Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 99

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 99
Á sama tíma lagði þingmaður Framsóknarflokksins, sem þá sat í ríkisstjóm, fram frumvarp á Alþingi til breytingar á lögum um staðfesta samvist þess efnis að heimila mætti stjúpættleiðingar. Vísaði þingmaðurinn í greinargerð með frumvarpinu til ákvæða í samningi Sameinuðu þjóðanna, stjómarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem lagt er bann við því að mismuna bömum. Fmmvarpið hlaut ekki afgreiðslu þá og heldur ekki ári síðar þegar það var aftur lagt fram. Það var svo vorið 2000 sem Alþingi samþykkti breytingar á lögum um staðfesta samvist ffá árinu 1996. Breytingamar fólu í sér rýmkun á rétti útlendinga sem búsettir em á Islandi til að staðfesta samvist sína. Auk þess var ættleiðing stjúpbama í staðfestri samvist leyfð að því gefnu að samvistaraðilar hefðu áður farið með sameiginlega forsjá bamanna. Sameiginleg forsjá er hins vegar ekki eins afgerandi og stjúpættleiðing og tryggir ekki bami erfðarétt eftir uppeldisforeldri nema með sérstakri erfðaskrá. Ákvæði laganna gefur samkynhneigóum því ekki kost á að tryggja böm sín með sama hætti og gagnkynhneigðir geta gert með stjúpættleiðingu.56 Tvívegis komu Samtökin '78 og Félag samkynhneigðra stúdenta á framfæri ábendingu til Alþingis veturinn 1999-2000 að með samþykkt nýrra laga væri komið ffarn misræmi. Einstaklingum væri auðveldara að ffumættleiða böm en pömm í staðfestri samvist.57 ísland var annað landið í heiminum, á eftir Danmörku, þar sem þessi réttur var lögfestur en Hollendingar standa hvað ffemst í ættleiðingarmálum samkynhneigðra. Haustið 2000 vom samþykkt þar í landi lög um hjónaband samkynhneigðra og ættleiðingar sem ganga mun lengra en dönsku og íslensku lögin. Þar geta tveir einstaklingar af sama kyni í sambúð, staðfestri samvist eða hjónabandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sótt um að ættleiða böm sem fædd em í Hollandi en ekki frá öðmm ríkjum.58 í september árið 2004 skilaði nefnd sem skipuð var af forsætisráðherra árið áður, skýrslu um réttarstöðu samkynhneigðra á Islandi. Þar var meðal annars lagt til að samkynhneigð pör gætu skráð sig í óvígða sambúð og þeim yrði heimilt að ættleiða íslensk böm. Nefndi klofnaði hins vegar í afstöðu sinni um hvort leyfa ætti ættleiðingar erlendra bama og tæknifijóvganir lesbía. Þrír nefndarmanna töldu að leyfa ætti hvort tveggja en þrír vom á öndverðri skoðun. Nefhdin hvatti þjóðkirkjuna til að breyta viðhorfi sínu til hjónabanda samkynhneigðra svo þeir geti fengið kirkjulega vígslu rétt eins og gagnkynhneigð pör. Nefndin lagði til að horft yrði til Svíþjóðar í tilliti til ættleiðinga samkynhneigðra á bömum áður en tekin yrði ákvörðun um málið hér á landi.59 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti í ágúst 2005 frumvarp um málefni samkynhneigðra sem samið var í forsætisráðuneytinu. Skýrslan frá árinu áður um tillögur að bættri réttarstöðu samkynhneigðra var höfð til hliðsjónar. Þegar þessi grein var skrifuð lá fyrir að frumvarpið yrði borið fyrir Alþingi haustið 2005. Verði frumvarpið samþykkt í heild sinni má heita að samkynhneigðir á íslandi standi jafnfætis gagnkynhneigðum í öllu nema giftingum í kirkjum. Þá fá samkynhneigðir á íslandi rétt til að skrá sig í óvígða sambúð auk þess sem ýmis réttaráhrif fólks í sambúð eigi jafnt um samkynhneigða og gagnkynhneigða. Felld verða niður búsetuskilyrði í lögum um staðfesta samvist auk þess sem samkynhneigðum pömm í staðfestri sambúð yrði heimilað að ættleiða íslensk böm. Þrátt fyrir að nefndin frá árinu 2004 hafi klofnað í afstöðu sinni til ættleiðinga erlendis frá og tæknifrjóvgunar lesbia verður það gert að tillögu ríkisstjómarinnar í frumvarpinu að réttindi samkynhneigðra verði þau sömu og gagnkynhneigðra í öllum ofantöldum atriðum.60 Islenska þjóðkirkjan hefur verið klofin í afstöðu sinni til giffinga samkynhneigðra í kirkjum og hefur stór hluti umræðna um aukin réttindi samkynhneigðra farið fram á vegum kirkjunnar manna. Á meðan margir prestar segjast tilbúnir að gifta samkynhneigð pör í kirkjum sínum telja aðrir kirkjuna ekki tilbúna fyrir svo stórt stökk og segja að gifting samkynhneigðs pars gangi gegn því sem kristin trú boðar varðandi hjónabandið. Er þá oft vísað tilþriðju Mósebókar (18:22) þar sem segir: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð."61 Einnig er vitnað til orða Páls postula: „Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars ... og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.“ (Róm. 1: 26-27).62 Jafnframt er vitnað í orð Jesú Krists í Mattheusarguðspjalli þar sem hann segir: „...skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu ... fyrir því skal maður bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.