Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 19

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 19
furðu vel að skýrslu Harðar Ágústssonar og Þorsteins Gunnarssonar sem áður hefúr verið nefnd. Þannig var það einkenni vemdunarsvæða að nær öll húsin þar em steinsteypt en eins og áður sagði var það niðurstaða Harðar og Þorsteins að timburhús samræmdust ekki „miðbæjarhúsi" nútímans.38 Þróunarstofnun taldi borginni þó hag í að friða fáein timburhús í Kvosinni og tiltók Fálkahúsið, Bemhöftstorfuna, Iðnó, Iðnskólann (gamla) og Bryggjuhúsið.39 Grjótaþorpið hélt áfram að vera olnbogabam í skipulagsmálum. I janúar 1976 lá fyrir skipulagstillaga að hverfinu sem gerði ráð fyrir því að nær öll húsin yrðu rifin, þar sem „ástand húsanna væri yfirleitt slæmt...“. Fjögur húsanna áttu þó aö standa: Aðalstræti 6 og 10, Fischersund 3 og Túngata 8.40 Skipulagstillagan mætti allmikilli andstöðu og eftir töluverð mótmæli var hún lögð til hliðar og ekki afgreidd með aðalskipulagi Þróunarstofnunar.41 Örlög Grjótaþorpsins vom því enn óráðin. Ein athyglisverðasta skipulagstillagan fyrir einstaka reiti í Kvosinni, sem fram kom á því tímabili sem hér um ræðir, var tillaga Teiknistofunnar Garðastræti 17 fyrir Hallæris- og Steindórsplanið. I skipulagi Þróunarstofnunar var reiturinn skilgreindur sem framkvæmdasvæði sem þýddi að þar hefði mátt byggja mikið og rífa niður. Frá því að Hótel ísland brann þar árið 1945 hafði lítil sem engin uppbygging átt sér þar stað og á áttunda áratugnum var Hallærisplanið íyrst og fremst bílastæði og samkomustaður fyrir ungmenni.4- Drög að skipulaginu vom kynnt skipulagsyfirvöldum sumarið 1977.43Gmnnhugmynd Teiknistofúnnar miðaðist við að feiknarstórt hús, með yfirbyggðu torgi, yrði byggt á Hallærisplaninu. Yfirbyggða torgið átti að vera opið allan sólarhringinn og nýbyggingamar áttu að hýsa fjölþætta starfsemi, svo sem verslanir, kaffihús, veitingastaði og skemiutistaði. Á efri hæðum sáu hönnuðir tillögunnar fyrir sér allt að 80 íbúðir.44 Markmið tillögunnar var að spoma gegn fólksflótta úr miðbænum og glæða hann lífi.4' En fómarkostnaðurinn var hár. Tillagan gerði ráð fyrir að á annan tug húsa, við Aðalstræti austanvert, Austurstræti, Hafnarstræti, Vallarstræti og Veltusund yrðu brotin niður. Hins vegar var þeim möguleika haldið opnum að tillagan tæki breytingum áður en hún yrði endanlega samþykkt.46 Skipulagstillaga Teiknistofúnnar Garðastræti 17 mætti mikilli mótmælaöldu. Mótbámmar komu einkum frá lóðareigendum og húsavemdunarsinnum. Flestir lóðareigendur tóku þessum tillögum raunar fagnandi en Valdimar Þórðarson og böm hans töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Þau kröfðust þess að fá að nýta lóðir sínar til jafns við aðra lóðareigendur. Fjölskyldan var eigandi að einum fimm lóðum við Aðalstræti vestanvert en skipulagið gerði ekki ráð fyrir mikilli uppbyggingu á þeim lóðum.47 Fjölskyldan fór þess á leit við borgaryfirvöld að þau frestuðu afgreiðslu málsins - ella færi fjölskyldan í hart48 Eðli málsins samkvæmt gátu húsavemdunarsinnar ekki lagt blessun sína yfir skipulagið og kölluðu eftir nýrri tillögu þar sem gömlu húsin fengju að standa.49 Gestur Ólafsson, einn höfúnda tillögunnar, varðist gagnrýni vemdunarsinna. Honum þótti það skaði hve umræðan um miðbæinn var öfgakennd. Hann benti á að menn þyrftu að komast að niðurstöðu - einhvers staðar yrði að framkvæma. Ef vilji væri fyrir því að vemda Bemhöftstorfúna og Grjótaþorpið þá væri Hallærisplanið í raun eini staðurinn í Kvosinni sem hægt væri að byggja upp.50 Þrátt fyrir mótbárur vemdunarsinna og lóðareiganda var skipulagstillaga TG-17 samþykkt í febrúar árið 1978 af meirihluta sjálfstæðismanna.51 tunar sam njjyfcflt: *$/jj>ufay ffiróunarstoýtii fvrjarótjérn Þann 25. apríl 1977 var aðalskipulag Þróunarstofnunar samþykkt í borgarstjóm með atkvæðum sjálfstæðismeirihlutans.52 Vinstri flokkamir voru ósamstíga í afgreiðslu málsins. Enginn þeirra greiddi atkvæði með skipulaginu en allir gáfú þeir upp ólíkar ástæður fyrir ákvörðun sinni.53 Lögumsamkvæmtþurftifélagsmálaráðherraaðveitaaðalskipulaginu staðfestingu svo það hlyti lagalegt gildi. Sjálfstæðismönnum láðist hins vegar að fá skipulagið staðfest fyrir kosningar 1978 og er ástæðan einkum rakin til ágreinings milli borgar og ríkis um framtíðarbyggingarland borgarinnar í Grafarvogi.54 Þegar gengið var til kosninga árið 1978 var danska skipulagið