Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Rjúpnaskytta fannst látin 2. Reykti marijúana í beinni 3. Dánarorsök væntanlega veikindi 4. Fjör hjá feðgunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í Bíó Paradís er verið að sýna allar myndirnar sem kepptu til norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár en þar á meðal eru myndir sigurvegarans Thomas Vinterbergs og The Good Heart eftir Dag Kára. Bíó í bland  Í hádeginu á fimmtudaginn, hinn fjórða nóv- ember, verða haldnir hádeg- istónleikar í Hafn- arborg. Maríus Sverrisson mun flytja nokkur söngleikjalög og óperettuaríur við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir standa í hálfa klukkustund og eru öll- um opnir. Húsið verður opnað kl. 11.30. Hádegistónleikar í Hafnarborg  Frá því að KK og Ellen gáfu út jóla- plötu árið 2005 hafa þau haldið að- ventutónleika saman. Í ár verða tónleikar þeirra haldnir 2. desember í Austurbæ. Með þeim á tónleikunum verða meðal annars hljóð- færaleikararnir Jón Ólafsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Þorgrímur Jónsson og Lilja Valdimars- dóttir. Ellen og KK með að- ventutónleika Á miðvikudag Norðan 10-18 m/s, hvassast austanlands. Úrkomulaust á Suðurlandi en annars snjókoma, einkum á Norðausturlandi. Frost víða 0 til 7 stig. Á fimmtudag og föstudag Norðlæg eða breytileg átt og dálítil él norðanlands, stöku él syðst, annars bjartviðri. Fremur kalt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 15-23 m/s á vestanverðu landinu, annars hægari. Þurrt á Suður- og Suðausturlandi, annars víða snjókoma eða slydda. Hiti kringum frostmark. VEÐUR Sundsamband Evrópu hefur óskað eftir því við aðild- arríki sín að þau ýti undir áhuga sundmanna á að taka þátt í Evrópumeist- aramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Hollandi í lok nóvember. Sundsamband Íslands hefur brugðist við þessu með því að ákveða að gera sitt til að fleiri íslensk- ir sundmenn geti tekið þátt í mótinu en ráðgert var. »1 Fleiri komast á EM í sundi „Það er ekkert sjálfgefið að ég spili gegn Barcelona. Strákurinn sem kom í staðinn fyrir mig þegar ég meiddist hefur staðið sig mjög vel, en auðvitað vonast ég eftir því að fá að spreyta mig á móti Messi og félögum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, lands- liðsmaður í knatt- spyrnu og leikmaður FC Köbenhavn. Dan- irnir taka á móti stórliði Barce- lona á Park- en í Meist- aradeild Evrópu í kvöld. »1 Sölvi vonast eftir því að fá að glíma við Messi Keflavík er þekkt stærð í íslenskum körfuknattleik, hvort heldur er í karla- eða kvennaflokki. Karlalið fé- lagsins fór alla leið í úrslit Íslands- mótsins síðasta vor en tapaði fyrir Snæfelli. Sömu íslensku leikmenn- irnir eru uppistaðan í liðinu á þessari leiktíð og því til alls líklegir, eins og fram kemur í kynningu Morgunblaðs- ins á liði Keflavíkur. »4 Sigursælir Keflvíkingar til alls líklegir í vetur ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Uppbygging á hornlóðinni á reit Lækjargötu og Austurstrætis geng- ur vel og er gert ráð fyrir að starf- semi hefjist í húsunum um miðjan maí á næsta ári. Ekki hefur gengið að selja eign- irnar en margir vilja leigja rými í nýja húsnæðinu. Margskonar starf- semi kemur til greina í húsunum en hún á m.a. að auka mannlíf í mið- borginni. Fyrirmyndir í gömlu húsunum Húsin á reitnum eyðilögðust í eldsvoða vorið 2007, en endurbygg- ingin á sér skýra fyrirmynd í gömlu húsunum. Austurstræti 22 verður endurgert sem stokkahús í þeirri mynd sem það var 1807. Þegar bjálkarnir eru tilbúnir verða þeir fluttir á lóðina og settir þar saman eins og legókubbar, eins og Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykja- víkurborgar, orðar það. Húsið við Lækjargötu 2 hefur ver- ið hækkað um eina hæð frá því sem áður var. Byggð hefur verið ný fyrsta hæð og eldri hlutar endur- gerðir ofan á hana, samtals þrjár hæðir og ris. Lækjargata 2a (Nýja bíó) er á aft- ari hluta reitsins, þar sem Nýja bíó var áður. Húsið er þrjár hæðir. Und- ir húsunum verður síðan kjallari. Búið að fjarlægja vinnupallana Vinnupallar við Lækjargötu 2 hafa verið fjarlægðir og þessa vik- una er unnið við það að leggja fyrir vatni og rafmagni í nýbyggingarnar. Þakið sem snýr að Lækjargötu er nánast tilbúið og þegar gengið verð- ur frá þakbrúnum þarf að setja vinnupallana upp aftur. Þakflögurnar eru úr íslensku stuðlabergi. Kristín segir að þetta séu fyrstu flögur sinnar tegundar og borgin hafi lagt mikla áherslu á að nota innlent hráefni. Kristín kynnti borgarráði stöðuna fyrir helgi. Húsin voru sett í sölu og/ eða leigu í mars sl. Kristín segir að ekki sé vilji til þess að selja húsin í bútum, en fjölmargir vilji leigja að- stöðu í þeim. Haft verði samband við þá alla á næstunni og þeim gefinn kostur á að skýra betur hvaða starf- semi þeir vilji hafa í húsunum. Gert er ráð fyrir að verslanir verði á fyrstu hæð í húsinu við Lækjar- götu 2 og verslanir, skrifstofur eða önnur þjónustustarfsemi á efri hæð- unum, en ekki veitingahús. Hin hús- in geta hentað vel fyrir veitingahús, en tekið er fram að veitingarekstur í húsunum verður óheimill eftir klukkan ellefu á kvöldin. Starfsemi í húsunum í maí  Mót Austur- strætis og Lækjargötu taka á sig mynd Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýbygging Uppbygging á hornlóðinni á reit Lækjargötu og Austurstrætis gengur vel og er gert ráð fyrir að starf- semi hefjist þar um miðjan maí 2011. Fyrsta hæðin við Lækjargötu 2 er um 200 m² og viðbót við það sem áður var. Morgunblaðið/Golli Fyrir brunann 2007 Húsin á reitnum voru minni en nýbyggingarnar. Dagur Kári Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.