Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Það er sama hvaðan gott kemur, hrós, sam- kennd, vellíðan, en ýmsir iðjuþjálfar sem hafa unnið með mig í endurhæfingu síðustu árin eru ekki hrifnir af facebook, en hvetja mig áfram í mínum skrifum. Margir setja í brýrnar þegar minnst er á fésbókina, það þykir langtum mann- legra að sinna sem flestum sam- skiptum augliti til auglitis og þjálfa þannig sem flestar tegundir sam- skipta. En aðrir eru jú til sem fá hroll við það eitt að horfa á tölvu sem er ekki í gangi. Fjölmennur hópur prentar út tölvutækt efni sitt til að vinna með utan tölvugeisla – til hvíldar frá skjánum og önnur hvíld- armeiri upplifun er að lesa prent- miðlana eins og þeir koma fyrir í daglegu lífi. Það var mér sjón- skertum manni mikil hjálp að skanna efni úr prentmiðlum og lesa mikið stækkað í tölvunni. En í dag er ég kominn talsvert til baka og finn meiri hvíld í að lesa áhugavert efni beint af prenti. Það er því allt önnur menning að fletta prentmiðlum og nota tölv- una í önnur verkefni – nóg þarf ég að vinna á tölvuna samt. Margir fletta prentmiðlum en líta ekki við þeim á netinu, eins eru aðrir sem lesa prentið á vefnum en ekki í útgefnu prenti. En þarna er bæði áreiti, en líka hrós og jákvæð sam- skipti. Nú koma ósjálfrátt upp í hug- ann viðbrögð barna/ungmenna í grunnskóla þegar fréttamaður N4 sjónvarps Norðurlands spurði eftir opnun Héðinsfjarðarganganna hvaða breytingu slík samgöngu- bylting mundi hafa á þau sem nem- endur: Svörin komu mér neyðarlega á óvart, því ungmennin voru fálát og fáskiptin og svöruðu helst já eða nei spurningum. En ef þetta unga fólk framtíðarinnar í 9.-10. bekk hefði fengið þessar spurningar í gegnum Facebook er trúlegt að tilsvör hefðu sýnt meiri sjálfsvirðingu – þroska. Ef tölvuleikir/veruleikahermar væru ódýrari og jafnvel í almennri sölu með umferðargöngum/þjálfun í akstri og öðru þá er ég viss um að jafnvel yrði hægt færa bílprófsaldur niður í 15 ár. Ég undirritaður stunda ekki tölvu- leiki, hef nóg annað að gera. En þessi vandi með samskiptaform er mjög þekktur og eðli- legur og flestir frjósa við það að fá á sig frétta- mann með tökuvél. Leikari á sviði þarf jú að æfa texta sinn mikið áð- ur en verk er klárt til frumsýningar. Smáfólk- ið talar ekki eins og röskir ræðumenn, held- ur nikkar höfði með já eða nei við spurningum frá fullorðnum. Og fullorðnir nikka fingrum við spurningum á facebook. Það er líka kosturinn við allt skrifað efni að það er ekki sent í loftið á fa- cebook og eða í prentmiðil nema um- fjöllunarefnið sé vel skipulagt og orð- að á sem nettastan hátt frá höfundi. Helsta sérkenni facebook er orð- sendingar í stuttu máli 3-6 setningar um lundarfar viðkomandi eða skoðun á málefnum líðandi stundar. Óttinn við notkunarkosti facebook er sá sami og við t.d. einstakling í van- heilsu – geðröskun. Það er algjör vanþekking á aðstæðum. Gallarnir verða því ósjálfrátt ofan á vegna ótta út af þekkingarleysi. Þú ert hæddur við bókina ef þú kannt ekki að lesa hana. Gallinn við flest á netinu er eins og allir vita sú nærvera sem er ekki fyrir hendi. En fésbókin hefur alltaf það ákveðna öryggi í gangi að sýna vinalista með nafni/mynd af öll- um þínum vinum sem eru tengdir þá stundina. Ef þú færð hrós, augliti til auglitis eða á vefsvæðum blómstrar sigurtilfinning þín þann daginn og hræðslan við að kunna ekki á tölvu jafnvel gleymist. Að fá hrós og klapp á bakið er öllum nauðsynlegt og þá skiptir ekki máli hvort það er veitt á netinu eða augliti til auglitis, – þú brestur í dans og söng í vinnunni þann daginn og ferð hamingjusamur (söm) í háttinn að kvöldi dags. for- ystukind@simnet.is Eftir Atla Viðar Engilbertsson Atli Viðar Engilbertsson » Smáfólkið nikkar höfði með já eða nei við spurningum frá full- orðnum. Og fullorðnir nikka fingrum á facebook. Höfundur er fjöllistamaður. Fésbók til fyrirmyndar Landsfeðurnir tala í ýkt föðurlegum tón um að „róa almenning“ og „ná sáttum í þjóðfélag- inu“. Því miður virðast þeir halda að landinn muni losna við heims- metið í inntöku róandi lyfja og fallast í faðma við það eitt að sjá í gegnum stofusjónvarp hrunsakamenn leidda til aftöku og upp frá því lifa í sátt, ekki síst við skuldavanda sinn. Rétttrúnaðargoð samfélagsins, með Evu Joly „yfirsaksóknara“ sem eins konar sporhund, predika að við blasi að glæpir tengist falli íslensku bankanna, enda verið í viðskiptum við svonefnd „skattaskjól“. Hér virð- ist pólitískur trúarhiti fremur en rök liggja að baki því að um 80% allra fjárfestinga í heiminum og um 50% heimsverslunarinnar fara þarna í gegn og því í grunninn lögleg. Ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á sakferli virðist eiga sér óbeina skír- skotun í galdrafári Evrópu miðalda. Prelátar kirkjunnar klæddust þá skikkju saksóknara. Ljósmæður þeirra tíma, sem föndr- uðu með jurtaseyði, voru oftar en ekki fórn- arlömbin. Þær voru sakaðar um að kenna kynsystrum sínum að- ferðir til að hindra getnað. Þessi iðja, sem valdhafar flokkuðu sem kukl var illa séð, enda vantaði æ meira fall- byssufóður sökum sí- endurtekinna styrjalda í álfunni. Ef játning lét á sér standa var gripið til glóandi járns. „grasakonunum“ var síðan kastað á bálið á fjölmennu torgi í þeim tilgangi að „róa almenn- ing“ og skelfa til undirgefni. Að íslenskri þjóð sóttu drepsóttir, eitruð eldgos og hafís, sem reyndust kjöraðstæður fyrir galdrafárið. Í „réttarríkinu“ Íslandi er ekki lengur kveikt í bálkesti við fullnustu dóma, en það nægir að kveikja á stofusjónvarpinu til að sjá nútíma mannorðsmorð. Slík aftaka var sýnd í „beinni“ þegar Kaupþingsmenn voru leiddir í handjárnum fyrir framan sjónvarpsvélar á leið í gæslu- varðhald. Allir misstu þeir stöðu sína hjá sínum vinnuveitanda fyrir vikið. Í sirkusatriði var Interpól síðan látið taka að sér „aftökuna“ á fyrrverandi stjórnarformanni. Eftir að stjórnvöld hafa gefist upp á því að koma efnahag landsins á beinu brautina og leiðrétta skulda- vanda heimilanna eiga hinir dýru og sívaxandi rannsóknararmar Evu Joly og sérstaks saksóknara að sjá til þess að eitthvað „gott“ komi út úr rann- sóknunum, eins og oddvitarnir hafa svo huggulega orðað það, þannig að stjórnendur föllnu bankanna lendi í gapastokknum hvað sem það kostar. 8. maí ávarpaði forsætisráðherra þjóðina á ljósvakanum með eftirfar- andi orðum m.a.: „Ég held að við séum á ákveðnum tímamótum í þessu máli og hand- tökum sem áttu sér stað í gær vegna þess að þær eru stór liður í því að við getum náð sáttum í þessu sam- félagi…“ Undir þetta sjónarmið tók oddviti Vinstri grænna. Yfirlýsingar af þessu tagi sæma auðvitað ekki landsfeðrum. Hvernig getur það verið af hinu góða og að í því felist sátt að rannsókn leiði í ljós að glæpsamlegt athæfi hafi valdið eða átt þátt í falli fjármálakerfisins en ekki hið gagnstæða? Getur það t.d. verið af hinu góða að rannsókn leiði í ljós að látinn fjallgöngumaður hafi verið myrtur en ekki látist af slysförum? Það ógeðfellda við þessar yfirlýsingar er að höfundar þeirra vita mæta vel að bankar geta farið á hausinn án glæps. Eftir rýra en dýra sláturtíð hjá hinum sérstaka saksóknara, ætlar hinn byltingarsinnaði Franz- Norðmaður Eva Joly að reiða hærra til höggs og reyna að leggja forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, að velli í einvígi. „Við höfum búið til hræðilegt samfélag“, segir Eva Joly í Mbl. viðtali 5. sept. sl. Ef Fransmenn færa henni lykla- völdin í Versölum