því enn í fullu gildi fyrir Kvosina. cff&j'crtzð sfiaf fiyjyj a, eff umfeyt sffaf fyjjJa „ fjcðír timarjyrirycmuffiúsfara í fiönif í borgarstjórnarkosnmgum arið 1978 gerðust þau tíðindi að sjálfstæðismenn misstu meirihlutann í borginni í fyrsta skipti frá stofnun flokksins.55 Þar sem Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu lengi verið á öndverðum meiði í skipulagsmálum mátti því búast við stórtíðindum í málefnum Kvosarinnar. Það var svo tímanna tákn þegar Guðrún Jónsdóttir, fyrrum formaður Torfusamtakanna, var ráðinn forstöðukona Þróunarstofnur.ar.56 Hópur húsavemdunarsinna fagnaði hinum nýju stjómarherrum og bundu miklar vonir við að nú fæm góðir tímar fyrir gömul hús í hönd.57 Þær vonir vom ekki með öllu úr lausi lofti gripnar. Áður en kjörtímabilinu lauk höfðu vinstrimenn samþykkt friðun Bemhöftstorfúnnar og látið vinna deiliskipulag fyrir Grjótaþorp - og þar með eytt þeirri óvissu sem hafði ríkt með skipulag þess nær alla 20. öldina.58 Skipulag Grjótaþorpsins gerði ráð fyrir því að hverfið yrði vemdað nær algjörlega en menn fengu heimild til að byggja á óbyggðum reitum. Nýbyggingum var þó sniðinn mjög þröngur stakkur. Þær þurftu að taka mið af umhverfinu og máttu ekki stinga í stúf við fyrri byggð að efni og formi. Þá átti að halda legu gatnanna í Grjótaþorpi að mestu óbreyttri.59 Markmiðið var að spyma fótum við niðumíðslu hverfisins og gera átak í fegmn þess. Gömlu húsin ættu þannig að vera ráðandi í heildarmyndinni svo að unnt væri að halda hinu hlýlega svipmóti hverfisins. 60 ffeifisfjp ufay jyrir ffcstfi isstrie tisreit Vinstri meirihlutanum entist ekki kjörtímabilið til að vinna heildstætt deiliskipulag fyrir Kvosina. Hins vegar var skipulag fyrir svokallaðan Pósthússtrætisreit samþykkt árið 1981. Forsaga skipulagsins var sú að um áramótin 1978-‘79 lá fyrir teikning af háu húsi milli Hótel Borgar og Skólabrúar.61 Skipulagsnefnd stöðvaði málið þar sem meirihlutinn taldi æskilegra að vinna vandað deiliskipulag fyrir Kvosina áður en leyfi væri gefið fyrir einstökum framkvæmdum. Skipulagsnefnd fól því Þróunarstofnun Reykjavíkur að vinna verkið.62 Rúmu ári síðar lá tillaga að deiliskipulagi fyrir Pósthússtrætisreit fyrir en svæðið markaðist af Lækjargötu, Skólabrú, Pósthússtræti og Austurstræti - svæðis sem að mestu var nýtt undir bílastæði og bakhús. Danska skipulagið hafði gert ráð fyrir fjögurra til fimm hæða skrifstofu- og verslunarhúsnæði á svæðinu.63 Nýja skipulagið gerði hins vegar hins vegar ráð fyrir blandaðri byggð íbúðahúsnæðs, verslana og samkomuhúsa. Einungis þannig töldu skipulagshönnuðir að reiturinn gæti orðið iðandi af mannlífi - allan sólarhringinn. Þá átti að gera göngugötu á miðju svæðinu með aðgengi frá öllum aðliggjandi götum. Þar myndi auk þess skapast rými fyrir nýbyggingar sem samkvæmt skipulaginu gátu orðið ein til þrjár hæðir.64 En rétt eins og nær alltaf þegar rótgróin svæði eru skipulögð hefúr það í för með sér einhverja röskun á fyrri byggð. Hönnuðir nýja skipulagsins gáfú leyfi fyrir að Lækjargata 4, reisulegt tvílyft hús, yrði flutt á Árbæjarsafh. Þá átti Hressingarskálinn að verða rifinn auk nokkurra húsa við Lækjargötu.65 Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Þróunarstofnunar, sagði að Hressingarskálinn hefði í raun lítið menningarsögulegt gildi enda stæði lítið eftir af upprunalegum veggjum hússins og því vel forsvaranlegt að rífa húsið.66 Tillaga Þróunarstofnunar virðist hafa fallið ágætlega í kramið hjá húsvemdunarsinnum en engar stórvægilegar athugasemdir var að finna um niðurrif í dálkum dægurmálablaðanna. Hins vegar gerðu nokkrir lóðareigendur í Kvosinni athugasemdir við skipulagið. Mörgum þeirra þótti afar þröngt að sér sniðið og kröfðust þess að fá rýmri heimildir til að nýta lóðir sínar. Þá óskuóu þeir þess að borgarstjóm gætti jafnræðis - leyfði ekki bara sumum lóðareigendum að fúllnýta lóðir sínar.67 Skipulag Pósthússtrætisreits var samþykkt í borgarráði þann 3. júní 1980, með atkvæðum allra flokka. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn niðurfellingu tengingar Kirkjustrætis og Lækjargötu en greiddu atkvæði með skipulaginu að öðm leyti.68 Borgarráð lagði til að þrjú hús á svæðinu yrðu friðuð: Hótel Borg, Skólabrú og Reykjavíkurapótek. Ekkert þessara húsa var friðað á næstu ámm en Reykjavíkurapótek var friðað árið 1991.69 ^Saynir ioo6 1J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.