SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 35
29. janúar 2012 35 minnstu þörungum og botndýrum – upp í refina hans Páls Hersteinssonar.“ Pétur ber íslenskum stjórnvöldum ekki vel söguna. Fyrstu árin hafi hann hlotið styrki til rannsóknanna en síðan hafi verið skrúfað fyrir þá. Verkefnið hafi hins vegar verið svo mikilvægt að ekki hafi verið hægt að leggja árar í bát. „Ég var eini íslenski vísindamaðurinn sem var óháður stjórnvöldum og því vissi ég að ég yrði að halda áfram, til þess að fá marktæka niðurstöðu.“ Rannsóknir skyldu byggðar á mæl- ingum sem ekki var hægt að véfengja, segir Pétur. „Þetta hefur tekist!“ Pétur nefnir að skáldið og nátt- úrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson gerði sér grein fyrir því að undir Skjaldbreiði væru stórfljót sem flyttu vatn úr Langjökli til Þingvallavatns. „Það var stórkostlegur skilningur á eðli íslenskra hrauna á þeim tíma. Okkar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að þetta vatn er mjög gamalt. Sumt af því sem nú rennur til Þingvallavatns féll sem snjór á jökulinn fyrir landnám. Sumt af vatninu frá Langjökli rennur jafnframt á óradýpi undir Þingvallavatn og kemur upp sem jarðhitavatn í Henglinum.“ Hafi fólk áhuga á að smakka 1200 ára gamalt vatn, frá landnámstíð, þurfi ekki annað en skrúfa frá krana í þjónustu- miðstöðinni á Þingvöllum! Pétur segir að ýmislegt í rann- sóknaniðurstöðum þeirra vísinda- manna, sem hafa rannsakað Þingvalla- vatn undanfarna áratugi, hafi að mörgu leyti komið verulega á óvart. „Við viss- um fyrir fram að bleikjan í vatninu væri breytileg – það hafði Árni Friðriksson bent á fyrir tæpri öld – en okkur grun- aði ekki að þar væri á ferðinni skóla- bókardæmi í þróunarfræði, þar sem einn sjógöngustofn hefur þróast yfir í fjögur mismunandi afbrigði vatna- bleikju, með lágmarks genaflæði sín á milli, á aðeins 10 þúsund árum. Og þar eru a.m.k. tvö afbrigði horn- síla með svipaða sögu. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að Þingvallavatn er leik- vangur þróunarfræðinnar. Með fjórum bleikjuafbrigðum fékk ég endanlega samhengi í allt vistkerfið. Þingvallavatn er eina stöðuvatn heimsins með fjögur bleikjuafbrigði.“ Annars staðar er mest vitað um þrjú afbrigði bleikju, en í Þingvallavatni er kuðungableikja sem lifir við strend- urnar „sem Landsvirkjun var langt komin með að eyðileggja“, dverg- bleikja, kuðungableikja og murta. Á síðari árum sagðist Pétur hafa átt mjög samstarf við Landsvirkjun, eink- um og sér í lagi Helga Bjarnason verk- fræðing og tekist hefði að koma í veg fyrir að vatnið yrði áfram uppistöðulón eins og það var orðið á sínum tíma. Pétur segir að vísindamennina hafi heldur ekki grunað að í Vatnsviki myndi finnast elsta íslenska dýrið, ferskvatnsmarflóin, sem sennilega lifir á bakteríum á veggjum hraunhellanna sem vatnið streymir um á leið sinni til Þingvallavatns. „Og ekki bara ein teg- und, heldur tvær, 20 milljón ára gaml- ar. Aldur dýra í vatninu spannar því frá 10 þúsund árum til 20 milljóna ára. Alls hafa fundist 11 einlendar teg- undir í Þingvallavatni, tegundir sem hvergi finnast utan Íslands.“ Blái liturinn Pétur ólst að hluta til upp á bökkum Þingvallavatns, því þar varði hann öll- um sumrum bernsku sinnar og æsku. „Oft furðaði ég mig á því hve blátt og tært vatnið var um hásumarið. Mig grunaði ekki þá að ég ætti sjálfur eftir að útskýra það fyrirbæri,“ segir hann. Hvers vegna er Þingvallavatn jafn blátt og tært um hásumarið sem raun ber vitni? „Í stuttu máli stafar það af því að það er niturvana: Gróður þess stjórnast af takmörkuðu niturmagni [köfnunarefni] sem er nánast notað upp til agna þegar líður á sumarið. Og þar sem gróðurinn, þörungarnir, er undirstaða alls annars lífs í vatninu, má segja með sanni að allt vistkerfi vatnsins stjórnist af þeirri staðreynd að vatnið er niturvana. Af þeim sökum er afar mikilvægt að við förum varlega með þjóðargersemina Þingvallavatn og gætum þess að ofauðga það ekki með niturmengun. Þess vegna hef ég lagt töluvert á mig til að reyna að koma í veg fyrir slíka mengun.