SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Page 37

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Page 37
29. janúar 2012 37 Það var orðin hefð hjá okkur fjölskyldunni að skellaokkur til Ameríku í mesta skammdeginu í byrjun jan-úar, en einhverra hluta vegna höfum við ekki farið síð-an 2008 þrátt fyrir að við hjónin eigum bæði systur sem hafa búið þar lengi með fjölskyldum sínum. Oft gera Evr- ópubúar grín af matarvenjum Bandaríkjamanna sem á stundum rétt á sér. Engu að síður hefur Norður-Ameríka miklu meiri áhrif á stefnur og strauma í matargerð og veitingahúsaflóru Evrópu og alls heimsins en við áttum okkur á. Til dæmis urðu pizzustaðir ekki algengir annars staðar í Evrópu en á Ítalíu fyrr en eftir miðja síðustu öld, eftir að hafa slegið eftirminnilega í gegn í Am- eríku fyrst og pizzu-menningin eins og við þekkjum hana á Ís- landi er í anda amerískra Ítala. Tex mex -staðirnir sem við höld- um að séu upprunalega frá Mexíkó eru reyndar frá Texas og urðu til þegar matarmenning heimamanna blandaðist við menningu Mexíkana sem komið höfðu yfir landamærin. Sushi-staðir sáust ekki í Evrópu fyrr en þeir höfðu náð miklum vinsældum í New York og Los Angeles. Nú er- um við að upplifa nýj- asta trendið sem er tapas, það er kúltúr sem hefur verið brúk- aður á Spáni í ár- hundruð, en það er reyndar kallað pintxos á Norður-Spáni, það ruddi sér til rúms í stórborgum vestanhafs fyrir um það bil 15 ár- um og nýtur nú gríðarlegra vinsælda. Sennilega vegna þess að þar er um að ræða þægilega stemmingu sem einskorðast ekki við ákveðna matreiðslu. Margir Íslendingar hafa áttað sig á því að markaðssetning vestanhafs, er greinilega gott veganesti til að ná árangri annars staðar í heiminum, dæmi um það er íslenska vatnið sem Jón Ólafsson og félagar eyddu miklu pústi í að mark- aðssetja í Ameríku með góðum árangri, sem síðan opnaði mark- aði í Asíu. Við fjölskyldan höfum fundið ágætislausn á Ameríku- söknuðinum, hún felst í því að skella sér í verslunina Kost í Kópavogi. Þetta er ótrúlega skemmtileg verslun sem er allt öðru- vísi en aðrar matvöruverslanir sem við eigum að venjast, mikið úrval af allskyns vörum sem við sjáum hvergi annars staðar og oft í undarlega stórum umbúðum, mjög vinaleg þjónusta stund- um næstum því óþægilega vinaleg eins og í Ameríku. Sonur minn kemst þarna í feitt enda eins og margir aðrir unglingar hrifinn af morgunkorni, sælgæti og öðrum vörum sem mér finnst líta út eins og geislavirk og bragðast eins og lyktin af ódýrum bílailmi. Það er þó líklegt að ég hefði verið eins þegar ég var unglingur, það er bara svo langt síðan að ég man það ekki, svo er líka ansi langt síðan að ég borðaði sælgæti svo kanski er það allt svona. En samt hvað er málið með Rótarbjór? Ég aftur á móti finn mig í hillunum þar sem baunir, grjón, hnetur og fleira er. Í grænmetishorninu er mikið úrval af grænmeti og ávöxtum sem flogið er hingað beint frá New York, mikið af því er lífrænt og upprunamerkingar eru til fyrirmyndar. Ég er líka mjög hrifin af lífrænum soðum sem hægt er að kaupa í lítrafernum (nauta, kjúklinga, grænmetis o.s.frv.) Fyrir þá sem eru liðtækir við kökugerð og skreytingar er mikið úrval af allskyns áhöldum og vörum því tengdu. Vissulega er líka mikið úrval af íslenskum vörum í versluninni. Ég vil hrósa starfsfólki Kosts og hvetja þau til áframhaldandi afreka og þakka þeim fyrir að þora að vera öðruvísi. Kostur leysir Ameríku af hólmi Matarþankar Friðrik V. Morgunblaðið/Ómar 800 g lambalifur 2 timíangreinar (eða 1 tsk þurrkað timían) Í eldhúsinu: Olía vatn salt og pipar Lifur snyrt og skorin í 3 cm sneiðar, sett í skál með olíu, timían, salti og pipar og látin liggja í 30 mín. Lifrin er þá brún- uð á heitri pönnu, snúið og eld- uð á hálfum hita með smá vatni undir loki í um 3 mínútur. Krydd- uð til. Athugið að lifur þarf skamma eldun og nýtur sín best þegar hún er ljósrauð. Afbragðsréttur með sætum kart- öflum úr ofni og heitu mangó- salsa. Steikt lambalifur 1 vel þroskað mangó 2 laukar 1 ferskur eldpipar (chili) sérríedik Í eldhúsinu: olía vatn salt og pipar Laukar skornir í grófa teninga og svitaðir í olíu, mangó skorið í teninga og bætt í ásamt söx- uðum eldpipar. Svitað í 2-3 mín- útur. Síðan er 1½ dl af vatni hellt yfir og soðið í 3 mín., smakkað til með salti, pipar og 2-3 msk af ediki. Góð með ýmsum mat, t.d. lif- ur. Heitt mangósalsa 350 g skyr 150 g mysuostur 300 ml rjómi 30 ml sítrónusafi 20 g flórsykur Í eldhúsinu: Vatn Skyr, mysuostur, sítrónusafi og flórsykur þeytt saman með ör- litlu vatni. Þegar blandan hefur samlag- ast og er orðin mjúk er rjóman- um blandað saman við. Blandan er því næst sett í kolsýru- rjómasprautu og sprautað á diska. Gott með sætri sósu eða sveskju-skál (kompot). Mysuosts- og skyrfroða

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.