Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Andri Karl andri@mbl.is Samningur ríkisins við Rauða krossinn um útvegun, innkaup og rekstur bifreiða og tækjabúnaðar til sjúkraflutninga um allt land rennur út um áramót. Fyrirhug- aður niðurskurður á sjúkrastofn- unum á landsbyggðinni mun hafa í för með sér aukningu sjúkraflutn- inga og þykir víst að sú staðreynd verði meðal þeirra stóru mála sem rædd verða í samningaviðræðun- um. Skv. upplýsingum frá aðstoðar- manni Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra stóð til að funda með fulltrúum Rauða kross- ins í gærdag. Ekki náðist hins veg- ar í ráðherrann eftir fundinn. Gæti þurft að hækka gjöldin Hjá Rauða krossinum fengust þær upplýsingar að viðræðurnar væru á frumstigi. Hvað varðar fyr- irhugaða aukningu sjúkraflutninga segir Sólveig Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins á Ís- landi, þó ekkert liggja fyrir um að fjölga þurfi sjúkrabílum. „En hins vegar í sambandi við viðhald og annað höfum við teygt okkur eins langt og við getum. Það er í raun og veru ríkið sem ákveður hvert þjónustustigið á að vera og Rauði krossinn hefur haldið að sér hönd- um eins og hægt er. En það er al- veg ljóst að ef ekki verður farið í ákveðna endurnýjun og annað kemur það niður á þjónustustigi.“ Allir sjúkrabílar á Íslandi eru í eigu Rauða krossins, sem keypti þá, útbjó tækjum og rekur. Á vef- svæði félagsins segir að bílarnir séu 77 á fjörutíu stöðum og að á venjulegu ári fari bílarnir 20-24 þúsund ferðir. Allur rekstrar- kostnaður er greiddur af Rauða krossinum. Sólveig segir að allir einstaklingar sem panta sjúkrabíl og eru fluttir með honum greiði sama gjald fyrir þjónustuna hvar á landinu sem þeir eru. Þegar um er að ræða sjúkraflutninga á milli sjúkrastofnana greiðir ríkið hins vegar fyrir það ákveðið gjald. „Það er mun meiri kostnaður en ein- staklingskostnaðurinn, og þannig er hægt að halda gjaldinu niðri.“ Meðal þess sem verður rætt í við- ræðunum er hvort hækka þurfi gjöldin vegna sjúkraflutninganna. Stór mál undir í samn- ingum um sjúkrabíla  Fyrirséð aukning sjúkraflutninga meðal þess sem rætt verður Morgunblaðið/Arnaldur Akstur Meiri þörf fyrir sjúkrabíla. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Samkvæmt fjárlögum ársins 2011 verður 447 milljónum króna veitt úr Ofanflóðasjóði til byggingar og við- halds snjóflóðavarna. Þessi upphæð er töluvert lægri en fjármagnstekjur sjóðsins, en samkvæmt ársreikningi síðasta árs var handbært fé hans meira en sjö milljarðar króna. Sjóð- urinn hefur þann tilgang einan að byggja upp varnarvirki á þeim stöð- um sem hætta er á ofanflóði, en sjóð- urinn var settur á fót í kjölfar hinna mannskæðu snjóflóða á Flateyri og í Súðavík árið 1995. Árlega greiða eig- endur allra brunatryggðra fasteigna 0,3% iðgjald í sjóðinn. „Þetta er bara orðinn einn skatturinn enn, sem er verið að láta hvern íbúa í landinu borga, sem er svo ekki nýttur í það sem á að nýta hann í,“ segir Jóhann Eðvald Benediktsson, mannvirkja- stjóri í Fjarðabyggð. Allt til reiðu nema fjármagn Frá því í lok árs 2008 hefur allt verið til reiðu til þess að bjóða út gerð þvergarðs og leiðigarðs í Tröllagiljum. Áætlaður kostnaður vegna þeirra framkvæmda er 1,3 milljarðar króna, sem dreifist á nokkur ár. Ofanflóðasjóður greiðir 90% kostnaðar, en sveitarfélagið brúar bilið. Páll Björgin Guðmunds- son, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir allt klárt hvað sveitarfélagið varðar, og gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjárhagsáætlun. „Það virðist vera eins og þessir peningar séu algjör- lega til reiðu. Það er stóra málið í þessu, að það fæst ekki fé til fram- kvæmda úr sjóðnum,“ segir hann. Jóhann segir Framkvæmdasýslu ríkisins hafa skilgreint fyrirhugaðar framkvæmdir sem mannaflsfrekar, og þær nefndar í kjölfar hrunsins sem verkefni sem vert væri að ráðast í. Rétt áður en bjóða átti verkið út var Fjarðabyggð hins vegar tilkynnt að ekkert fjármagn fengist úr sjóðn- um fyrr en árið 2013. Á Ísafirði og Siglufirði er sama uppi á teningnum, þar eru stór verk- efni tilbúin í útboð. Þau eru hins veg- ar undir sömu sök seld og fram- kvæmdirnar á Norðfirði, ekki fæst fjármagn úr Ofanflóðasjóði. Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur vakið athygli á málinu. Hann segir mik- ilvægt að hafa í huga að sjóðurinn hafi verið settur á fót til að vernda byggðina í landinu. „Mat sérfræð- inga á þessu sviði er það að það þurfi vörn á þessum stöðum. Þess vegna eru landsmenn allir að greiða ákveð- ið gjald á hverju ári til að fara í fram- kvæmdir á þessu sviði. Það er óheim- ilt að nýta þessa fjármuni til annarra verka, þeir safnast bara upp. Þess vegna finnst mér þetta svolítið kauðskt.