“ Pétur nefnir þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi mengun frá rotþróm við sumarbústaði á vatnasviði Þingvalla- vatns; „rotþróm sem ekki virka þar vegna þess að niturhlaðinn úrgangurinn fer beint úr þeim gegnum gróðurvana hraunið í grunnvatnið og þaðan á skömmum tíma út í Þingvallavatn.“ Hann segir mengunar-„slys“ frá haustinu 2010 enn í fersku minni. „Á Þingvöllum eru 162 frostdagar á ári. Hvaða gróður getur gróið og nýtt nitur við þær aðstæður?“ spyr Pétur. „Í stað rotþróa ber að nota kúlutanka og flytja seyru og saur út fyrir vatnasvið- ið,“ segir hann og bætir því við að stöðva beri sumarhúsabyggð á vatna- sviði Þingvallavatns til að vernda vatn og landslag. Helst vill hann leggja af með öllu sumarhýsabyggð við vatnið. Í öðru lagi nefnir Pétur aukna bíla- umferð vegna „hraðbrautar úr austri um Eldborgahraun, því að um 70% af vatni Þingvallavatns eru upprunnin í Eldborgarhrauni. Okkur ber skylda til að vernda þessa uppsprettu gegn mengun!“ segir hann. Þarna á Pétur við Gjábakkaveg á milli Þingvalla og Laugarvatns. Hann kærði þá framkvæmd á sínum tíma. Í þriðja lagi eru það svo aðflutt barrtré á Þingvöllum, sem Pétur hefur barist gegn mjög lengi. „Þetta eru níu tegundir barrtrjáa sem ekki eiga heima á Þingvöllum og senda jafnmikið nitur í vatnið og 50 tíu tonna vörubílar af nit- uráburði!“ segir hann. Pétur ítrekar í þessu sambandi að Þingvallavatn sé komið á heims- minjaskrá UNESCO, eitt aðeins þriggja stöðuvatna í heiminum! „Enginn vafi leikur á því að rannsóknir okkar hafa skipt sköpum í því að svo varð. Þing- vallavatn er því ekki aðeins þjóðararfur okkar Íslendinga lengur, heldur heims- arfur – arfur alls mannkyns. Þótt það sé heimsarfur er það samt alfarið á okkar ábyrgð að gæta þess að það spillist ekki. Enginn annar passar vatnið fyrir okk- ur.“ Forðuðu Mývatni frá bráðum bana Liðnir eru fjórir áratugir síðan Pétur og fleiri hófu rannsóknir á Mývatni. Hann segir að þá hafi vatninu verið forðað frá bráðum vana, „því að virkja átti Laxá með 185 metra háum stíflum, sem svara til hæðar á fimm Sívalaturnum í Kaup- mannahöfn. Hefði það verið gert væri Mývatn ekki til sem slíkt, heldur sem uppistöðulón,“ segir Pétur. „Mjög margir sýndu Mývatni áhuga og vildu allt gera til þess að bjarga því, en við höfum ekki fengið viðlíka aðstoð varðandi Þingvallavatn. Vatnalíffræðin er erfitt fag og fáir virðast skilja hvað þetta er viðkvæmt kerfi.“ Pétur segir Björn Bjarnason, fyrrver- andi menntamálaráðherra, eiga þakkir skilið fyrir sitt framlag við að koma Þingvöllum á lista UNESCO og er þakk- látur Þingvallanefnd og núverandi for- manni hennar, Álfheiði Ingadóttur, fyr- ir nýja stefnu í málefnum svæðisins. „Þrjú ráðuneyti koma nú að verndun vatnsins og vatnasviðsins; Forsæt- isráðuneyti [Þingvallanefnd], mennta- og menningarmálaráðuneyti [vegna UNESCO og heimsminjanefndar] og Umhverfisráðuneyti. Óskandi væri að einn aðili stjórnaði málefnum svæðisins á forsendum náttúrunnar og tæki það föstum tökum ásamt heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Ég heiti á Þingvallanefnd að koma þessu í gegn, því að fljótlega verða gestir svæðisins ein milljón á ári,“ segir Pétur. Hann segir ekki sjálfgefið að perlan Þingvallavatn verði á lista UNESCO til frambúðar, batni umgengi ekki á svæð- inu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.