Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2010 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Ríkisstjórnin hefur verið á rangri leið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á blaðamannafundi í gær. Hann seg- ir að ef rétt hefði verið haldið á spöðunum sæi nú fyrir endann á samstarfi ríkisins og Alþjóða gjald- eyrissjóðsins, og efnahagsbatinn ætti að vera orðinn sýnilegur. Hann sagði að þvert á móti væri staðan „einungis að versna“. Van- hugsaðar aðgerðir í skattamálum, aðgerðaleysi við úrlausn skulda- vanda heimila og fyrirtækja og mótstaða við uppbyggingu atvinnu- lífs væru ástæður þess að efna- hagsbatinn hefur látið á sér standa hér á landi. Á fundinum kynnti Bjarni þings- ályktunartillögu sem allir þing- menn flokksins flytja þegar þingið tekur aftur til starfa síðar í vik- unni. Í tillögunni er mælt fyrir um það að Alþingi verði falið að ráðast í viðamiklar aðgerðir, „til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum“. Bjarni segist bjartsýnn á að hug- myndir þingflokksins njóti hljóm- grunns á þingi. „Ég vonast til þess að þær fái umræðu og ég veit að það er breiður stuðningur við flest af því sem við erum hér að tala fyr- ir. Ég finn fyrir því í þinginu að fólk vill grípa tækifærin sem eru til staðar. En við höfum óstarfhæfa ríkisstjórn í landinu, sem hefur verið að nota lægsta samnefnara í samstarfi sínu til þess að grund- valla stefnuna í landinu, og fólk er búið að fá nóg af því.“ 22.000 störf á þremur árum Á aðgerðalistanum, sem alls er í 41 lið, er lagt til að skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar verði látn- ar ganga til baka að fullu á næstu tveimur árum. Breytt rekstrarskil- yrði fyrirtækja, einkum smárra og meðalstórra, skynsamleg nýting auðlinda og afnám óhagkvæmra skatta, vörugjalda og verndartolla, eru meðal þeirra aðgerða sem haldið er fram að skapað geti um 22 þúsund störf á næstu tveimur til þremur árum. Hvað auðlindanýt- ingu varðar er lagt til að þorskafli verði aukinn um 35 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, og afla- heimildunum ráðstafað þegar í stað, á grundvelli aflahlutdeildar. Í þingsályktunartillögunni er jafnframt lagt til að greitt verði fyrir framkvæmdum í Helguvík og á Bakka, arðbærum verkefnum verði hrint í framkvæmd í sam- starfi við lífeyrissjóði, og skattkerf- ið verði endurbætt í því skyni að skapa ný störf og vernda þau sem fyrir eru. Það er til að mynda lagt til að skattafslættir vegna rannsókna og þróunarstarfs verði auknir, fyrir- tækjum sem bæti við sig starfsfólki verði veittur afsláttur af trygging- argjaldi og að ný fyrirtæki verði al- farið undanskilin greiðslu trygg- ingargjalds. Ekki of dýrt í framkvæmd Auk aðgerða í þágu atvinnulífs- ins er mikil áhersla lögð á skulda- vanda heimila og fyrirtækja í þingsályktunartillögunni. Lækkað- ir skattar, bætt úrræði varðandi greiðsluaðlögun og stytting fyrn- ingarfrests krafna í kjölfar gjald- þrota er á meðal þess sem lagt er til. Jafnframt er lagt til að húsa- leigu- og vaxtabótakerfin verði styrkt í þágu hinna verst stöddu. Aðspurður segist Bjarni ekki telja að boðaðar aðgerðir muni reynast ríkisstjórninni ofviða fjár- hagslega, en kostnaður vegna skattkerfisbreytinganna einna hlypi á tugum milljarða króna. Það sé ekki bara þannig að tillögur þingmanna Sjálfstæðisflokksins geti lokað fjárlagagatinu, heldur hafi skattahækkanir ríkisstjórnar- innar beinlínis „virkað í öfuga átt“. Hækkun tekjuskatts á einstaklinga hafi ekki skilað því sem til var ætl- ast, og „hringlandaháttur í skatt- kerfinu“ hafi fælt fjárfestingu frá. Morgunblaðið/RAX Valhöll Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnir þingsályktunartillögu sem flutt verður af öllum þingmönnum flokksins. Vilja lækka skatta á ný  Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti í gær aðgerðaáætlun í 41 lið  Vill verja velferð og styðja við skuldug heimili og atvinnuuppbyggingu Talsvert mikið tjón varð þegar eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Gröfunnar ehf. við Eirhöfða í Reykjavík í fyrrinótt. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna eldsvoðans. Enginn var inni í húsnæðinu þeg- ar eldurinn kom upp, en talið er að kviknað hafi í bíl innandyra og eld- urinn borist í þak hússins. Erfiðlega gekk að komast að eld- inum, en slökkvistarfi lauk um kl. 8 í gærmorgun. Mikið tjón í bruna á verkstæði Talið er að kviknað hafi í bíl innandyra Eldsvoði Talsvert tjón varð í elds- voðanum við Eirhöfða í gær. Slökkviliðið á Akureyri var með talsverðan viðbúnað í gær vegna tilkynningar um eiturefnaslys í verksmiðjum Becromal við Krossanes. Tilkynning um slysið barst laust fyrir klukkan hálf þrjú og voru sendir tveir sjúkrabílar á staðinn, auk dælubíls. Ekki alvarlega slasaðir Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins voru tveir starfs- menn fluttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið á sig natríum hýdrox- íð. Þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir og reyndist skaðinn minni en menn töldu í upphafi. Var annar starfsmaðurinn að þrífa tækjabúnað með efninu þeg- ar slanga losnaði og sprautaðist efnið á þá í litlu magni. Þetta gerðist í opnu rými, sem var vel loftræst. Starfsmenn brugðust strax við samkvæmt viðbragðs- áætlun og voru þeir skolaðir og meðhöndlaðir á réttan hátt skv. upplýsingum Slökkviliðs Akureyr- ar. Eiturefnaslys í Becromal Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Gagngerar endurbætur eru nú í vændum á Hótel Loftleiðum og munu þær hefjast um og upp úr ára- mótum. Þar á meðal eru áætlaðar breytingar á veitingaþjónustunni, að því leyti að hún hættir að vera sjálf- stæð rekstrareining á vegum JT veitinga, sameinast reksturinn rekstri Icelandair Hotels. Að sögn Sólborgar Steinþórs- dóttur, hótelstjóra Hótel Loftleiða, eru engar uppsagnir áætlaðar sam- hliða breytingunum í veitingaþjón- ustunni, heldur mun sama starfsfólk fylgja rekstrinum. „Við ætlum að taka veitingareksturinn í okkar hendur sem hluta af hótelrekstr- inum og það verða kannski einhver störf sem breytast, en það verða engar stórvægilegar breytingar.“ Kostar hátt í milljarð Hótel Loftleiðir endurnýjaði í sumar leigusamninga við fasteigna- félagið Reiti, eiganda húsnæðisins, til ársins 2025. Samningarnir fólu í sér að ráðist yrði í endurbæturnar, en kostnaður við þær mun nema hátt í 1 milljarð króna. Þegar var hafist handa við endurbætur á 74 herbergjum og lýk- ur þeim í desember. Í ársbyrjun 2011 hefjast svo endurbætur á gestamóttöku og sundlaug, auk veit- ingasalanna. Sólborg segir að hótelið verði að fullu opið á meðan endur- bæturnar standa yfir. Stefnt er að því að hjónin Frið- rik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir, sem ráku veitinga- staðinn Friðrik V á Akureyri, muni koma að veitingaþjónustunni á Hót- el Loftleiðum að sögn Sólborgar. Þau hafa síðustu mánuði átt í sam- starfi við Edduhótelin, sem einnig eru rekin af Icelandair Hotels. Jón Ögmundsson, veit- ingamaður hjá JT veitingum, segir enn óráðið hvað fyrirtækið muni taka sér fyrir hendur þegar starf- seminni verður hætt á Loftleiðum. Breytingar á veitinga- rekstri Loftleiðahótels  Reksturinn færist yfir til hótelsins  Engar hópupp- sagnir vegna breytinganna  Liður í miklum endurbótum Morgunblaðið/Heiddi Loftleiðir Þangað hafa margir sótt bæði jólahlaðborð og erfidrykkjur. Sjálfstæðismenn leggja til að greiðsluaðlögunarúrræði verði einfölduð og að öllum sem eftir því óska standi til boða að minnka greiðslubyrði fast- eignalána um 50% í þrjú ár. Þeim sem missa atvinnu standi það til boða að frysta afborganir af fast- eignalánum í allt að hálft ár. Fram kom í máli Bjarna Benedikts- sonar að flokkurinn legðist gegn hugmyndum um almenna niður- færslu skulda. Með boðuðum úr- ræðum væri hins vegar létt undir hjá stórum hluta fólks. Auk áð- urnefndra úrræða er lagt til að þeir sem missi húsnæði sitt vegna skuldavanda geti áfram búið í því „gegn hóflegri greiðslu“ í allt að fimm ár, og haldið forkaupsrétti. Jafnframt verði fyrningarfrestur krafna eft- ir gjaldþrotaskipti styttur frá því sem nú er. Engin almenn niðurfærsla ÚRRÆÐI TIL HJÁLPAR SKULDUGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.