Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 95

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 95
undirrétti Reykjavíkur til 8 mánaða betrunarhúsvinnu fyrir brot á 178. gr. hegningarlaganna frá 1869, fyrir holdlegt samræði við einstaklinga af sama kyni. En lögin giltu hér á landi í rúm sjötíu ár til ársins 1940.5 Þrátt fyrir stöku heimildir um samlíf samkynhneigðra og veikan vísi að hópamyndun í Reykjavík eftir síðari heimsstyrjöldina, einkum á 6. og 7. áratugnum, lifðu hommar og lesbíur í skuggatilveru á Islandi. Sjálfsvitund þeirra var veik allt fram á síðustu áratugi 20. aldarinnar.6 Með markvissri baráttu samkynhneigðra fyrir sýnileika og viðurkenningu á tilveru sinni síðustu áratugi aldarinnar fóru lagabreytingar þeim í hag að líta dagsins ljós og þótt ýmis réttindi hafi verið staðfest með lögum fram til ársins 2005, eru baráttumálin fleiri og baráttunni fyrir jöfnum rétti á við gagnkynhneigða hvergi nærri lokið. Hér á eftir verður leitast við að varpa ljósi á réttindabaráttu samkynhneigðra á Islandi á 20. öldinni. Tekið verður mið af þeim breytingum sem hafa átt sér stað í málefnum samkynhneigðra hér á landi sem og erlendis og því velt upp hvort fleiri breytinga sé að vænta. ^sbamfcynfineújic) út úr sfcájonum Minnst er á fyrirbærið samkynhneigð T fyrsta sinn á prenti á Islandi árið 1910 í mannkynssögu þar sem fjallað er um ástir karla og ungra pilta hjá Fom-Grikkjum, þrátt fyrir að orðið samkynhneigð hafi ekki verið notað.7 Orðið kynvilla var svo fyrst notað á prenti í áðumefndri grein Stefáns Jónssonar í Skirni árið 1922 þar sem fram komu skoðanir lærðra manna á því sem síðar átti eftir að kallast samkynhneigð. Þar segir meðal annars að það sé í höndum ljósmæðra að dæma hvers kyns nýfædd böm séu en það komi fyrir að vegna vanskapnaðar á kynfæmm verði sá dómur rangur og viðkomandi komi til með að elska manneskju af sama kyni, sé öðm nafni kynvillingur. Stefán vitnaði til rannsóknar Steinach prófessors nokkurs við háskólann í Vínarborg sem hafði gert tilraunir með kynkirtla rottu og komist að þeirri niðurstöðu að hægt væri að stjóma kynhegðun með því að skipta um kirtla í mönnum. Stefán var á þeirri skoðun að meðhöndla ætti kynvillu sem sjúkdóm sem unnt væri að lækna og vitnar í rannsóknir áðumefnds læknis sem „tók eistu úr karlmanni, sem var kynvillingur og græddi í hann eistu úr heilbrigðum manni. Svo brá við að maðurinn gifti sig rjett á eftir...“8 Þótt ergi hafi verið getið í Islendingasögunum er hér um að ræða upphafið á umræðu um samkynhneigð eins og við þekkjum hana í dag, þó svo umræðan hafi breyst talsvert síðan árið 1922. Umfangsmesta mál fyrr á öldinni þar sem samkynhneigð bar á góma er eflaust dómsmál Guðmundar Sigurjónssonar Hofdal sem er eini Islendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir samkynhneigð. ítarleg ffásögn um málið er birt í bók Illuga Jökulssonar, ísland í aldanna rás. Málssóknin gegn Guðmundi hófst á þvi að upp á hann var logið illri meðferð á geðveikum einstaklingum á Litla-Kleppi þar sem hann var starfsmaður. Ákæran um kynvillu var þó ekki látin niður falla þrátt fyrir að upp kæmist um lygina og ekki voru þeir menn sem játuðu holdlegt samræði við Guðmund sóttir til saka. Ekki er hægt að fúllyrða að dómurinn hafi verið í samræmi við skoðanir almennings á samkynhneigðum þar sem töluverðrar andstöðu gætti í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar og þá sérstaklega hjá þeim sem töldu sig upplýsta nútímamenn á þriðja áratugnum.9 Hörður Torfason var fyrsti íslendingurinn sem opinberlega kom út úr skápnum. I viðtali í tímaritinu Samúel árið 1975 lýsti hann opinberlega yfir samkynhneigð sinni. „Eg er hómosexúalisti og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Hörður í upphafi viðtalsins sem bar yfirskriftina „Það verður sprenging". Hörður er spurður ýmissa spuminga í kjölfar yfirlýsingarinnar og er viðtalið um margt góð heimild um spumingar sem brannið hafa á hinum almenna Islendingi um samkynhnegið. Hörður