Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 sókn hjá okkur. Ný ýsa í kvöldmatinn, það var uppáhald allra. Systkinin Dagbjört og Gunnar strax farin að takast á um pólitík með tilheyrandi vestfirskum hávaða. Við Jóhann í ró- legu spjalli um öll heimsins mál. Það var alltaf friður í kringum okkur Jó- hann. Krakkarnir að leika, Daníel Ernir litli frændi loksins kominn í heimsókn. Hann er sætastur af því hann er minnstur segir Dýrleif. Leif- ur gerir tilraunir með ömmustólinn hans, hversu langt er hægt að spenna hann upp og láta hann hoppa og Vé- steinn sér að Daníel á öðruvísi snudd- ur en hann og er því alveg sáttur. Við vorum svo heppin að fá að njóta sam- vista við Dagbjörtu og Jóhann, alltaf þegar þau komu til landsins. Nú eru þessar stundir dýrmætar minningar sem fylgja okkur alla tíð. Ein slík er þegar við ákváðum að skreppa kvöld- stund til Hesteyrar í sumar og fá okk- ur kjötsúpu hjá Binnu. Við létum ömmu og afa í Króknum um að passa öll litlu börnin. Kvöldið var dásamlegt í íslenskri náttúru eins og hún gerist fegurst. Við hugsuðum um hvað það væri gaman þegar ungu hjónin myndu flytja heim þar sem náminu færi senn að ljúka. Við vorum með plön um að byggja saman sumarbú- stað á Vestfjörðum og gera ýmislegt fleira sem lífið hefur upp á að bjóða. En svona er þessi tilvera, eitt augna- blik, eitt rangt augnablik og Dagbjört og Jóhann eru farin. Elsku vinir okkar, yndislega Dag- björt og yndislegi Jóhann, voru fyr- irtaks manneskjur; falleg að utan sem innan, alltaf lífsglöð, einstaklega dug- leg og tilbúin að bjóða fram aðstoð sína um hvaðeina sem var. Þau voru elskulegir vinir og það var alltaf fjör í kringum þau. Eftir stendur mikill söknuður og góðar minningar. Litli Daníel er nú framtíð þeirra, dásam- legur drengur og gleðigjafi allra ætt- ingja og vina. Hann er hluti af okkar fjölskyldu og við munum umvefja hann allri okkar ást. Megi náð og frið- ur vera með Dagbjörtu og Jóhanni. Úlfhildur og Gunnar. Elsku Dagbjört. Orð verða oft svo undarlega máttlítil í samanburði við bláköld örlög – örlög sem bundu enda- lok á jarðvist þína og ástkærs unn- usta. Mig setti hljóða er ég frétti af andláti þínu og Jóhanns – slysin virð- ast ekki gera boð á undan sér. Í kjöl- farið hugsaði ég um jákvæðar minn- ingar, þegar við unnum hjá Iceland Express. Þá var fyrirtækið enn kornabarn í vöggu og hafði ekkert annað takmark en að dafna. Og við áttum þátt í því. Ég minnist samveru okkar og félagsskapar þegar við feng- um oftar en ekki það hlutverk að sýna erlendum flugfarþegum, gestum Ice- land Express og blaðamönnum, allt það besta sem Reykjavík hafði upp á að bjóða. Þá var oft mikið hlegið og húmorinn allsráðandi, enda ekki við öðru að búast. Tilsvör þín gátu oft ver- ið ansi hnyttin en gátu líka komið manni í opna skjöldu, sbr. er þú sagðir eitt sinn við mig: „Ég verð ekki gömul – ég bara veit það.“ Ekki vissi ég á þeirri stundu, hvort þú vissir þín eigin örlög, enda ræddum við þetta ekkert frekar. En þessi orð þín geymdi ég hið innra og við andlátsfregn þína rifjað- ist þetta allt upp fyrir mér – merki- legt. En þér tókst hið stóra ætlunar- verk þitt: að verða móðir. Daníel Ernir, litli fallegi sonur ykkar, mun fá alla mögulega ástúð, báðum heimum frá. Að lokum langar mig að vitna í Spámanninn, eftir Kahlil Gibran, sem án efa hefur veitt mörgum lesendum huggun: Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. Hvíl í friði, Magnea Ólafs. Hvernig á maður að koma orðum að þessu. Þegar svona ungt fólk er tekið frá okkur í blóma lífsins þá skortir mann orð til að segja og skrifa. Ég er enn að átta mig á því hvað það var sem gerðist. Að nú