þyrfti vart að koma á óvart að hennar fyrsta emb- ættisverk yrði að láta grafa upp hið afkastamikla stjórntæki frá tímum frönsku byltingarinnar, sjálfa fallöx- ina og færa hana til vegs og virðingar á ný. Til þessa hafa aðeins tveir ungir miðlarar hjá Kaupþingi fengið dóm. Þeir ku hafa verið með brellur að hífa upp gengið en þó ekki í eigin hagnaðarskyni. Margir fylltust þórð- argleði í tilefni dómsins. Til að mynda sá Þorvaldur nokkur Gylfa- son prófessor ástæðu til að hvetja dómarastéttina til frekari dáða með frýjuyrðum í blaðagrein (Fbl. 10. des. sl.). Þar sem löggjafarsamkundan sá ekki ástæðu til að flokkssystir Þor- valds, Ingibjörg Sólrún, utanrík- isráðherra hrunstjórnarinnar, yrði dregin fyrir Landsdóm, þrátt fyrir „gengis-hækkunarferðir“ hennar til Norðurlandanna í aðdraganda hruns- ins, ætti þegar í stað að aflétta dómn- um yfir ungu miðlurunum hjá Kaup- þingi. Hver er saklaus af góðærinu? Forsetaframbjóðandinn Eva Joly segir í blaðagrein i Mbl. 5. sept. sl.: „Við þurfum lög til að vernda upp- ljóstrara, en ekkert kemur í stað hug- rekkis einstaklinganna og að þeir láti sig hlutina varða…“ Áður en maður gleypir þess nýju skilgreiningu á hugrekki og góðu sið- ferði hráa er rétt að hafa í huga að einn þekktasti heigull sögunnar var fégráðugur uppljóstrari að nafni Ju- das sem sagði til Jesú. Það gladdi mig sem íslending að heyra í fréttum 25. sept. sl. að nið- urstaða rannsóknar breska fjármála- eftirlitsins (FSA) væri að stjórn- endur dótturfélags Kaupþings, Singer & Friedlander hefðu ekki brotið nein lög né framið neitt mis- ferli. Refsigleði stjórnvalda Eftir Daníel Sigurðsson »Getur það t.d. verið af hinu góða að rann- sókn leiði í ljós að látinn fjallgöngumaður hafi verið myrtur en ekki lát- ist af slysförum? Daníel Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. Ísland er víst með mesta jafnrétti kynjanna í heimi, enn eitt árið. Ungar mennt- aðar konur í þéttbýli eru sá hópur landsins sem líklegastur er til þess að kjósa inngöngu þjóðarinnar í Evrópu- sambandið. Þessi hóp- ur þarf að íhuga nokkr- ar staðreyndir, óháð efnahagsþrengingum ESB eða atvinnuleysinu þar, róstum á vinnumarkaði, evruþrengingum, yfirstjórn ofar þjóðþingum eða öðr- um meginþáttum tilverunnar í ESB í dag, nema því hvert stefnir í nánustu framtíð bandalagsins í jafnrétt- ismálum kynjanna. Tyrkland inn í ESB? Um það leyti sem Ísland gengi í ESB væri loks komið að Tyrklandi eftir áratugabið. Sú þjóð er með þeim neðstu á ofangreindum jafnréttislista heims, ásamt Sádí-Arabíu og Íran. Þrýstingur á það að Tyrkland fái að- ild að ESB eykst stöðugt, sérstak- lega frá Miðjarðarhafslöndum eins og Spáni og Ítalíu. Ný- lega bættist öflugur liðsmaður utan að við, Obama Bandaríkja- forseti, er hann sagði ríki sitt vera sterkan stuðningsaðila inn- göngu Tyrklands í ESB. Þeir ESB- fyrirlesarar sem hingað hafa komið hafa einum rómi sagt Tyrkland vera velkomið í ESB. Hinum megin á skalanum Tyrkland er statt hinum megin á listanum við Ísland í jafnréttismálum kynjanna, yfirleitt með 5-10 neðstu ríkjunum (nú nr. 126). 99,8% þjóð- arinnar eru múhameðstrúar, sem þýðir að kristnir í Tyrklandi eru færri heldur en Reykvíkingar. Rúm- lega sjötíu og sex milljónir Tyrkja játa íslamstrú og þau gildi sem henni fylgja. Um 80% kvennanna eru læs og því eru um 8 milljónir ólæsar eða um 24 Íslönd. Olli Rehn, fyrrum stækkunarmálastjóri ESB, segist litla samúð hafa með menningarlegri eða trúarlegri andstöðu við inngöngu Tyrklands í ESB, því að fyrir sér sé „…ESB ekki klúbbur kristinna held- ur samfélag um gildi tengd frjálsræði og frelsi“. Eiríkur: Tyrkland og Ísland í ESB Þá kemur að hlut Eiríks Berg- mann í sjónvarpsfréttum RÚV sunnudagskvöldið 