Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 43
y iötiorf jsfencfinja tifcljúastriðóins l8yy-iy oz A móti kom að dagblaðið Daily News lagðist gegn stríðinu 1901 eftir að fijálslyndir eigendur keyptu blaðið.50 í Fjallkonunni sagði í febrúar 1900: „Ensk blöð bera Búum mjög illa söguna fyrir grimd og siðleysi, en engar reiður mun vera að henda á því; fréttaritamir reyna sem þeir geta að æsa þjóðina heima á Englandi gegn Búum.“51 En eftir því sem leið á stríðið fóm þó að berast fleiri og fleiri fréttir af ósigmm Breta. I Þjóðólfi mátti t.a.m. lesa: „Sum ensku blöðin em orðin svo gröm og örvæntingarfull fyrir Breta hönd, að þau kalla ófriðinn vonlausan („the hopeless war“) og segja að Bretar komist aldrei úr þessari klípu án mestu smánar, og mun nokkuð hæft í því.“52 Mikið mannfall var hjá Bretum við Spion Kop. Þótt fréttir íslensku fjölmiðlanna virðist að mestu hafa komið frá Norðurlöndum, einkurn Danmörku og Noregi, þá fengu blöðin einnig fréttir ffá Bretlandi, m.a. ffá áhöfnum breskra botnvörpuskipa.53 íslensku blöðin voru vel meðvituð um að fréttir bresku blaðanna væm litaðar áróðri og tóku hæfilega mikið mark á þeim. Haustið 1899 vom flestar ritsímalínur ffá Búalýðveldunum skomar í sundur og því stjómuðu Bretar að miklu leyti fréttaflutningi af stríðinu, fyrstu mánuðina að minnsta kosti. Bjarki varaði lesendur sína við þessu og benti þeim á að blaðið birti fréttir sem Bretum „þóknast að láta okkur fá og við getum því átt víst, að þeir beri Búum ekki of vel söguna."54 I umfjöllun stærstu blaða Vestur-Islendinga í Norður-Ameríku, Lögbergi og Heimskringlu, var allt annað upp á teningnum en hjá íslensku blöðunum. Bæði studdu þau Breta í stríðinu af heilum hug. Lögberg gagnrýndi t.a.m. Bjarka á Seyðisfirði og Þjóðólf fyrir að hafa enga sjálfstæða skoðun á Búastríðinu. Þvert á móti þá taldi Lögberg að málflutningur blaðanna væri aðeins „bergmál af vissum Evrópu- blöðum, sem sýkt eru af hinni svonefhdu Anglofobiu" sem virtist hafa smitað áður nefnd blöð.55 cj tiJfheirra Um sumarið 1901 komust í hámæli fréttir af skelfilegri meðferð Breta á konum og bömum í búðum sem breski herinn hafði komið upp fyrir Búa um alla Suður-Afríku. í herferð Breta gegn skæraliðum Búa brenndu þeir bæi þeirra og drápu skepnur. Tilgangurinn var sá að svelta þá til uppgjafar. Um leið urðu þúsundir kvenna og bama heimilislausar. heim var smalað saman í búðum þar sem þeim var séð fyrir mat og öðrum nauðþurftum. Breska ríkisstjómin gekk svo langt að lýsa þessum búðum sem stöðum þar sem konur og böm Búa gengju til liðs við Breta af sjálfsdáðum. Hér væri alls ekki um fangabúðir að ræða. Það vom tveir róttækir breskir þingmenn, C. P. Scott og John Ellis, sem fyrstir nefndu þessar búðir „fangabúðir“ eða „concentration camp“. Nafnið var sótt í svipaðar búðir sem Spánverjar höfðu sett upp á Kúbu til að fangelsa kúbverska skæmliða. Spánverjar kölluðu búðimar reconcentrado. Þrátt fyrir tilraunir bresku ríkisstjómarinnar til að breiða yfir raunvemlegan tilgang þeirra, tókst það ekki. Þar munaði mestu um vitnisburð 41 árs gamallar pipanneyjar frá Comwallskaga, Emily Hobhouse að nafni. Emily hafði sjálf orðið vitni að þeim hryllilegu aðstæðum sem viðgengust í búðunum. Hún hafði sagt ráðamönnum frá fiany afú ðir Jfjreta vibftcrffsfencTínya því en ríkisstjómin þráaðist við að viðurkenna að ástandið væri slíkt eins og Hobhouse hélt fram. Það var ekki fyrr en í apríl að St. John Broderick, hermálaráðherra í bresku ríkisstjóminni, upplýsti breska þingið um umfang búðanna, en lýsti því yfir um leið að ekki væri um „fangabúðir" að ræða. I Transvaal var talið að 21,105 konur og böm hefðust við í slíkum búðum. I Oraníufríríkinu var talið að um 19,680 væm í haldi og í bresku nýlendunni