er spurður þar sem hann sé talinn „sætur" maður og geti eflaust vafið kvenfólki um fingur sér hvort hann sé einfaldlega kominn með leiða á konum og hafi því valið að fara þessa leið. Jafnframt er hann spurður hvort honum þyki erfitt að vinna með konum. Hörður var jafhffamt spurður hvort möguleiki væri á að hann tæki saman við lesbíu. Hörður segir í viðtalinu ffá því að erfitt sé fyrir hann að leigja sér húsnæði undir sínu nafni. Einnig að honum finnist erfitt að vera „stimplaður hommi“ og segist vera meinilla við að labba með vinum sínum úti á götu þar sem viðkomandi sé umsvifalaust stimplaður hommi. Hann segist einnig hafa fengið hótunarbréf frá fólki utan úr bæ vegna kynhneigðar sinnar.10 í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins haustið 2005 segir Hörður að allt hafi hmnið í kringum sig í kjölfar viðtalsins.11 Hörður segir að hann hafi hætt að svara í símann heima hjá sér vegna orðljótra og svívirðandi upphringinga og sagði jafnframt að árið 2004 hafi verið það fyrsta frá 1975 sem hann hafi ekki orðið fyrir beinni árás fyrir að vera sá sem hann er. Hann fluttist í kjölfar ofsóknanna til Danmerkur og sagði ástandið þar á áttunda áratugnum hafa verið þó skárra en á íslandi þar sem samkynhneigðir í Danmörku hefðu stofnað með sér samtök strax árið 1948 þar sem menn gátu hist og rætt málefni sín.12 Hörður Torfason lagði svo nokkrum ámm síðar, ásamt fleimm, gmndvöll að hreyfingu samkynhneigðra hér á landi eftir að hafa kynnst nauðsyn þess að samkynhneigðir ættu sér athvarf, líkt og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Upp úr því vom svo Samtökin '78 stofnuð á heimili hans vorið 1978 af u.þ.b. tuttugu manna hópi.13 Þessi teiknimyndasaga birtist í Vísi árið 1980 og er spéspegill á viðhorf til samkynhneigðra. Hommar og lesbíur lifðu sem áður sagði i skugganum á íslandi vel fram yfir miðja öldina. Málefni þeirra vom lítið rædd en umræður um samkynhneigð rötuðu þó á síður dagblaðanna annað slagið á fyrri hluta hennar. Er þá iðulega talað um kynvillu eða sódómíu og iðulega verið að vara við fyrirbærinu eða talað um það á annan neikvæðan máta.14 „Kynvillingaveislur færast mjög í vöxt í borginni" var fyrirsögn í Mánudagsblaðinu árið 1977 þar sem meðal annars segir að ungir eiturlyfjaneytendur hafi verið tældir í svallveislur kynvillinga.15 Þó ber að taka hér fram að Mánudagsblaðið tók gjaman mjög harða afstöðu í málefnum á borð við samkynhneigð, eiturlyfjanotkun og annað og sló því gjaman upp í æsifréttastíl eins og áðumefnd fýrirsögn er dæmi um. En Mánudagsblaðið var ekki eini miðillinn sem tjáði sig um málefni samkynhneigðra. Árið 1982 rataði á síður Helgarpóstsins frásögn manns sem hent var út af skemmtistaðnum Óðali fyrir að dansa við vin sinn. Jón Hjaltason, forráðamaður Óðals, svaraði ásökunum á þessa leið: „Þeim sem sýna kynferðislega tilburði er ganga út fyrir almennt velsæmismat er... vísað á dyr og gildir þá kynferðið einu. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að homoistar virðast hafa meiri þörf fyrir fleðulæti og flennuflangs en annað fólk.“16 Samtökin '78 stóðu árið 1983 fyrir kynningarfundum í nokkrum framhaldsskólum landsins þar sem kynnt var stefna og sjónarmið samtakanna. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra lét banna fyrirlestrana þegar til stóð að þeir myndu fara fram í Hjúkrunarskóla íslands og taldi „þessi fúndarhöld óæskileg“ auk þess sem skólinn heyrði undir verk- og tæknimenntadeild og umræða um samkynhneigð ætti því tæpast erindi þangað.17 „Var nauðgað af homma“ var svo enn ein fyrirsögnin, viðtal við fómarlamb nauðgunar í Tímanum árið 1986. I viðtalinu segir meðal annars: „Ómögulegt er að segja til um hve margir karlmenn verða áreittir af kynhverfum mönnum, því sjaldnast er lögreglunni tikynnt um slíkt." Svo er aðstæóum fómarlambsins lýst: „Hann er ósköp venjulegur ungur maður. Samviskusamur ungur maður en slettir úr klaufunum um ^ajnir 2006 yjZ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.