SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 41
29. janúar 2012 41 LÁRÉTT 1. Gestinn tef einhvern veginn með rúmmálsein- ingu. (10) 4. Gefast upp fyrir hanska. (5) 6. Skapvond leðja er bráðlynd. (7) 7. Söngur um lengdareiningu og blíðuhót. (7) 9. Bækur Lindgren um stúlku mynda plottin. (9) 12. Tala berlega um STEF nú í tölu. (10) 13. Maður fær brotið kar á sölusvæði. (8) 14. Hefur eigin spilið. (5) 15. Strunsir að enskum hefðarmanni með brotinn geir. (7) 16. Lausn úr keip. (6) 18. Viðurnefni Guðbrands sem er góður í spilum og með slá. (11) 24. Einbeiti sér að stöku í eitt skipti. (4,5) 25. Kerra lýðs er bíll. (9) 27. Af loki óþekkts nær búinn. (8) 28. Taka til baka plötu fyrir spjald. (6) 29. Skítugir hnappar eru það sem þarf til að reyna að sannfæra. (8) 31. Nemi líkamshluta. (4) 32. Kaldar fá umboðsmann frá byggingu (9) 33. Ekki stærri fer í rúmið sem lítilfjörlegur (5,6) LÓÐRÉTT 1. Bast jarðsölt einhvern veginn við einn. (9) 2. Blæs þótt gripir (5) 3. Svar Tamar hjá ÍA vegna bíls. (6,5) 4. Festa saman skip á eðlunartímabili (7) 5. Al Gunnars rænir frá hreinlituðum. (8) 7. Fá messu frá sjaldgæfum. (7) 8. Annríki í brjáluðu námstímabili (6) 10. En elli kann að enda í blómi. (7) 11. Einhvern veginn myndræn ljósmynd. (7) 14. Hefur sort í skoðun. (4) 17. Kisar rífi einhvern veginn í sig erfingja. (9) 18. Skælir með urg og rugli yfir bjartlituðum. (9) 19. Urðaði spil með ruddaskap (9) 20. Keyrði tvisvar til baka með ró til að finna stíl. (6) 21. Ekki gömul við skál og dyn verða einfaldlega að listamönnunum. (10) 22. Ljómi undir olíu. (9) 23. Sex veiði rýrari. (7) 26. Vökvi skeri jarðraka. (8) 30. Greina frá átt með hárflækju. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 5. febrúar rennur út á hádegi 10. febrúar. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 12. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinn- ing. Vinningshafi krossgátunnar 29. janúar er Lauf- ey Magnúsdóttir, Sléttuvegi 31, Reykjavík. Hún hlýtur að launum bókina Valeyrarvalsinn eftir Guð- mund Andra Thorsson. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Kínverska skákstjarnan og nú- verandi heimsmeistari kvenna, Hou Yifan, stal gjörsamlega sen- unni á opna mótinu sem lauk á Gíbraltar á fimmtudaginn. Sigur hennar yfir Judit Polgar í sjöundu umferð vakti geysilega athygli og er að öllum líkindum fyrsta tap Juditar Polgar fyrir konu í nær aldarfjórðung. Í næstu tveim umferðum vann hún Liem Le Queng frá Víetnam og síðan Alexei Shirov. Eftir jafntefli í lokaumferðinni við Aserann Mamedyarov deildi hún efsta sæti með Nigel Short, þau hlutu 8 vinninga af 10 mögulegum. Í 3. – 6. sæti komu svo