Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Þýski sýningarstjórinn Ellen Blumenstein hefur verið ráðin til að stýra sýningu listamannatvíeykisins Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro sem verða fulltrúar Íslands á Fen- eyjatvíæringnum á næsta ári. Blumenstein mun starfa með þeim að mótun verksins, sem þau sýna, og mun fylgja sýningunni úr hlaði. Blumenstein, sem er virt fyrir störf innan samtímalistarinnar, hitti Ólaf fyrst í Brasilíu fyrir þremur árum og þar hófust kynni sem hafa leitt til þessa samstarfs. Í tilkynningu segir hún að það hafi þurft hugrekki til að velja Ólaf og Libiu til að vera fulltrú- ar Íslands, sérstaklega á þessum tím- um í kjölfar efnahagshruns. Ólafur og Libia fjalla í verkum sínum um fé- lagsleg og stjórnmálaleg efni og brýt- ur umfjöllunin að mörgu leyti í bága við ímynd íslenskrar samtímalistar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Feneyjafararnir Libia og Ólafur. Vinnur með Ólafi og Libiu Blumenstein ráðin sem sýningarstjóri Hans Jóhannsson fiðlusmiður og sex aðrir íslensk- ir hönnuðir sýna um þessar mund- ir í New York, á sýningunni Nor- dic Models + Common Gro- und, sem opnuð var í Scandinavia House í liðinni viku. Auk Hans taka þátt þau Bjargey Ingólfsdóttir með „bara Design“, iðnhönnuðirnir Fanney Antonsdóttir og Dögg Guðmunds- dóttir, Katrín Ólína hönnuður, landslagsarkitektastofan Landslag og vöru- og iðnhönnun Studiobility. Sýnd eru verk framsækinna nor- rænna hönnuða. Fiðlusmiður og hönnuðir Hans Jóhannsson Steinunn Kristjánsdóttir, dós- ent í fornleifafræði við Þjóð- minjasafn Íslands og Háskóla Íslands, mun í dag, þriðjudag- inn 2. nóvember, flytja erindi um fornleifauppgröft sem hef- ur staðið yfir á rústum Skriðu- klausturs í Fljótsdal frá árinu 2002. Fyrirlesturinn hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á rústum Skriðuklausturs frá árinu 2002. Lokið hefur verið við að grafa upp um 1.300 fermetra af rústum klaustursins, ásamt kirkju og klausturgarði, tæp- lega 200 grafir og skrá um 13 þúsund gripi. Fornleifafræði Uppgröfturinn á Skriðuklaustri Steinunn Kristjánsdóttir Annað kvöld, miðvikudag, klukkan 20 er Handverkskaffi í Gerðubergi. Þetta kvöld kynnir Jeab (Siriworraluck Boonsart) austurlenska blómagerð úr vír og nælonsokkum. Kostir blómarósa af þessari gerð eru ótvíræðir, þær standa lengi og óþarft er að vökva þær. Hráefni til blómagerðar verður á staðnum og gestir fá að reyna sig undir handleiðslu Jeab. Möguleikarnir til blómasköpunar með þess- ari aðferð eru nánast óþrjótandi þar sem ímynd- unaraflið er eina hindrunin. Jeab er frá Taílandi. Hún hefur verið búsett hér á landi um árabil og starfar hjá ÍTR. Handverk Blómarósir úr vír og nælonsokkum Rós úr vír og næloni eftir Jeab. Myndlistarkonan Erla Magna Alexandersdóttir hefur opnað sýningu á málverkum sínum í Kaffi Mílanó í Faxafeni. Á sýn- ingunni eru málverk sem lista- konan hefur málað með akrýl- og olíulitum og eru af ýmsum stærðum. Hluti myndanna er sóttur í náttúru og landslag en hinn hlutinn er abstrakt; Erla vinnur mikið með spaða og rennir litunum til. Erla hefur numið myndlist í Myndlistaskóla Reykjavíkur, í Flórens á Ítalíu og í Salzburg í Austurríki. Hún hefur