann væri enn sjálfum sér líkur. Grein Halldórs hét „Mannrétt- indaráðherrann og Jón Grindvík- ingur“ og var hugmyndin sú að greinin fjallaði um mig og af- stöðu mína til fjárlagafrumvarps- ins. Við nánari skoðun mátti skilja að hún fjallaði líka um atvinnustefnu Sjálfstæð- isflokksins. Þannig var að félagar Halldórs á þingi höfðu fundið upp á því snjallræði að spyrja mig út úr um tilteknar forsendur fjár- laganna. Ef ég efaðist um einhver atriði þar, mætti gera því skóna að ekki stæði steinn yf- ir steini í gervöllu frumvarpinu. Þeir Sigurður Kári Krist- jánsson og Einar K. Guðfinns- son léku sitt hlutverk með prýði í þinginu en síðan kom sjálfur guðfaðirinn með út- leggingar sínar í Morg- unblaðinu. Einar K. Guðfinns- son gaf okkur reyndar innsýn í sálarlíf Sjálfstæðisflokksins þegar hann ýjaði að því að á þeim bæ væri talið að skoð- anir mínar og afstaða til fjár- lagafrumvarpsins hefðu geng- ið kaupum og sölum fyrir ráðherrastól! Svaraði ég því til að margur héldi mig sig. Í þessi orð mín vitnaði fyrrverandi forseti Alþingis samhengislaust. En hvað um það. Hann náði því að koma víða við í örgrein sinni, m.a. á fjölum Þjóðleikhússins þar sem hann taldi mig hafa fengið innblástur frá Jóni Grindvíkingi úr Íslandsklukku Halldórs Laxness. Þaðan hlyti að vera komin hug- mynd að tali mínu um einsýni Sjálfstæð- isflokksins í atvinnumálum! Svo var nú reyndar ekki. Ég hef ekki þurft annað en hlusta á flokkssystkini Halldórs Blöndals ræða atvinnumál til að sannfærast um að þar er ekki mikilli víðsýni fyrir að fara. Fá- breytni er þar ein í boði, bara ein lausn á at- vinnumálum þjóðarinnar, sú sama og í gær og í fyrradag og allan aðdragandann að hruninu: Ál. Grein Halldórs Blöndals, sem út af fyrir sig er ólíkt skemmtilegri en tuð félaga hans við Austurvöll, varð mér tilefni til að fletta upp í skrifum 18. aldarmannsins Jóns Ólafs- sonar frá Grunnavík, fyrirmyndinni að Grindvíkingi Halldórs Laxness. Í Hagþenki sínum talar Jón Ólafsson frá Grunnavík um hve bagaleg sé fábreytnin í atvinnumálum. Hann segir að Íslendingar sem settir séu til mennta geti varla orðið nema prestar enda hafi landið einvörðungu getað boðið upp á tvær skólameistarastöður og fjórar til fimm kennarastöður. Þeir sem hafi haft ráð á að sigla hafi getað notið menningar í Kaup- mannahöfn um skamma hríð en síðan þurft að hverfa til baka í fábreytileikann á Íslandi: Þá fljótlega hafi komið „þursinn úr hverri átt,“ stangað þá og stjakað og gjört þá um síðir sér jafnvitlausa, en ógæfan sé svo römm að þeir þykist „þá hvað vitrastir“. Svona endurtekur sagan sig. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins, málsvarar eins- leitninnar, eru vissir í sinni sök. Allt er gott í dag sem sagt var í gær. Og því oftar sem tuggan er endurtekin því viturri telja menn sig vera. En kannski væri rétt að huga að orðum Jóns frá Grunnavík og lofta út. Eftir Ögmundur Jónasson » Allt er gott í dag sem sagt var í gær. Og því oftar sem tuggan er endurtekin því vit- urri telja menn sig vera. Ögmundur Jónasson Halldór Blöndal og Jón Grunnvíkingur alþingismaður og ráðherra. Hinn 25. október síð- astliðinn samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fjárhags- áætlun fyrir árið 2011 og fimm ára áætlun 2012-2016. Af umfjöllun um fyrirtækið á und- anförnum misserum mátti ætla að félagið væri komið að fótum fram. Annað kemur á daginn eins og berlega kemur fram í fjárhagsáætluninni. Þar segir að áætlaður hagnaður af starfsemi OR fyrir árið 2010 verði ríflega 22,5 milljarðar og að eig- infjárhlutfall félagsins sé 22,3% í endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2010, eða hækki úr 14,4% árið 2009. Þetta er aukning um 50%. Í fjár- hagsáætlun fyrir árið 2011 kemur einnig fram að sparnaður á árinu 2010 verði kr. 962 milljónir. Hann kemur nánast allur til vegna sparnaðar- aðgerða fráfarandi stjórnar OR og starfs- fólks OR sem lagt var upp með í árslok 2009 og ársbyrjun 2010. Starfsmenn Orkuveit- unnar tóku m.a. á sig launalækkun til þess að koma í veg fyrir uppsagnir og sýndu þar með vilja sinn í verki við að koma fé- laginu yfir þær þreng- ingar sem hrunið kall- aði yfir íslensk fyrirtæki. Þessi góði árangur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar birtist nú eigendum hennar í skugga ónauðsynlegra uppsagna og óvæginnar umræðu um hæfi sömu stjórnenda og starfs- fólks á síðustu misserum. Það var öllum ljóst sem vildu sjá, að Orkuveitan var undir sömu sek seld og landsmenn flestir, að geng- isfall krónunnar skapaði henni erfið starfsskilyrði frá hausti 2008. Það er jafnframt ljóst að hinar sterku stoð- ir Orkuveitunnar og mannauður munu koma félaginu fyrir vind. Ekkert er að sjá eða finna í fimm ára áætluninni að einhver óvænt umskipti muni eiga sér stað, t.d. með sölu eigna (375 milljónir). Fé- lagið muni aftur á móti, með sinni grunnstarfsemi sem staðfest var með gerð og samþykkt á heild- arstefnu fyrir Orkuveituna í árslok 2009, sigla félaginu heim í öruggt skjól og færa eigendum sínum arð nú sem endranær. Hækkanir á gjaldskrá munu auka handbært fé verulega og auka greiðsluhæfi fé- lagsins. Ekki er að sjá í þessari fimm ára áætlun að nauðsynlegt hafi verið taka hækkunina í einu skrefi í stað þess að dreifa gjalda- hækkunum á 3-5 ár. Ekki þarf að óttast stóra gjaldaga af lánalínu sem rennur út á árinu 2011 eða ein- greiðsluláni árið 2013, haldi menn ró sinni og minnki yfirlýsingar um rekstrargetu félagsins. Þessir erfiðu gjalddagar hafa legið fyrir í nokkuð langan tíma og var m.a. mætt með því að Reykjavíkurborg lýsti því yf- ir í apríl 2010 við lánardrottna að hún hefði handbært fé upp á 10-12 milljarða, ef til þess þyrfti að koma að Orkuveitan næði ekki að greiða af lánum sínum. Orkuveitan hefur því aðgang að lánalínu hjá Reykja- víkurborg, líkt og Landsvirkjun hef- ur aðgang að lánalínu hjá Seðla- banka Íslands upp á um 25 milljarða, er ríkisstjórn Íslands beitti sér fyrir. Gott væri að Orku- veita Reykjavíkur fengi slíka þjón- ustu hjá Seðlabanka Íslands og væru þá þessi góðu fyrirtæki í al- manna eigu jafnsett hvað aðstoð ríkisvaldsins varðar þar sem veik- burða bankakerfi ræður ekki við að veita. Upplýst er í fimm ára áætl- uninni að árið 2016 verði fyrsta árið sem fyrirtækið þurfi ekki að sækja sér lánsfé. Þá verður hið svokallaða Magma-skuldabréf á gjalddaga en gert er ráð fyrir að það skili ríflega 10 milljörðum króna inn í sjóðs- streymi félagsins. Þetta sama skuldabréf var gert mjög tor- tryggilegt af þáverandi minnihluta og það verðfellt með pólitískum reiknikúnstum. Ég vona að núver- andi stjórnendur og fjölmiðlar fari að sýna starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og starfsfólki hennar sanngirni og gefi réttar upplýsingar um stöðu félagsins, þannig að eig- endur þ.e. íbúar Reykjavíkur, Akra- ness og Borgarbyggðar, fái rétta mynd af stöðu og framtíðarhorfum þess. Eftir Guðlaug G. Sverrisson » Áætlaður hagnaður af starfsemi OR fyr- ir árið 2010 verði ríflega 22,5 milljarðar og að eiginfjárhlutfall félags- ins sé 22,3%. Guðlaugur G. Sverrisson Höfundur er fv. stjórnaformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur á traustum grunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.