Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 21
upp á sjónum og eftir það höfum við alltaf orðið nánari og nánari. Ég leit á þig sem stóra bróður. Sjórinn á eftir að verða einmana- legur án þín en ég geri mitt besta til að halda hlátrinum þínum lifandi. Ég heyri hláturinn þinn endalaust og ég mun aldrei gleyma þér. Hvar sem þú ert núna, veit ég að þú ert á góðum stað og munt taka á móti mér þegar tíminn kemur með Árna style. Þinn frændi, Arnór Sveinsson (Nóri litli frændi). Árni Freyr, þú varst alltaf uppá- halds frændi minn, alltaf skemmtileg- ur við mig og rosalega góður. Þú kenndir mér allt sem ég kann í fót- bolta og hvattir mig alltaf áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú skutlaðir mér alltaf ef mig vantaði far. Árni Freyr var frábær frændi og ég leit oft á hann sem stóra bróður minn. Við horfðum oft á fótbolta saman og héldum báðir með FH, en svo þegar það kom að Ensku deildinni þá var það ég sem hélt með Arsenal og hann með Liverpool og alltaf þegar Arsen- al-Liverpool voru að spila þá veðjuð- um við alltaf pening á „liðið okkar“. Vinir mínir hlökkuðu svo oft til að koma til mín, hitta þig og bögga þig, ég held að þér hafi ekkert fundist það leiðinlegt að atast í okkur litlu krökk- unum. Setningin sem hann kenndi mér og sagði við mig í hvert skipti sem ég hitti hann var: „Konur skúra, karlar chilla“. Árni var alltaf að biðja mig að koma á sjó með sér og langaði svo að fá mig í einn túr með sér. Þegar ég var lítill var hann líka að kenna mér að gera töffarastæla og vera „cool“. Ég man alltaf eftir honum á gamlárskvöld einu sinni þegar þeir bræðurnir Árni Freyr og Jón fóru út með mér að sprengja og ég var að hjálpa Árna Frey að kveikja í stóru tertunum. Ég á eina eftirminnilega stund sem ég mun aldrei gleyma. Árni Freyr og vinur hans voru að koma af kínversk- um matsölustað einu sinni og tóku matinn með sér heim til mín því þeir voru tveir að passa mig. Ég var svo rosalega svangur og vildi smakka og Árni Freyr sagði mér að smakka þetta og sagði að þetta væri paprika og ég trúði því og stakk þessu upp í mig í einum bita og byrjaði svo allt í einu að slefa því þetta var svo sterkt. Ég spurði Árna hvað þetta væri eig- inlega, hann sagði að þetta væri chili- pipar og hann og vinur hans sprungu úr hlátri meðan ég slefaði og slefaði því þetta var svo sterkt. Árni Freyr, þú varst frábær strák- ur. Ég mun alltaf hugsa til þín frændi minn (stóri bróðir minn). Ég get ekki hugsað mér að lifa án þín, langar svo að fá þig aftur. Þín verður sárt sakn- að. Þinn, Daniel Nicholl. Nú kveðjum við elskulegan frænda og samstarfsfélaga til margra ára sem féll frá fyrir aldur fram, aðeins 29 ára gamall. Hann átti bjarta framtíð fyrir sér ásamt Auði unnustu sinni er ör- lögin tóku völdin. Við minnumst Árna sem góðs drengs sem var léttur í lund og alltaf var stutt í glensið hjá honum. Hann var hvers manns hugljúfi og urðum við þess aðnjótandi bæði ég sem samstarfsfélagi um borð í Venusi og fjölskyldan sem minnist þeirra ánægjustunda hér á árum áður þegar fjölskyldurnar fóru saman í ferðalög og Árni kom með okkur í veiðiferðir. Megi góðar minningar um Árna Frey lifa. Elsku Ruth, Guðmundur, Auður, Jón, Guðrún, Kjartan og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð, megi Guð veita ykkur styrk. Haraldur, Valgerður og fjölskylda. Okkar frábæri vinur og vinnufélagi er látinn langt um aldur fram. Við skipshöfnin af frystitogaranum Venusi vorum saman í starfsmanna- félagsferð, í þetta sinn fórum við til Riga í Lettlandi ásamt mökum og vin- um okkar, en við vorum 60 saman í þessari örlagaríku ferð, mjög sam- rýndur hópur. Fréttin af slysinu kom sem reiðarslag yfir hópinn er við heyrðum í hverju Árni Freyr hafði lent, og afleiðingum þess. Árni Freyr var frábær persóna, ávallt léttur og kátur með einstakt lundargeð, hann