Natal var talan 2524. Broderick hélt því einnig fram, ranglega, að stór hluti þessa fólks væri þeldökkt eins og það gæti réttlætt ástandið. Ráðherrann taldi dauðsföllin í búðunum hafa verið nokkur hundmð á fyrri hluta ársins 1901. Er á sumarið leið fór þrýstingur vaxandi á bresku stjómina. Emily Hobhouse hélt fjölmarga útifundi þar sem hún greindi almenningi frá stöðu mála. Ríkisstjómin taldi búðimar vera hemaðarlega og siðferðilega mikilvægar, og dró úr þeim fullyrðingum að Búar settust þar af fúsum og frjálsum vilja. Ríkisstjómin hélt því hins vegar fram að breski herinn þyrfti að koma í veg fyrir að skæmliðar Búa fengju mat, en búðunum væri ætlað að tryggja að konur og böm syltu ekki. Að tillögu þingmanna samdi Emily Hobhouse skýrslu um hvað betur mætti fara í búðum Breta. Meginniðurstöður Emily vom þær að búðimar væm grimmilegar og þær ætti að leggja niður hið snarasta. Fjöldi kvenna og bama Búa sem sátu í varðhaldi Breta fór vaxandi þegar fram liðu stundir og sömu sögu var að segja af fjölda þeirra sem létust í búðunum vegna skorts á hreinlæti og næringu.56 Fréttir af fangabúðum Breta komu þeim illa í áróðursstríðinu. Bretar höfðu farið í stríð á þeim gmndvelli að mannréttindi innflytjenda í Transvaal væm fótum troðin, en nú höfðu þeir sjálfir verið staðnir að því að beita fjölda kvenna og bama órétti. Þáttur fangabúðanna í Búastríðinu var svartur blettur á breska heimsveldinu. Skoðum þetta mál frá sjónarmiði Islendinga. I Arnfirðingi Þorsteins Erlingssonar í mars árið 1902 mátti sjá þessa fyrirsögn: „Breskir foríngjar og dátar hafa svívírt fullan þriðjúng eða 35% af konum Búa og dætmm, sumum komúngum, og gert þær veikar.“ Ennfremur sagði blaðið að erlend blöð þorðu ekki öðm en að stíga varlega til jarðar því annars muni „þau kalla yfir land sitt heift Breta.“ I greininni voru svo rakin ýmis grimmdarverk Breta, eftir frásögnum þýskra og franskra blaða en þó tekið fram að þvt allra versta væri sleppt enda væri það „hvorki skrifandi nje lesandi.“57 A Þorláksmessu 1901 greindi Austri frá fréttum af fangabúðum Breta. Þar sagði m.a.: Og nú hafa Englendingar uppá síðkastið fúndið upp það snjallræði! að svelta konur og böm þeirra Búa, er bera vopn gegn þeim, svo menn þeirra verði fúsari til að leggja niður vopnin. Safna þeir konum og krökkum í „dauða herbúðir," er svo em nefndar af því hve margir fangar deyja þar ... En konur Búa kjósa heldur að deyja sjálfar með bömum sínum píslarvættis dauða, en draga menn sína frá vöm föðurlandsins. Er líklegt, að af þvílíku sæði vaxi upp hetjur, er Englendingar með öllu sínu ofurefli fá aldrei kúgað.58 Amfirðingur birti í júní 1901 grein þar sem sagði frá norskum lækni sem taldi frásagnir af „dauðabúðum“ Breta í Suður-Afríku stórlega ýktar i evrópskum blöðum. Haft var eftir lækninum að það væri „beinlínis undantekning að þar hafi ekki verið nægar vistir og klæði handa öllum, sem þángað hafa verið látnir". Ennfremur sagði í greininni að Búar hefðu fengið kennslu, sem bæði færi fram á ensku og hollensku.59 Eðlilegt er að mönnum hafi blöskrað framferði Breta í þessum málum. Raunar var það ekki aðeins slæm meðferð Breta á mannfólkinu sem vakti óhug á íslandi. Bresk dýravemdunarfélög fengu skammir í hattinn í Arnfirðingi fyrir að þegja þunnu hljóði yfir slæmri meðferð dýra, einkum hesta, af Breta hálfu. Bretar hafa sent suður í þessum óffiði ótrúlegan fjölda enskra hesta. Þeir em allir dauðir úr pest, húngri eða sámm. Þeir hafa keypt ógrynni úr Austurríki og Ungverjalandi. Það er á sömu leiðinni. Hestar, sem þeir tóku af Búum - og þeir em líka margir - drepast strax í höndum Breta ... Og þetta gerir ein kristnasta og best menta þjóð heimsins.60 "Sajnir z ooé 1^1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.