“ (Matt. 19:4-5).63 Þeir sem tala á móti þessu benda jafnan á að ýmislegt standi í Bibliunni sem við forum ekki eftir í dag og saka þá sem tala gegn samkynhneigð í nafni kristinnar trúar vera að velja hverju innan heilagrar ritningar þeir vilja trúa. Benda þeir meðal annars á að þeir sem mótfallnir voru kosningarétti kvenna og þeir sem hlynntir voru þrælahaldi hafi einnig vitnað í Biblíuna máli sínu til stuðnings og segja bókstafstrú ekki eiga neitt skylt við kristna trú. Opinber afstaða þjóðkirkjunnar sem heildar hefur hingað til verið á þann veginn að ekki er talið æskilegt að leyfa samkynhneigðum að gifta sig í kirkju. Árið 1996 leitaði nefndin, sem vann að áðumefndu frumvarpi um staðfesta samvist, til þjóðkirkjunnar. í frumvarpinu kemur fram að leitað var til álits biskups Islands á þessu máli og í svarbréfi biskups lýsir hann þeirri afstöðu þjóðkirkjunnar að hún óski alls ekki eftir því og telji það mjög varasamt að mælt verði fyrir því í lögum að veita heimild til kirkjulegrar vísglu samkynhneigðra.64 Árið 1996 vom málefni samkynhneigðra í fyrsta sinn rædd á Kirkjuþingi þegar ítarleg greinargerð um tengsl samkynhneigðra og kirkju var lögð ffarn. Greinargerðin var unnin af nefnd skipaðri af Kirkjuráði og var þar meðal annars lagt til að samið yrði bænar- og blessunarritual fyrir samkynhneigð pör sem hlotið hafa borgaralega vígslu. Jafnffamt var þar lagt til að hugmyndin um festarband yrði könnuð, það er að samkynhneigð pör geti hlotið vígslu f kirkju.65 Á prestastefnu sumarið 1997 vom málefni samkynhneigðra enn til umfjöllunar. Var þar tekin ákvörðun um að halda áfram nefndarvinnu og rannsóknum á hvemig málefhum af þessu tagi er háttað hjá systurkirkjum íslensku þjóðkirkjunnar. Jafnffamt var ákveðið að halda áffam fræðsluátaki á vegum íslensku þjóðkirkjunnar innan safnaða hennar og leikmannahreyfinga um málefni samkynhneigðra í þeim tilgangi að eyða fordómum og fælni og til að efla skilning á samkynhneigð í samræmi við fyrri ályktanir prestastefnu og samþykktir kirkjuþings og leikmannastefnu. 66 Hr. Karl Sigurbjömsson, biskup Islands, gerir áðurnefnd dæmi úr Biblíunni að umtalsefni í hirðisbréfi sínu árið 2002: „Em þau fyrirmæli ótvíræð og sígild? Hvað með hliðstæð boð og bönn sem varða stöðu kvenna og kynlíf í lögmáli Móse og hjá Páli? Hver er staða þeirra boða? Er samkynhneigð meiri synd en ýmislegt annað sem fordæmt er í lögmálinu og bréfum postulanna, en sem flestir era nú sammála um að eru forboð bundin samtímamenningu þeirra."67 Á prestastefnu árið 2004 í Grafarvogskirkju, þar sem meðal annars vora rædd málefni samkynhneigðra, einstæðra og blönduð hjónabönd, sagði Hr. Karl starfshóp um málefni samkynhneigðra hafa verið skipaðan og ætlunin væri að hópurinn ynni í tengslum við endurskoðun fjölskyldustefnunnar, sem þá stæði yfir. „Hvað varðar kröfuna um hjónavígslu samkynhneigðra vil ég segja að ég hef látið prestum sem eftir hafa leitað í té form fyrir fyrirbæna- og blessunarathöfn yfir samvist samkynhneigðra. Það er ekki opinbert ritúal, og ekki hjónavígsla, heldur á vettvangi sálgæslunnar og því getur hver og einn átt við samvisku sína að standa að slíkri athöfn eða ekki.“68 í samtali við Morgunblaðið í apríl 2004 sagði biskup svo að í skilningi kirkjunnar um aldir og árþúsundir væri hjónabandið sáttmáli karls og konu og ekkert annað. Djúpstæður ágreiningur væri innan kirkjunnar, sem stæði fyrst og fremst um það hvort hægt væri að leggja samvist samkynhneigðra að jöfnu við hjónaband karls og konu. Aðspurður um hvort slíkt væri hægt, svaraði biskup: „Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Allavega ekki í fyrirsjánlegri framtíð. Við eram með mörg þúsund ára gamla samfélagsskipan og mannskilning sem erfitt er að horfa framhjá."69 Á íslandi, sem og í nokkram löndum Evrópu, hafa réttindi samkynhneigðra batnað smám saman frá árinu 1996. Má segja að fullu jafnrétti samkynhneigðra og gagnkynhneigðra verði komið á verði áðumefnt framvarp að lögum þingárið 2005 til 2006, þar sem það geri samkynhneigðum kleift að ganga í hjónaband, ættleiða böm og fara í tæknifrjóvganir, svo fátt eitt sé nefnt. Islendingar hafa staðið hvað ffernst meðal þeirra þjóða sem gert hafa lagabreytingar samkynhneigðum í hag. Hefur Alþingi gjarnan samþykkt lagabreytingar eftir að lönd á borð við Holland og Danmörku hafa samþykkt samskonar ákvæði í sínum landslögum. Ef tillaga nefndarinnar frá árinu 2004 verður bundin í lög verða íslendingar meðal örfárra landa í heiminum sem viðurkenna að fullu sameiginleg réttindi þegna sinni burt séð frá kynhneigð þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.