tekið þátt í samsýningu í Salzburg og haldið margar sýningar hér á landi. Sýningin stendur út nóvember. Myndlist Erla Magna sýnir í Kaffi Mílanó Erla Magna Alexandersdóttir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Stóru tíðindin frá Máli og menn- ingu eru ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson,“ segir Silja Aðalsteins- dóttir, útgáfustjóri Máls og menn- ingar, spurð um þau íslensku skáld- verk sem forlagið gefur út þetta árið. „Bragi er búinn að vera með þessa bók í smíðum í fjögur ár og hún ber hið langa nafn Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veit- ingahúsinu eftir Jenný Alexson. Þetta er ótrúlega fyndin bók, og persónurnar eru ekkert venjulegar skáldsagnapersónur. Þessi bók tengist síðustu bók Braga, Sendi- herranum, nokkuð mikið og þar koma fyrir sömu persónur.“ Sögukaflar af Einari Einar Kárason sendir frá sér nýja bók Mér er skemmt. „Þetta eru sögukaflar af Einari sjálfum, þar sem hann skiptir ævi sinni upp í þemu,“ segir Silja. „Hann fjallar meðal annars um menntun sína, al- veg frá Ísaksskóla, afskipti af kvik- myndalist og félagsmálastörf, þar á meðal fyrir Rithöfundasambandið. Einar er einlægur í þessum sögum og segir glaðhlakkalega frá sigrum og ósigrum. Bókin er afskaplega skemmtileg aflestrar. Einar hefur gefið manni margar persónur í gegnum skáldverk sín, en þarna verður hann sjálfur heimilismaður hjá manni.“ Ófeigur Sigurðsson sendir frá sér Skáldsöguna um Jón sem hann hef- ur unnið að í nokkur ár. Skáldsagan um Jón „Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist árið 1755 þegar Jón Stein- grímsson, síðar nefndur eldklerkur, flæmdist norðan úr landi, sakaður um að hafa drepið fyrri eiginmann konu sinnar. Ásamt bróður sínum settist hann að í helli í Mýrdal, Katla gýs eldi og eimyrju og ástand- ið er hroðalegt á Suðurlandi, en þar situr Jón í hellinum og skrifar konu sinni. Þetta er viðburðarík bréfa- saga og afar sjarmerandi. Ég er spennt að vita hvernig þessari bók verður tekið því það er ekki algengt að ungir höfundar leggi á sig jafn mikla rannsóknarvinnu og Ófeigur gerði fyrir þessa bók.“ Spánnýr höfundur Allt fínt … en þú? er ný og hressi- leg skáldsaga eftir Jónínu Leósdótt- ur. „Jónína talaði við mig fyrir um tveimur árum og sagði að sig lang- aði til að skrifa konubók um venju- legt fólk og amstur þess í dagsins önn. Það hefur hún gert og tekst svona ljómandi vel upp,“ segir Silja. „Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir er svo spánnýr höfundur. Bókin hennar, Stolnar raddir, er um stúlku sem á sér uppáhaldsmynd af ömmu og afa, trúlofunarmyndina af þeim. Myndin skekkist í ramma og þegar stúlkan ætlar að laga hana finnur hún á bak við hana mynd af ömmu með öðrum manni. Þegar hún fer að rýna í myndirnar sér hún að amman er hamingjusamari á mynd- inni með hinum manninum. Hugrún vefur inn í söguna af stelpunni í samtímanum sögu ömmu og afa í fortíðinni, það fólk reynist eiga allt aðra sögu en hún hélt. Þetta er fallega unnin saga hjá Hugrúnu. Ég féll sérstaklega fyrir aðalpersónunni í sögunni, sem er mátulega lygin, lausgyrt og drykk- felld!