var þægilegur í allri umgengni og átti auðvelt með að gantast og fá aðra til að taka þátt í því. Árni Freyr byrjaði ungur að stunda sjó með okkur á Venusi. Er hann hafði aldur til réð hann sig sem messi um borð, þaðan lá leiðin í há- setastarf, en undanfarið leysti hann af sem bátsmaður og fórst það vel úr hendi. Allir voru ánægðir að vera með honum á vakt, enda var hann góður vinnufélagi, ósérhlífinn og duglegur með framtíðina fyrir sér. Eftirsjá eft- ir góðum dreng er mikil í hjörtum okkar allra, en það verður seint skilið af hverju Guð almáttugur tók hann Árna Frey, þennan yndislega dreng, frá okkur, en Árni, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar allra. Við vottum foreldrum Árna Freys, unnustu, systkinum, öðrum ættingj- um og vinum okkar innilegustu sam- úð. Fyrir hönd áhafnarinnar á Venusi, Elliði Norðdahl Ólafsson. Eins ótrúlegt og það er, hefur góð- um og fallegum dreng verið kippt snögglega úr blóma lífsins. Lífið eins og við þekkjum það minnir enn og aft- ur á hversu hverfult það er og á stundum sem þessum svo afar ósann- gjarnt. Árni Freyr „litli“ bróðir Guð- rúnar æskuvinkonu okkar er fallinn frá og við minnumst hans ekki aðeins hér í fáeinum orðum, heldur líka í hjörtum og huga okkar um ókomna tíð. Þegar Árni Freyr fæddist fengum við vinkonurnar (þá 7 ára gamlar) að sjá hann í vöggu nýkominn heim af fæðingardeildinni. Hamingjan og stoltið hjá stóru systir var ólýsanlegt og vildum við allar eiga hlut í nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Eftir því sem árin liðu varð Árni Freyr vaxandi hluti af lífi okkar. Þau systkinin urðu nánari með aldrinum og þær voru ófáar stundirnar sem þau sátu saman, spjölluðu og hlógu, ekki síst að grín- inu í Árna Frey. Nærvera Árna Freys fór aldrei fram hjá neinum, hann var glaðlynd- ur, opinn og meinhæðinn einstakling- ur sem gat ávallt fengið mann til að hlæja. Hann sá vissulega húmorinn í flestöllum aðstæðum og gat enda- laust verið að fíflast og gantast. Árni Freyr átti stóran og fjölbreyttan vina- og kunningjahóp í gegnum tíð- ina en tilheyrði þó ávallt ákveðnum kjarna traustra vina. Í seinni tíð kynntist Árni Freyr eftirlifandi kær- ustu sinni, Auði Dögg, sem varð fljótt hluti af fjölskyldu Árna Freys og kærkomin viðbót í okkar vinkvenn- ahóp. Elsku Gvendur, Ruth, Guðrún, Auður, Jón Örn, Daníel og Bríet, hjá ykkur er hugur okkar og þið eigið alla okkar samúð. Við vonum að þið finnið styrk í minningunni um góðan og ljúf- an dreng. Hans verður sárt saknað. Fríða, Jenný og Sigrún. Þótt ég hugsi og leiti þá veit ég eig- inlega ekki hver er fyrsta minningin um okkur saman. Ætli það hafi ekki verið þegar þú spurðir mig hvort þú mættir skrifa í vinabókina mína að uppáhaldslagið þitt væri Þruma með AC/DC, því hvorugur okkar kunni að skrifa Thunderstruck. Eftir að við hittumst fyrst í sex ára bekk í Engi- dalsskóla urðum við snemma félagar í góðum vinahóp. Ég gæti rifjað upp óteljandi sögur af þér og okkur félög- unum þegar við vorum smápollar. Ósjaldan gerðum við bjölluat í norð- urbænum og gátum varla hlaupið í burtu því við hlógum svo mikið. Við vorum meðal fyrstu manna á flug- eldasölurnar á hverju ári og keyptum okkur bengalblys til að búa til nokkr- ar góðar bombur. Eftir áramótin söfnuðum við síðan jólatrjám og kveiktum risastóra brennu niðri í gjótu, aðallega til að geta stungið lögguna af, frekar en að horfa á bálið. Þú varst alltaf til í að bralla eitt- hvað og yfirleitt tókstu upp á ein- hverju sem fékk okkur til að hlæja eins og vitleysingar. Einn veturinn datt þér í hug að fela þig í niðamyrkri á bílastæðinu hjá blokkinni hans Danna og bregða mér hressilega þeg- ar ég var á leiðinni í skólann; engdist svo um af hlátri meðan ég náði and- anum. Ég hefndi mín og eins og svo oft þá varð þetta að keppni sem var- aði þar til morgnarnir urðu bjartir. Heima