Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLAGJAFAHANDBÓK ATVINNULÍFSINS Þann 11. nóvember kemur Jólagjafahandbók Viðskiptablaðs Morgunblaðsins út í sjötta sinn. Þessi veglegi blaðauki hefur skipað sér sess sem ómissandi hjálpartæki fyrir stjórnendur jafnt stórra og smárra fyrirtækja sem standa frammi fyrir vandasömu verkefni á þessum tíma árs. Jólagjafahandbókin fjallar um allt sem snertir jólagjafir til starfsfólks, samstarfsaðila og viðskiptavina. Skoðaðir verða fjölbreyttir gjafamöguleikar sem henta öllum þörfum. Hér er á ferð samantekt sem auðveldar valið á réttu gjöfinni sem kemur til skila þakklæti, vinsemd og hátíðarstemningu jólanna. Vertu með í glæsilegri sérútgáfu sem nær beint til markhópsins Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 8. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Keppnin um Norrænu kvikmynda- verðlaunin var einstaklega spennandi í ár þar sem mjög vel lukkaðar mynd- ir frá sérhverju Norðurlandanna voru í pottinum. Mynd Tomasar Vin- terberg, Subm- arino, sigraði en hana klipptu Ís- lendingarnir Val- dís og Andri. Í tengslum við Ting, norrænu menningarhátíð- ina sem stendur yfir núna fram til 7. nóvember verða myndirnar úr keppninni sýndar. Einnig verður sýnt úrval eldri mynda eftir þá fimm leikstjóra sem tilnefndir voru en þeirra á meðal er Dagur Kári. „Við höfum sýnt myndir eftir marga þessa leik- stjóra á Reykja- vík International Film Festival (RIFF),“ segir Hrönn, fram- kvæmdastjóri RIFF, „en hér gefst tækifæri til að njóta þessara gæða- mynda á ný á breiðtjaldi. Sýning- arnar fara fram í Bíó Paradís við Hverfisgötu, en lýkur á fimmtudag- inn.“ Bíó Paradís sem menningarmiðja Bíó Paradís hefur komið sterkt inn í menningarsamfélag Reykvíkinga með bland af Hollywood-myndum og síðan gömlum myndum sem skóla Ís- lendinga í menningarsögunni og síð- an það nýjasta sem er að gerast í Evrópu. Andrúmsloftið í þessu gamla bíói í hjarta borgarinnar (gamli Regnboginn) er afslappað og þægi- legt. „Já, við hjá RIFF tökum fullan þátt í þessu verkefni hjá Bíó Para- dís,“ segir Hrönn. „Það er lífs- nauðsynlegt að hafa svona kvik- myndahús. Maður botnar ekki í því af hverju það hefur ekki verið til staðar í nokkurn tíma. Það er mikil þörf og áhugi á svona bíói og rekstur þess á að vera á fjárlögum, það á að vera skylda yfirvalda að koma að þessu. Einsog það er til ópera, þjóðleikhús, borgarleikhús og sinfóníuhljómsveit þá á að vera til bíó. Ef við berum okk- ur saman við hin Norðurlöndin þá eru svona hús þar rekin með styrk rík- isins. Það er þetta sem unga fólkið sækir í og þess vegna skiptir máli að það sé verið að sýna myndir sem við getum speglað okkur í. Við erum fyrst og fremst Evrópubúar og það sem bíóhúsið býður uppá er í sam- ræmi við það,“ segir Hrönn. En hátíðin er ekki einskorðuð við myndir sem voru tilnefndar til kvik- myndaverðlaunanna því við kynn- umst ennfremur framsæknustu og uppfinningasömustu röddum nor- rænnar kvikmyndagerðar í flokki mynda sem bera yfirskriftina Nor- ræn snilld, en þar er lögð áhersla á hina síbreytilegu dönsku kvikmynda- gerð og svo verða kynnt nöfn norskr- ar kvikmyndagerðar framtíðarinnar í flokknum Norsk ungstirni. „Ég myndi líka vilja benda á norsku myndina Vetrarkoss eftir Söru John- sen sem var tilnefnd til verðlaunanna en við höfum verið með hana áður á RIFF. Það sama á við um sænsku leikstjórana, sem eru ungir og efni- legir leikstjórar sem við eigum eftir að sjá mikið af í framtíðinni,“ segir Hrönn. Hátíðin haldin í kringum þingið En frumkvæði að þessari hátíð kemur frá Max Dager sem fundaði með fulltrúum menningarfélaga á Ís- landi í tilefni af Norðurlandaráðs- þinginu en hefð hefur skapast fyrir svona menningarhátíð í kringum þingið hvar sem það er haldið á Norð- urlöndunum. Það var mikil hátíð í Stokkhólmi í fyrra og þingið verður haldið í Kaupmannahöfn á næsta ári. Fleira en bíó er í boði á hátíðinni, til dæmis ballett og leikhúsverk. Norsk kvikmyndagerð í vexti Áhugavert er að Hrönn nefnir norsku myndirnar sérstaklega en það hefur stundum verið sagt um Norð- mennina að þeir hafi nóg af peningum til framleiðslu en lítið um efni. „Það á ekki við lengur,“ segir Hrönn. „Það hafa virkilega góðar myndir verið að koma frá þeim undanfarin ár. Ég að- stoðaði við að velja norskar myndir á pólska hátíð í apríl en þar voru Ísland og Noregur í fókus. Sú hátíð gekk mjög vel og bæði norsku og íslensku myndirnar fengu afbragðsund- irtektir. Reyndir leikstjórar einsog Bent Hammer hafa verið að gera góða hluti en einnig er mikið lagt upp úr því að styðja unga stjórnendur í Noregi og það er að bera ávöxt,“ seg- ir Hrönn. Morgunblaðið/Árni Sæberg RIFF Þótt hinni glæsilegu alþjóðlegu kvikmyndahátíð hafi lokið um síðustu mánaðamót er Hrönn enn að og í sam- tarfi við Græna ljósið eru þau komin með fullt af flottum norrænum bíómyndum í Bíó Paradís. Norræn paradís í Bíó Paradís  RIFF heldur áfram að veita meistaraverkum inn í íslensk bíóhús  Fingraför Íslendinga á sigurmyndinni  Verk ungra og efnilegra norrænna höfunda sýnd í Norræna húsinu Afslappelsi Hin góðhjartaða mynd the Good Heart hefur brætt mörg hjörtun. Dagur Kári Pétursson Thomas Vinterberg Sigurvegarinn Myndin Submarino þykir áhrifamikil bíómynd en það voru Íslendingar sem klipptu hana fyrir Danina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.