geti ég bara talað við hana Dagbjörtu í hjarta mínu og rifjað upp allt sem okkur fór á milli og allar góðar stund- ir sem við áttum, öll skiptin sem við hlógum saman. Dagbjörtu var ég búin að þekkja í mörg ár. Sambandið hélst alltaf þó svo að við værum hvor á sínum staðn- um í heiminum. Og alltaf talaði hún um það að hún vildi ekki stofna til fjölskyldu fyrr en að hún væri búin að finna þann eina rétta fyrir sig og koma sér vel fyrir í lífinu. Þegar hún sagði mér frá Jóhanni, sem ég fékk því miður aldrei að kynnast nema bara með orðum Dagbjartar og myndum sem hún sýndi mér; hún ljómaði öll þegar hún sagði mér frá manninum sem var kominn inn í líf hennar. Og þegar hún sagði mér frá litla gullmolanum þeirra sem var væntanlegur. Líf hennar var loksins á leiðinni þangað sem hún vildi að það stefndi. Og núna fá þau að fara saman inn í eilífðina og ekkert mun geta að- skilið þau. Saman munu þau vaka yfir syni sínum og halda verndarhendi yf- ir honum og fylgjast með honum vaxa og dafna. Hún var svo jákvæð og sterk í gegnum lyfjameðferðina og var svo bjartsýn á að allt hefði gengið vel þegar ég talaði við hana nokkrum dögum fyrir þetta hræðilega slys sem gerði stórt skarð í líf okkar allra. Því að þennan örlagaríka dag var ynd- islegt fólk tekið frá okkur og frá hon- um Daníel Erni litla. Eins og allir segja þá geislaði af henni Dagbjörtu hvar sem að hún kom. Hún var sann- ur vinur vina sinna. Daníel Ernir og aðstandendur Dagbjartar og Jóhanns, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð á þessum sorgartímum. Megi Guð leiða ykkur í gegnum sorgina og gefa ykkur styrk til að takast á við hana. Minning þeirra lifir í hjörtum okkar allra. Með tárin í augun skrifa ég þessi síðustu orð til Dagbjartar og Jó- hanns. Hvílið í friði. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Snjólaug María Jónsdóttir. Bjartur drengur og fagur, bros- mildur, hlýr og og uppátækjasamur með eindæmum. Hann var góðum gáfum gæddur allt frá fyrstu tíð. Þetta er Jóhann. Yngstur af þremur bræðrum naut hann þeirra forrétt- inda að komast upp með ýmislegt sem yngstu bræður komast upp með. Einhvern tíma ætlaði hann sér að verða ríkur á verðbréfabraski og byrjaði að fjárfesta fyrir fermingar- peningana, svo þurfti að kapalvæða Holtsgötuna en ég náði aldrei ná- kvæmlega hvað var verið að kapal- væða því það var endalaust verið að bora og þræða, tengja og stilla. Enda gekk húsið undir því forláta viður- nefni ostahúsið. Þetta reyndist vera góður grunnur fyrir þá framtíð sem Jóhann valdi sér svo í námi og starfi. Reyndar þeir allir félagarnir. Á Holtsgötunni var gott að vera og gott að alast upp. Þar var Jóhann þekktur fyrir að „leggja í bleyti“ en það var nú ekki undir þeim formerkj- um að hjálpa móður sinni með þvott- inn. Heldur voru það matarvenjur Jó- hanns sem voru svo skemmtilega oft til umræðu við eldhúsborðið. „Hvað var Jóhann að leggja í bleyti núna,“ og svarið kom endalaust á óvart. Bara það sem til var í skápnum, demba því í glas og sletta smávökva yfir, sama hvers kyns. Eins hafði Jó- hann alveg afbragðsgóðan nammis- mekk. Hann vildi nefnilega alltaf það sem ég vil ekki og öfugt. Macintosh- dollunum var skipt bróðurlega á milli okkar (áður en aðrir komust í þær auðvitað) þegar þannig bar við. Í öllum þeim vangaveltum sem flogið hafa um kollinn minn síðustu daga rifjaði ég upp samtal sem við Jó- hann áttum fyrir þó nokkrum árum um áhugamál mitt sem ég stundaði, hestamennsku. Honum fannst alveg hreint stórmerkilegt að manneskja legði það á sig að moka skít á hverj- um degi fyrir nokkra reiðtúra. Ég hefði gjarnan viljað rifja þetta samtal upp með honum