hjá þér leið mér alltaf vel, enda tóku mamma þín og pabbi og systkini mér ávallt opnum örmum. Þegar við vorum 10-12 ára gamlir skiptumst við á að gista hvor hjá öðr- um nokkrar nætur. Við vöktum langt fram eftir nóttu, komnir með svefn- galsa og í hláturskasti, enda vorum við búnir að háma í okkur pítsu og kók, horfa á eina ræmu og hanga síð- an í Punch Out þar til við komumst að lokabardaganum á móti Mike Tyson. Þessi tími var algjör snilld! Við byrjuðum snemma að lifa fyrir fátt annað en íþróttir. Um tíma gerð- um við varla annað en að spila hand- bolta, fótbolta og körfubolta í alls kyns veðrum, oft klukkustundum saman, stundum þar til við hættum að hitta boltann vegna myrkurs. Þú varst keppnismaður, enda FH-ingur inn að beini. Við æfðum í FH og ég gleymi því seint þegar við hágrétum eftir að hafa tapað úrslitaleiknum á EMS-mótinu. Við lifðum fyrir þetta og vorum enn sömu grallararnir þeg- ar við fórum á Partille Cup 16 ára gamlir. Unni tók brandarahringinn og við neituðum að sofna því við vor- um komnir með magakrampa af hlátri! Ég gæti haldið svona áfram og ábyggilega skrifað heila bók um þig og okkur félagana úr Víðó. Maður gat alltaf treyst því að þú værir í dúndr- andi stuði þegar við slógum upp par- tíi, störtuðum giggi heima hjá Manna eða kíktum eitthvað út á land. Þessar minningar mun ég varðveita. Elsku vinur. Betri vin er vart hægt að hugsa sér. Þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Ég bið fyrir foreldrum þínum, systkinum og öðrum ástvinum sem nú ganga í gegnum mikla sorg og erfiðan missi. Þeim sendi ég mína innilegustu samúðarkveðju. Megi guð styrkja þau og vernda. Guð geymi þig Árni minn. Við hitt- umst svo hinum megin. Ég er strax farinn að hlakka til. Stefán Þór Sigtryggsson.  Fleiri minningargreinar um Árna Frey Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 ✝ Ástvinur okkar, BETÚEL BETÚELSSON, Fjarðarseli 11, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, Stefán Örn Betúelsson, Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Guðjón Arnar Betúelsson, Hanna Kristjana Gunnarsdóttir, Hildur Björk Betúelsdóttir, John Mar Erlingsson og barnabörn.✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORLEIFUR HALLBERTSSON áður Suðureyri Súgandafirði, Lautasmára 5, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða Ljósið. Sigríður Kristjánsdóttir, Kristján Þorleifsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ingunn M. Þorleifsdóttir, Leó Pálsson, Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Sölvi Bragason, Sigþór Þorleifsson, Aðalheiður Gylfadóttir, Hrafnhildur Þorleifsdóttir, Davíð Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma okkar, INGIBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, lést að morgni sunnudagsins 24. október á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Hartmann Eymundsson, Hannes Hartmannsson, Jóhanna Hartmannsdóttir, Dóra Hartmannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Didda, Lágabergi 3, Reykjavík, lést fimmtudaginn 28. október á dvalarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Erla Þórðar, Ágúst Úlfar Sigurðsson, Helga Ágústsdóttir, Marco Solimene, Inga Ágústsdóttir, Philip Farren, Særún Luna og Drífa Rán. ✝ INDRIÐI GUÐJÓNSSON vélstjóri, lést fimmtudaginn 28. október á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Emmubergi, Grandavegi 47, Reykjavík, er látinn. Jarðsett verður frá Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd miðvikudaginn 10. nóvember kl. 14.00. Guðríður Friðlaug Guðjónsdóttir, börn, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur, GÍSLI HAUKSSON, lést föstudaginn 29. október. Karen S. Kristjánsdóttir, Unnur Gísladóttir, Einar Ómarsson, Anna Kristín Gísladóttir, Unnur Gísladóttir, Haukur Berg Bergvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.