“ Kristján segist ætla að taka málið upp í fjárlaganefnd. Vaxtatekjur hærri en fjárveitingar  Fjármögnun snjóflóðavarna óheimil Morgunblaðið/Kristján Vörn Varnargarður við Siglufjörð Allt til reiðu » Magnús Jóhannesson, for- maður stjórnar ofanflóða- nefndar, segir Ofanflóðasjóð vel í stakk búinn til að fjár- magna framkvæmdir á Ísafirði og Norðfirði. Hins vegar þurfi heimild í fjárlögum til. » Að sögn mannvirkjastjóra Fjarðabyggðar væri hægt að hefja framkvæmdir í vor, yrði ráðist í útboð á næstunni. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna frágangs við lóð tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á þessu og næsta ári er áætlaður 286,8 milljónir króna. Borgarráð samþykkti út- gjöldin á fundi sínum í liðinni viku. Framkvæmdirnar eru skýrðar í bréfi frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs borgar- innar, til borgarráðs. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi samið um að borgin beri kostnað af gerð gatna og gangstíga utan lóðar Hörpu og einnig innan lóðar, að því leyti sem um er að ræða almennings- rými og tengingar við gatna- og göngustígakerfið. Kostnaður borgarinnar vegna ólokinna framkvæmda utan lóðar er áætlaður 100 milljónir króna og kostnaður innan lóðar er 123,5 millj- ónir króna, samtals 223,5 milljónir. Samkvæmt samningi við Austurhöfn tekur Reykjavíkurborg einnig þátt í kostnaði við gerð Reykjatorgs með greiðslu upp á 110 milljónir á verðlagi árið 2004. Fyrri helmingur þeirrar fjárhæðar var greiddur í júlí 2008 og nú mun borg- in greiða 60% af síðari hlutanum, ásamt verðbótum. Þessi upphæð er nú 63,3 milljónir króna, með virðis- aukaskatti. Tæplega 40 milljónir munu því bætast við þannig að kostnaður verður um 325 milljónir. Í bréf Hrólfs kemur fram að í fjárhagsáætlun eignasjóðs borgar- innar fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir 180 milljónum til framkvæmda vegna Hörpu. Heildarkostnaður samkvæmt ofangreindu er hins veg- ar 286,8 milljónir og því þurfi að gera ráð fyrir allt að 106,8 milljónum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Borgin greiðir 290 milljón- ir vegna lóðar við Hörpu Morgunblaðið/Ómar Rúmt Pláss verður fyrir 1.800 gesti í stóra salnum í Hörpu.  Frágangur utan lóðar og innan Harpa rís » Samkvæmt síðustu útreikn- ingum sem birtir voru á vegum Austurhafnar nemur kostnaður við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna 27,5 milljörðum króna. » Harpa er að 54% í eigu ríkis og 46% í eigu borgar. » Hörpu á að opna 4. maí 2011. Ingi R. Jóhannsson skákmeistari og lög- giltur endurskoðandi, er látinn 73 ára að aldri. Ingi var fæddur 5. des. 1936, en for- eldrar hans voru Jó- hann Pétur Pálmason múrari og sjómaður og Ólafía Ingibjörg Óladóttir verkakona. Ingi tók versl- unarpróf og nam síð- ar endurskoðun. Hann fékk löggild- ingu sem endurskoð- andi árið 1968. Ingi starfaði í upphafi starfsferils síns í Búnaðarbankanum og Verzl- unarbankanum en um 1958 hóf hann að starfa við endurskoðun hjá End- urskoðendaskrifstofu Björns Stef- fensen og Ara Ó. Thorlacius. Hann varð meðeigandi að stofunni, en hún breytti síðar um nafn og hét þá Lög- giltir endurskoðendur og enn síðar Endurskoðunarstofan Deloitte. Ingi hóf ungur að tefla skák og var um tíma í fremstu röð Íslend- inga á því sviði. Hann varð Íslands- meistari fjórum sinn- um, 1956, 1958, 1959 og 1963. Hann varð skákmeistari Reykjavíkur sex sinnum á árunum 1954-1961 og árið 1961 varð hann skák- meistari Norð- urlanda. Ingi keppti margsinnis á alþjóð- legum skákmótum, þar á meðal ólympíu- mótum í skák. Eftir að Ingi hóf að starfa sem endurskoðandi gaf hann sér minni tíma til að sinna skáklistinni, en hann tefldi og spil- aði bridds í mörg ár. Hann var í kjörstjórn á Seltjarnarnesi í mörg ár. Eftirlifandi eiginkona Inga er Sigþrúður Steffensen (f. 14. febr. 1930) húsmóðir og bankastarfs- maður. Þau eignuðust þrjú börn, Björn Inga sem lést 1968, Árna sem er matvælafræðingur og Sigríði Ingibjörgu alþingismann. Andlát Ingi R. Jóhannsson Flutningabifreið lenti aftan á jeppakerru á Holtavörðu- heiði í gærdag. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en mikl- ar umferðartafir urðu á heiðinni þar sem flutningabíll- inn var þversum á veginum. Flytja þurfti tækjabúnað upp á heiðina til þess að færa flutningabílinn. Töluverð umferðarteppa myndaðist þar í kjölfar óhappsins og langar bílaraðir. Talsverður snjór og hálka var á heið- inni. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Óhapp og umferðartafir á Holtavörðuheiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.