“ Reynslubolt- ar og nýir höfundar  Forvitnileg skáldverk íslenskra höf- unda koma frá Máli og menningu Morgunblaðið/RAX Útgáfustjórinn „Stóru tíðindin frá Máli og menningu eru ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir um nýju skáldverkin. Dýrin í Saigon og ljóð » Í vor gaf Mál og menning út söguna Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson mynd- listarmann og ljóðabækur árs- ins eru eftir Jóhannes úr Kötl- um (Ljóðaúrval), Berg Ebba Benediktsson, Anton Helga Jónsson og Gerði Kristnýju. En hér gefst tækifæri til að njóta þessara gæðamynda á ný á breið- tjaldi.30 » Íþessari stuttu en haganlegaskrifuðu nóvellu, Svar viðbréfi Helgu, vinnur Berg-sveinn Birgisson með eitt elsta form skáldsögunnar, bréfasög- una, og er líka æði hefðbundinn hvað söguefni og sviðið varðar; þetta er ástarsaga úr sveit. Að auki er ekkert verið að fela fyrir lesand- anum í upphafi hvernig fer. Til- einkun í ljóð Stef- áns Harðar Grímssonar, Þau, um elskendur sem ganga sinn veginn hvort, segir sitt. Enda kemur strax í ljós að gamli bóndinn sem skrifar bréfið til gamallar ástkonu, er að velta fyrir sér því sem gerðist og því sem hefði getað orðið, hefði hann tekið aðrar ákvarðanir en hann gerði. Þetta er persónuleg örlagasaga og lesandinn er hrifinn með í sveitina að hitta þetta fólk. Persónur lifna í upprifjun bóndans og tilfinning- arnar eru margbreytilegar; sárar í uppgjörinu, heitar þegar ástarbrím- inn heltekur fólkið, og svo er það eft- irsjáin sem litar alla frásögnina. Stór þáttur í því hvað Svar við bréfi Helgu er vel lukkað verk, felst í vönduðum, liprum og lifandi stíl Bergsveins. Höfundur þekkir sögu- heiminn og skilur þau verkefni sem bóndinn þarf að takast á við, hvort sem þau snúast um að sinna fólki eða skepnum í fámenninu, eða þær til- finningar sem bóndinn ber til lands- ins sem hann hefur hlotið í arf. Hlýj- an í textanum er blönduð góðlátlegum húmor, og að auki er brugðið upp bráðfyndnum senum, senum sem minna á stundum á sagnafléttur Jóns Kalmans Stef- ánssonar úr Dalaþríleiknum. Dæmi um það er leifrandi vel skrif- aður kafli þar sem því er lýst hvernig bóndi er bjó afskekkt, bjó um lík konu sinnar í reykkofa. Sem dæmi um galsafenginn og vel unn- inn stílinn má síðan nefna senu þar sem lýst er þeim leik bónda og ást- konu að hann þuklar hana bak við vélageymslu eins og forða- gæslumaður þuklar hrút: „Þú baðst mig skoða þig, og ég þuklaði geislungana á þér og fann hvergi hnota á og síðan hvert rifið á fætur öðru, og fyllingu hryggjar, þá mjaðmagrindina og lærin niður á hækilinn svo þú titraðir sem ösp í vindi, þreifaði þig með munúðar- fingrum og kannaði nákvæmlega út- legur á brjóstkassa og bringufyll- ing.“ (51) Kjartan Hallur myndskreytir bókina með vinjettum í upphafi nokkurra kafla og með tveimur heil- síðumyndum. Myndirnar eru vand- aðar og kallast á við efnið á áhuga- verðan hátt, þótt sumar jaðri við að vera of sætlegar fyrir sögusviðið. Svar við bréfi Helgu er ekki stór bók en hún segir forvitnilega sögu og er afar vel skrifuð. „... þuklaði geislungana á þér og fann hvergi hnota á...“ Svar við bréfi Helgu bbbbn Eftir Bergsvein Birgisson. Bjartur 2010. 106 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON SKÁLDSAGA Bergsveinn Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.