SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Page 4

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Page 4
4 29. janúar 2012 „Ég segi allt andskoti fínt,“ segir Arngrímur Jóhannsson og áttar sig: „Nei, nei, ég segi allan andskotann!“ Það þyngist brúnin á honum við tilhugsunina um að skorin verði flug- braut af Reykjavíkurflugvelli frá suðri til norðurs eða klipið af henni. „Það yrði rosalegt áfall fyrir völlinn. Suðurnorðurbrautin er að- albrautin og hún er lengst, hún er til dæmis sú eina sem þotur geta lent á. Það þýddi að ef Keflavík dytti út af einhverjum orsökum, þá yrði í öll- um tilvikum að fljúga til Egilsstaða eða Akureyrar. Þetta yrði rosaleg hömlun á flugvellinum. Þetta takmarkar líka aðstöðu til flugtaks til austurs, því á þeirri flugbraut sem eftir yrði er Öskjuhlíðin hindrun.“ Spurður hvaða áhrif það hefði ef Reykjavíkurflugvelli yrði lokað með öllu, segir hann að það myndi breyta allri myndinni. „Þá er innanlands- flugið bara farið,“ segir hann. „Þá finnst mér að Reykjavík eigi að afsala sér hlutverki höfuðborgar og þjóðarspítali hefði ekkert að gera þar sem Landspítalinn er í dag, heldur ætti hann að vera fyrir sunnan Hafn- arfjörð.“ Jafnframt telur Arngrímurað umferð um Akureyrarflugvöll myndi drag- ast saman um að minnsta kosti 50%. „Akureyringar fljúga ekki til Keflavíkur til að aka til Reykjavíkur.“ Hvað þá? Arngrímur Jóhannsson er andvígur áformum um að loka Reykjavíkurflugvelli. Skapti Hallgrímsson Svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar hyggiststefna áfram að því í aðalskipulagi, sem vænt-anlega verður afgreitt í borgarstjórn á næsta ári,að flugbrautin frá norðri til suðurs á Reykjavík- urflugvelli verði lögð niður árið 2016 og að flugvöllurinn hætti starfsemi í Vatnsmýri árið 2024. Þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið út af fulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins eru í þá veru, þar á meðal frá Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs og oddvita Samfylk- ingarinnar, og Páli Hjaltasyni, formanni skipulagsráðs, sem þar situr fyrir Besta flokkinn. Rökin með og á móti Hingað til hefur gagnrýni á að leggja niður Reykjavík- urflugvöll í Vatnsmýrinni einkum borist frá landsbyggð- inni. Þar hefur einkum verið talað um skyldur höf- uðborgarinnar gagnvart landsbyggðinni, þar sem stjórnsýslan sé að megninu til staðsett þar og henni sé ætlað að þjónusta fólk um land allt. Einnig skjóti það skökku við að lengja flugleiðina á sama tíma og almennt er lögð áhersla á að stytta samgönguleiðir – og miklu til kostað. Öryggissjónarmið vegi þungt, en sjúkraflug fer um Reykjavíkurflugvöll og getur skeikað mannslífum ef sjúkraflutningar taka lengri tíma. Loks efast sumir um að innanlandsflugið muni standa undir sér ef flogið verði til og frá Keflavík. Rökin með því að flytja flugvöllinn hafa jafnan lotið að skipulagsmálum í Reykjavík. En nú ber svo við, að borg- arfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, sem situr í skipu- lagsráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leiddi þá vinnu á síðasta kjörtímabili, teflir fram gagnrökum og horfir þar frá sjónarhóli Reykvíkinga. Forsendur séu gjörbreyttar frá árinu 2001, hugsa þurfi aðalskipulagið upp á nýtt og breyta vinnubrögðum. Rök þeirra sem hafa viljað flugvöllinn burt úr Vatns- mýrinni hafa einkum lotið að því, að það sé nauðsynlegt að þétta byggðina, það auki lífsgæði og skilvirkni og dragi úr mengun. Þá sé Vatnsmýrin kjörið byggingarland fyrir íbúðir, því á svæðið í miðborginni sæki flestir höfuðborgarbúar vinnu og þjón- ustu. Loks hefur því verið teflt fram að Vatnsmýrin sé dýrmætt bygging- arsvæði. En Júlíus Vífill bendir á að þörfin fyr- ir Vatnsmýrina sem byggingarland skapist ekki fyrir árið 2026, að mati sérfræðinga, hugsanlega ekki fyrr en í lok aðalskipulags árið 2030, og því sé engin ástæða að rífa flugvöllinn fyrr og búa til enn eitt hálfkaraða byggingarsvæðið í Reykja- vík. Lokið verði uppbyggingu hverfa Um nokkurra áratuga skeið hafi verið byggðar um 630 íbúðir á ári í Reykjavík, árin fyrir bankahrun hafi þær verið um 700, en árið 2010 hafi einungis bæst við 14! Áætlað sé að íbúðir sem þegar hafi verið byggðar og danki í kerfinu dugi til að mæta eftirspurn næstu tvö ár- in að minnsta kosti. Júlíus Vífill bendir á að reitir séu um alla borg, sem eru tilbúnir til uppbyggingar, en standi auðir. Þá beri mönn- um skylda til þess gagnvart íbúunum að ljúka uppbygg- ingu á hverfum sem byrjað hefur verið á, til dæmis í Úlf- arsárdal þar sem gert sé ráð fyrir um 2.400 íbúðum. Og miðað við 80% þéttingu byggðar megi byggja inn í eldri hverfi og nýta þær grunnstoðir sem fyrir eru. Á jaðarsvæðum í Vatnsmýrinni megi þannig reisa 1.900 íbúðir. „Það er alveg út í hött að vera með offramboð á lóðum í framhaldi af hruninu í stað þess að stýra upp- byggingu farsællega fyrir borgarþróunina og horfa í því skyni ekki bara til Reykjavíkur, heldur alls höfuðborg- arsvæðisins,“ segir Júlíus Vífill. Að vera eða ekki vera – þar er efinn Hverfin verði full- kláruð – engin þörf á að rífa flugvöllinn Skiptar skoðanir eru um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Morgunblaðið/ÞÖKVikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Júlíus Vífill Ingvarsson Tólf þingmenn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafa lagt til á Alþingi að lög- bundið verði að í Reykjavík sé miðstöð inn- anlandsflugs. Á meðal þeirra eru fimm þingmenn af höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Illugi Gunnarsson og Ólöf Nordal, sem leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Á þingi

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.