SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 2

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 2
2 29. janúar 2012 Við mælum með Sunnudagur 5. febrúar Sópransöngkonan heimskunna Dame Kiri Te Kanawa heldur einsöngstónleika í Hörpu ásamt píanóleikaranum Julian Reynolds. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég syng í nýja tónlistarhúsinu í Reykja- vík. Ég hlakka mikið til að koma þar fram,“ sagði Dame Kiri við Morgunblaðið á dög- unum. Morgunblaðið/Kristinn Dame Kiri í Hörpu 18 Andlit alls staðar Myndlistarmaðurinn Jónas Viðar frá Akureyri fagnar fimmtugsafmæl- inu með sýningu í menningarhúsinu Hofi. 24 Tískusýning úr fortíðinni Kjólarnir sem prýða Bogasal Þjóðminjasafnsins gleðja ekki aðeins augað heldur eru líka mikilvæg heimild um fortíðina og innblástur fyrir framtíðina. 28 Sterkt innsæi … Dr. Haukur Ingi Jónasson er höfundur nokkurra bóka, þar á meðal bókar um leiðtogafærni. Í viðtali ræðir hann meðal annars um hlutverk leiðtogans og mikilvægi innsæis. 31 Engin fjósahátíð Íslendingar í Svíþjóð voru í essinu sínu á fullveldishátíð sem fram fór á Berns- hótelinu í Stokkhólmi fyrir rúmum 65 árum. Þeirra á meðal ungur piltur, Ellert Guðmundsson. 40 Íslenskir fagnaðarfundir Í dag gleðst fólk ekki jafn mikið yfir því að sjá Íslendinga í fjölförnum borgum. Þetta var öðruvísi í denn. Lesbók 42 Hvenær er bók bók? Á markaði helguðum myndlistarbókum og bókverki kvikna spurningar um það hvenær bók sé bók; eða er hún kannski bókverk? 47 Mynd snýr aftur Vatnslitamynd sem W.G. Collingwood málaði einn regnvotan sum- ardag í Dölunum sumarið 1897 er komin aftur til landsins. 38 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Ernu Gísladóttur. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Nú voru góð ráð dýr. Fjölskyldan hafðibeðið alla vikuna eftir að komast tilAkureyrar. Það var búið að taka tilskíðin. Töskurnar lágu tilbúnar á ganginum. Húsið beið fyrir norðan. Skíðabrekk- urnar. Leikhús með sjóræningjum. En loks þegar foreldrarnir bjuggust til að leggja í hann í lok vinnudags, þá var orðið nánast ófært, hvasst og hálka, sums staðar skafrenningur, og alls ekki mælt með að ferðast norður í land. Von- brigðin voru eðli málsins samkvæmt mikil, eink- um hjá yngstu kynslóðinni. Eitthvað varð til bragðs að taka! Eftir nokkrar bollaleggingar kviknaði sú snilldarhugmynd hjá dótturinni að snúa bara ferðalaginu við. Úr því við kæmumst ekki til Akureyrar, þá yrðum við bara Akureyringar í höfuðborginni! Hugmyndin var gripin á lofti og ásamt annarri fjölskyldu, sem hafði ætlað með okkur norður, fórum við í sann- kallaða borgarferð. Fyrst voru skrifaðir miðar, sem á stóð „Halló“, hvað við hétum og að við værum frá Akureyri. Þá skrifuðum við á borða: „Velkomin frá Akureyri í óvissuferð til Reykjavíkur!“ Hvílíkur dýrðardagur! Fyrst var farið í diskó- keilu í Öskjuhlíðinni og síðan fengum við okkur ís í Perlunni og dáðumst að útsýninu yfir framandi borg. Því næst skoðuðum við virkilega áhrifaríka ljósmyndasýningu í Norræna húsinu af grind- hvaladrápi Færeyinga. Og svo fórum við í Kola- portið, þar sem fengust fjórar hljómplötur á 800 kall. Loks var farið í sund í innilauginni á Völl- unum í Hafnarfirði, þar sem heitu pottarnir eru utandyra og tilvalið að fara í kollhnís í snjósköfl- unum. Að endingu var förinni heitið í skemmti- garðinn í Smáralind. Óhætt er að segja að krakk- arnir hafi skemmt sér ærlega þar, að vísu svolítið á kostnað foreldranna. Og já, auðvitað fórum við á Kaffi tár, en það tekur því varla að nefna það. Þannig er það um hverja helgi. Þegar allt er samantalið er óhætt að mæla með borgarferð, líka fyrir þá sem búa á höf- uðborgarsvæðinu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það er fjör í Skemmtigarðinum í Smáralind, að minnsta kosti hjá krökkum. Borgarferð með öfugum formerkjum Gulleyjunni Frægasta sjó- ræningjasaga allra tíma lifn- ar á sviðinu hjá Leikfélagi Akureyrar í leik- gerð Karls Ágústs Úlfssonar og Sigurðar Sigurjónssonar. Gull- eyjan er ævintýraleg sýning fyrir alla fjölskylduna. Meðal leikenda er Björn Jörundur Friðbjörnsson. Sólstöfum Hljómplatan Svartir sandar, sem fengið hefur frábæra dóma, flutt í heild sinni með gestahljóðfæra- leikurum í Gamla bíói fimmtu- daginn 9. febrúar. Þetta er í fyrsta og eina skipti sem Sól- stafir hyggjast flytja plötuna frá upphafi til enda.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.