17. október 2010. Hann kemur til varnar fjölmenning- arsamfélaginu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði að hefði algerlega brugðist í Þýskalandi nú- verandi mynd og aðild Tyrkja að Evrópusambandinu, sem hún er andsnúin eins og meirihluti Þjóð- verja. Eiríkur sagði: „Angela Merkel lét ummælin falla við andstöðu við aðild Tyrklands að Evrópusambandinu“. Engin furða, þar sem síðustu varnir gegn Tyrkjaflóðinu mikla falla hverj- ar af öðrum og meirihluti Þjóðverja gerir sér grein fyrir því hver útkom- an verður ef Tyrkland er samþykkt inn. Fyrir utan hrikaleg áhrif á líf- eyri, efnahag og daglegt líf hins al- menna Þjóðverja eða ESB-búa yf- irleitt, þá vita þeir hvernig ástandið er í Tyrklandi í uppáhaldsmálum ESB-Samfylkingar: arfaslakt jafn- rétti, sbr. að ofan, takmörkuð mann- réttindi og tjáningarfrelsi, skortur á trúar- og menningarlegu umburð- arlyndi (enda allt íslam), kúgun minnihlutahópa (Kúrda, Armena) og beiting hervalds (á N-Kýpur og víð- ar), enda yfirtökur hersins tíðar á síðustu áratugum. Angela Merkel segir aðild ekki vera einstefnugötu og að Tyrkland verði að uppfylla öll skilyrði aðildar. Hún er því einn harðasti útvörður ESB fyrir þau gildi sem Evrópusinnar hér segjast aðhyllast, en verður nú að sæta því að vera útmáluð í hóp lýðskrumara af ofur-Evrópusinnanum Eiríki Berg- mann! Vitnum enn í Eirík á RÚV: „Á ní- unda og tíunda áratugnum kom fyrsta bylgjan af þessari kynþátta- hyggju. Nú er önnur bylgjan að skella á Evrópu eins og flóðbylgja.“ Af hverju skyldi það vera, ef kyn- þáttahyggju skyldi kalla? Frekar ætti að kalla þetta raunsæi. Milljónir Tyrkja hafa þegar sest að í Þýska- landi án þess að aðlagast fyllilega samfélaginu í tungumáli eða í hátt- um. Þjóðverja sem fyrir eru óar við því að taka á móti kannski tugmilljón í viðbót við inngöngu Tyrklands í ESB, enda hafa Tyrkir þá fullan rétt og yrði stærsta þjóðin í ESB, líklega um 80-85 milljónir innan 20 ára, en innfæddum Þjóðverjum fækkar stöð- ugt. Eiríkur gat eftirfarandi: „Hér er stjórnmálaástandið þannig að allt er galopið og mjög auðvelt fyrir lýð- skrumara að koma fram og nýta sér slíkt ástand.“ Einmitt! Hann vill kannski ESB-alræði en við kjósum það opið. Lýðskrumararnir eru þeir sem þykjast fylgja lýðræði, jafnrétti kynjanna, mannréttindum og skand- inavískum gildum en ætla að drekkja okkur í fólksflaumi afturhalds í þeim málum og hirða af okkur sjálfræðið og fullveldið í leiðinni. Eins og Mer- kel þá aðhyllumst við fulla vinsemd, viðskipti og samskipti við Tyrkland og Tyrki. En stærð þeirrar þjóðar er 240 Íslönd og þeirra gildi myndu bera okkur ofurliði við sameiningu. Ungar, íslenskar, menntaðar kon- ur í þéttbýli: Ef þið viljið eiga ein- hverja von um að halda áunnum rétt- indum ykkar á heimsmets-löngu lífi hér á Íslandi, haldið ykkur fjarri hugmyndum um aðild að Evrópu- sambandinu og mjúkmæltum sölu- mönnum þess. Eftir Ívar Pálsson » Ísland er víst með mesta jafnrétti kynjanna í heimi, enn eitt árið. Ívar Pálsson Höfundur er viðskiptafræðingur með eigið útflutningsfyrirtæki. Beiðni til ungra íslenskra kvenna Til stjórnlagaþings verður kosið 27. nóvember nk. og eru 523 einstaklingar í framboði. Vegna mikils fjölda fram- bjóðenda eru líkur á að tak- marka þurfi greinar í blaðinu. Frambjóðendum býðst nú að birta eina grein að hámarki 2000 slög. Greinin birtist einnig á vef blaðsins, www.mbl.is/ stjornlagathing en sá vefur er einnig opinn fyrir fleiri greinar frá frambjóðendum og stuðn- ingsmönnum án lengd- artakmarkana. Greinar skal senda í gegnum vef blaðsins, mbl.is (senda inn efni) og merkja stjórnlagaþing 2010. Kosningar til stjórn- lagaþings – greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.