Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 90

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 90
ZÁAennincjartencjsf cffffíaníu oy jsfancfs í öllum tíðindabréfum sem félagið gaf út 1979-1983 var fjallað um sambandsslitin á milli Kína og Albaníu. Minna var um gagnrýni á Sovétríkin og endurskoðunarsinna, og lítið var fjallað um albanska menningu og listir. Birtir voru kaflar á íslensku úr bók Envers Hoxha, Hugleiðingum um Kína. Bókin er dagbók leiðtogans frá því tímabili sem vinátta Albaníu og Kína hófst, til sambandsslita þeirra. í þessum köflum var kommúnistaflokkur Kina fordæmdur fyrir svik við marx- lenínismann og fyrir að vera endurskoðunarsinnaður flokkur.30 I hátíðarriti, sem félagið gaf út í tilefni af 35 ára afmæli frelsunar Albaníu frá fasistum, 29. nóvember 1979, var menningu og listum í Albaníu gerð meiri skil en hafði verið í tíðindabréfum félagsins. I ritinu voru greinar um albanskar bókmenntir og birt voru ljóð eftir albanska höfunda. Stutt ágrip var birt um sögu Albaníu og fjallað var um jafnréttisbaráttu kvenna í landinu. Itarleg grein í ritinu íjallaði um stjómskipulagið í landinu og var því lýst sem alræði öreiganna þar sem verkalýðurinn færi með öll völd í verksmiðjum og réðu sjálfir yfir framleiðslutækjunum. Til að útiloka að þeir sem ynnu ekki við framleiðslu, eða skriffinnar eins og þeir voru kallaðir í greininni, ykju áhrif sín í landinu, vom þeir sendir í verksmiðjumar til starfa einu sinni á ári: „[Þjegar verkalýðsstéttin talar, þegja skriffinnamir“ eins og það var orðað í greininni.31 Félagið gaf út Albaníuhefti árið 1989.1 því var sérstaklega tekið fram að MAI væri ópólitískt félag og að félagsmenn ættu það sameiginlegt að hafa áhuga á menningu landsins og fomri sögu þess. Þá var átt við sögu Illerýumanna sem eru forfeður Albana. Allir þeir sem höfðu áhuga á Albaníu vora boðnir velkomnir í félagið.32 Eigi að síður var mikill pólitískur undirtónn í heftinu. I því vora lofgreinar um stjómartíð Envers Hoxha, sem lést árið 1985. Fjallað var um perestrojka og glasnost umbótaáætlun Sovétríkjanna á mjög neikvæðan hátt í grein sem tekin var úr málgagni Flokks vinnunnar. Hún var talin afsprengi þeirrar kreppu sem sovéska endurskoðunarstefnan væri í og tæki sem átti að ryðja í burtu síðustu hindranum í átt að fullkomnu kapítalísku þjóðfélagi. I greininni var fullyrt að þær efnahagsþrengingar sem Sovétríkin væru að fara í gegnum væra afsprengi endurskoðunarstefnunnar sem leiðtogar landsins höfðu fylgt frá dauða Stalíns. Félagsmenn unnu við að þýða valda kafla úr Hugleiðingum um Kína strax og félagið hafði verið endurreist 1979. Myndaðir vora þýðingahópar þar sem allir félagsmenn þýddu hluta af albönskum ritum sem stjómin hafði ákveðið. Arið 1980 var byrjað á að þýða Heimsvaldastefnuna og byltinguna eftir Enver Hoxha og lauk verkinu sex áram seinna. Þessi bók var umfangsmesta kynning félagsins á albönskum stjómmálum og jafnframt eina bókin sem það gaf út. Bókin var kynnt sem marx-lenínísk skilgreining á þróun heimsmála frá lokum seinni heimssfyrjaldar fram til 1979 og svar við „tröllheimskum ásökunum kínverskra leiðtoga á Albaníu." Enver Hoxha lýsir því hvemig endurskoðunarsinnar sviku málstað byltingarinnar, fyrst Títóistar, svo „Krjústsjeffistar“ og svo síðast kínverskir endurskoðunarsinnar. Evrópukommúnistar eru sömuleiðis mikið gagnrýndir í bókinni. Taldi hann þá vera jafn slæma og endur-skoðunarsinna.34 Stjóm MAÍ hóf að vinna að þýðingu bókarinnar Evrópukommúnismi er and-kommúnismi, en náði ekki að Ijúka henni áður en félagið var lagt niður. ferðír fjsfencfínja tif c/Bffíaníu Albanía var talin einangraðasta ríki Evrópu meðan Flokkur vinnunnar var við völd og einhverskonar stalínísk eyja. Albanskt samfélag var mjög ólíkt því