einhvern daginn og inna hann í leiðinni eftir fyrstu kúka- bleiunni sem hann skipti á hjá syni sínum. Ekki vafðist sú list fyrir hon- um eða sú ást og umhyggja sem hann bar fyrir yndislegum syni sínum og tók þátt í þeim skyldustörfum sem heiðursverk væru. Þessi minningabrot eru einungis hluti af þeim arfi sem skilinn er eftir hjá okkur. Það verður svo okkar ljúf- sára hlutverk að koma þeim áfram til Daníels Ernis þegar fram líða stund- ir, hlátur og grátur haldast hönd í hönd en væntumþykjan og góðu stundirnar gleymast aldrei og eru huggun harmi gegn. Elsku Jóhann og Dagbjört, megi ljós ykkar skína skært og bjart um ókomna tíð. Hrafnhildur Ýr. Kæri vinur. Ótrúlegt að þú sért farinn, lífið getur verið svo óútreikn- anlegt. Ég kynntist þér á sundæfingu þeg- ar við vorum stubbar. Þú varst ótrú- lega öflugur í lauginni og frábær fé- lagi. Við fórum saman í ófáar æfingabúðirnar, utanlandsferðir og keppnisferðir bæði innanlands og ut- an. Alltaf svo mikið stuð í kringum þig, algjör snillingur. Líka alltaf svo hvetjandi og jákvæður. Það var ekki erfitt að plata þig til að keppa á landsmótinu á Akureyri í fyrra. Alltaf til í allt. Þú, Hemmi og Gummarnir tveir fóruð á kostum í boðsundinu, nýkomnir af djamminu og ekki í neinu formi. Held ég hafi sjaldan hlegið jafnmikið og þegar ég horfði á endasprettinn þinn í 100 m skriðsundi, alveg ómetanlegt. Ef eitthvað þarfnaðist lagfæringar þá varst þú kominn í málið, sannkall- aður þúsundþjalasmiður. Sama hvort það var biluð fjarstýring eða laus hurðarhúnn varst þú farinn að rífa í sundur og komast að rótum vandans. Elsku Jóhann, þín er sárt saknað. Elskulegri mann er ekki hægt að finna. Guð styrki fjölskylduna þína og vini í þessari gríðarlegu sorg. Þín sundsystir, Sigurbjörg. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR BÁRÐARSONAR frá Heiði í Mývatnssveit, Krummahólum 8, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Marta Kristín Stefánsdóttir, Björg Wessing, Lars Wessing, Sigrún Sigurðardóttir, Vignir Ólafsson, Rebekka Sigurðardóttir, Jósef Smári Ásmundsson, barnabörn og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð við fráfall, SIGRÚNAR FRÍÐAR PÁLSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Kirkjuhvols. Guð blessi ykkur öll og störf ykkar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elías Eyberg Ólason. ✝ Móðir okkar, KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR frá Galtará, í Gufudalssveit, sem andaðist á Hrafnistu laugardaginn 16. október, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Elías Guðmundsson, Bryndís Guðmundsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Hagamel 30, lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. október. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Þorvaldur Geirsson, Helga Guðjónsdóttir, Lovísa Geirsdóttir, Valgerður Geirsdóttir, Viktor A. Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elsku litlu dóttur okkar og barna- barns, ÁLFRÚNAR EMMU GUÐBJARTSDÓTTUR. Guðbjartur Ólafsson, Hugrún Hörn Guðbergsdóttir, Ólafur M. Jóhannesson, Þórdís G. Stephensen, Guðberg Þórhallsson, Sigrún Stefánsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR J. CLAESSEN ljósmóðir, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 24. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Baldur Bjarnarson, Ragnar Bjarnarson, Þorsteinn Bjarnarson, Guðmundur Bjarnarson, Jón Bjarnarson, Tómas Kárason, Ágúst Kárason, Kári Kárason, Ágúst Guðmundsson, Gunnlaugur Ágústsson, Guðmundur Ágústsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Jón Jónsson og barnabarnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.