Adams, Mame- dyarov, Bologan og Sutovsky. Af fulltrúa Íslands og Vest- fjarða: um svipað leyti og Judit Polgar var að kosskveðja fjöl- skyldu sína í Búdapest, steig verkstjórinn Guðmundur Gísla- son út úr hraðfrystihúsi Gunn- varar í Hnífsdal, bað starfmenn sína að hugsa vel um vinnustað- inn í nokkra daga; hann þyrfti nefnilega að skreppa til Gíbraltar sem sumir kalla „Klettinn“. Guðmundur hlaut sex vinninga og endaði í 49. – 75. sæti. Það er alltaf gaman að fylgjast með Guð- mundi þegar honum tekst vel upp. Sigur hans yfir Viktor Kortsnoj verður lengi í minnum hafður: Gíbraltar 2012; 6. umferð: Guðmundur Gíslason – Viktor Kortsnoj Pólsk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 b5 4. Bg2 Bb7 5. c3 e6 6. Dd3 a6 7. Bg5 c5 8. e4 h6 9. Bxf6 Dxf6 10. Rbd2 cxd4 11. cxd4 Rc6 12. O-OB e7 13. a3 d5 14. Hac1 O-O 15. e5 Dg7 16. Rb3 Hac8 17. Hc2 g5 18. h3 h5 19. Hfc1 g4 20. hxg4 hxg4 21. Rh2 Kh8 22. f3!? Eygir möguleika á sókn- araðgerðum á kóngsvæng. Hann gat tryggt sér þægilegt frum- kvæði með 22. Rc5. 22. … gxf3 23. Bxf3 Bg5 24. Rg4! Dg6 Kortsnoj sá að ekki gekk 24. … Bxc1 vegna 25. Hh2+! Kg8 26. Rf6+! og mátar. 25. Hd1 Kg7 26. Rc5 Re7 27. Dxg6 Rxg6 28. Hh2 Hc7 29. Hh5 Be7 30. b4 Hh8 31. Hxh8 Rxh8 32. Kf2 Bg5 33. Be2 Rg6 34. Bd3 Bc8 35. Hh1 Ha7 36. a4! Verður fyrri til að brjóast inn eftir a-línunni. 36. … bxa4 37. Ha1 Re7 38. Rxa4 Rc6 39. Hh1 Rxb4 40. Bb1 Bd7 41. Rc5 Be7 42. Hh7 Kf8 43. Rf6? Sterkara var að skipta uppá d7. „Houdini“ gefur upp: 43. Rxd7+ Hxd7 44. Rf6+ Bxf6 45. gxf6 Kg8 46. Hg7 Kh8 47. Bg6 Rc6 48. Bxf7 Rd8! 49. Bxe6! Hd6! og svartur á að halda velli. 43. … Bxc5 44. dxc5 Bb5? Best var 44. … Rc6. 45. g4 Missir af glæsilegu „Novotny- þema“: 45. Hh8+ Ke7 46. Hb8! Hc7 47. c6! – skurðpunktur stöð- unnar. Svartur verður að leika 48. … Bxc6 og gefa riddarann. 45… Ke7? Kortsnoj varð að leika 45. … Hb7 46. g5 Bc6 sem heldur jafn- vægi. 46. g5 Rc6 47. g6 Rxe5 48. g7 Ha8 49. g8=D Hxg8 50. Rxg8 Kd7 51. Rh6 Kc6 Hrók undir brýst Kortsnoj um á hæl og hnakka. 52. Rxf7 Rxf7 53. Hxf7 Kxc5 54. Ke3 a5 55. He7 Bc4 56. Kd2 d4 57. Bd3 Bd5 58. Ha7 Kb4 59. Ha6 Bb3 60. Hb6 Ka3 61. Kc1 a4 62. Kb1 Ba2 63. Ka1 Bb3 64. Be4 Bc4 65. Hd6 e5 66. Hb6 Be2 67. Bc6? Hér fer Guðmundur út af spor- inu. Nauðsynlegt var að koma kónginum til c2. 67. … Bd3 68. Hb8 e4 69. Hd8 Kb4?? Lokaafleikurinn. Svartur gat náð jafntefli með 69. … Kb3! t.d. 70. Hxd4 Kc3! 71. Hxa4 e3 os.frv. 70. Bxe4! - Óvænt endalok, 70. … Bxe4 er svarað með 71. Hxd4+ og 72. Hxe4. Eftir þennan leik lagði Korts- noj niður vopnin. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Guðmundur vann Kortsnoj á Gíbraltar Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.