sem Vestur-Evrópubúar áttu að venjast. Einkabilaeign var bönnuð og persónudýrkun á Enver Hoxha var mjög mikil. Flestar ferðir Islendinga til Albaníu í tengslum við MAI voru famar á tímabilinu 1979-1989. MAÍ hvatti fólk til að heimsækja Albaníu og kynnast með eigin augum uppbyggingu sósíalismans í landinu. í ritum frá félaginu var lögð áhersla á að landið væri ekkert líkt því sem menn áttu að hafa kynnst áður, þar sem það var algjörlega laust við verðbólgu, verðhækkanir og skriffinnsku sem hrjáði landsmenn hér.35 Auk þess var lögð áhersla á að landið væri laust við alla „kóka kóla menningu" og að ferðamenn þangað gætu ekki búist við því að vera teknir á neinn hátt fram yfir Albani sjálfa. I þessum ferðum var boðið upp á heimsóknir til verksmiðja, samyrkjubúa og til listasafna og menntastofnana. í öllum tilfellum var um að ræða hópferðir og tækist ekki að mynda hóp hér á íslandi gat viðkomandi farið sem hluti af stærri hóp frá Norðurlöndunum. Ferðimar, sem voru í boði stofnunar sem sá um menningartengsl við útlönd eða Flokks vinnunnar, vora famar á eigin spýtur. Aðrar ferðir MAI vora famar á vegum menningartengslafélaga á Norðurlöndunum. Ferðatilhögunin var mismunandi. Ymist var flogið frá Róm, Kaupmannahöfn, Búdapest eða Vín til Tírana. Þessar flugleiðir vora ekki tíðar. Oft var einungis flogið einu sinni í viku og stundum féllu þær alveg niður. Ferðimar vora seldar sem pakkaferðir og var innifalið í þeim flug til Albaníu, hótelgisting og stundum máltíðir og skoðunarferðir. MAI sá um að útvega vegabréfsáritun. Hópur fólks frá Norðurlöndunum í heimsókn í Albaníu árið 1978. Mjög misjafnt var hvemig fólk hafði skynjað eðametið heimsóknina til Albaníu. Sumum fannst þjóðfélagsgerðin heillandi og uppbyggingin í landinu til fyrinriyndar fyrir sósíalískan markaðsbúskap. Aðrir litu aðstæður í landinu gagnrýnni augum og vora ekki eins heillaðir. AAffanía ©cj vinstri fireyjinyar á fjsfancCi á niuncfa áratucjnum Menningartengsl Alfianíu og íslands vora ekki fonnleg pólitísk samtök þótt efnið sem félagið gæfi út fjallaði mikið um heimspólitík og deilur meðal sósíalísku ríkjanna frá sjónarhomi Albaníu. Baráttusamtökin fyrir stofnun kommúnistaflokks eða BSK, vora stofnuð árið 17. október 1981. Tilgangur samtakanna var að byggja upp sterkan marx-lenínískan flokk sem myndi leggjast algerlega gegn allri stéttasamvinnu og hafa stéttabaráttu verkalýðsins að leiðarljósi. I málgagni BSK, Rödd byltingarinnar, var Albanía oft í brennidepli: Því er til að svara að BSK líta á það sem skyldu sína við alþjóðahyggju öreiganna að halda uppi vöm fyrir land sósíalismans - eina föðurland verkalýðsstéttarinnar og sfyðja baráttu verkalýðs annarra landa fyrir frelsi og sósíalisma. Albanskir kommúnistar veita einnig öflugan stuðning baráttu annarra þjóða - einnig hér á íslandi, fyrst og fremst á pólitíska og hugmyndafræðilega sviðinu.36 Ekki var bara skrifað um þróun sósíalismans i Albaníu, heldur voru tilkynntar verðlagsbreytingar á nauðsynjavöram og neysluvöram í landinu og hve miklar þær vora í prósentum. Samtökin urðu ekki langlíf og störfuðu einungis í fjögur ár. Ekki voru nein formleg tengsl á milh BSK og MAÍ en flestir sem störfuðu í BSK voru virkir félagsmenn í MAI. Þeirra á meðal vora Þorvaldur Þorvaldsson, formaður félagsins, og Þorleifur Gunnlaugsson stjómarmaður. ^Star jZAfCenninyartenjsfa Z/Bffaníu oy rjsfancfsfrá jySj5 tif encfafofaJoess Jyyz Frá 1983 til 1989 var tiltölulega lítil starfsemi innan félagsins. Enginn aðalfundur var haldinn á þessu tímabili og engin tíðindabréf gefin út. Astæðan fyrir þessari lægð var ágreiningur meðal félagsmanna sern gerðu starfsskilyrði erfið innan félagsins. Einn félagsmaður, Þorvaldur SS ‘fjajj/nir 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.