SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 20
20 29. janúar 2012 mér litlar vonir um, að það myndi rétta sig aftur, enda gerði skipið það ekki.“ Strax og Kristjáni varð ljóst að leki væri kominn að togaranum hafði hann beðið Birgi Óskarsson loftskeytamann að senda út hjálparbeiðni. Birgir var aðeins 22 ára að aldri, en í frásögnum af slysinu er honum hrósað fyrir mikla yfirvegun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið ró- legur fram yfir aðra. Ég var auðvitað skít- hræddur eins og flestir, en ég reyndi að standa mig; reyndi að hafa góð áhrif á aðra svo þeir yrðu ekki hræddari en þörf var á,“ sagði Birgir í samtali við Sunnu- dagsmoggann í vikunni, þegar hann rifj- aði upp þennan erfiða dag. „Það stóð tæpt – mjög tæpt,“ segir Birgir um aðstæður á slysstað. Nefnir sér- staklega hve mikilvægt var að skot skip- stjórans úr línubyssunni skyldi heppnast í fyrstu tilraun. Neituðu að rjúfa dagskrána Töluverð óþarfa töf varð á því að hjálp- arbeiðni Birgis kæmist til skila. Loft- skeytamaðurinn vissi að togarinn Júpíter væri næstur Elliða á miðunum og reyndi að ná sambandi við hann. Vegna élja- gangs komu mjög gjarnan truflanir og mikið suð í viðtækin og vegna þess hafði starfsbróðir Birgis á Júpiter lækkað í tækjunum og heyrði því ekki neitt. „Ég hafði strax samband við Reykjavík radíó og bað um að kallað yrði í Júpiter en þeir náðu ekki heldur sambandi. Ég bað þess vegna um að tilkynningu yrði komið í útvarpið. Verið var að senda út þátt af segulbandi, þar sem dagskrá næstu viku var kynnt, en útvarpið harð- neitaði að rjúfa dagskrána!“ segir Birgir. Það var ekki fyrr en um það bil 20 mínútum seinna að tilkynningin var lesin upp og hafði orðalagi þá verið breytt; skip og bátar á Breiðafirði voru beðin um að hafa samband við Reykjavík radio. „Þá heyrðu þeir um borð í Júpiter til- kynninguna og loftskeytamaðurinn hafði samband við mig,“ segir Birgir. „Við vor- um þá enn með ljósavélarnar í gangi og ég gat sent þeim merki á langbylgju sem þeir notuðu til að miða okkur út.“ Júpiter átti framundan nokkurra klukkustunda stím að Elliða. Kristján skipstjóri sagði í sjóprófunum, skv. frásögn Morgunblaðsins: „Þegar svona var orðið útlitið sló ekki að ástæðulausu óhug að mönnum, sem lýsti sér m.a. í því, að tveir af þremur gúmmíbjörgunarbátum voru settir út án minnar vitundar og í algjöru leyfisleysi. Báðir bátarnir slitnuðu strax frá skipinu og fór annar mannlaus, en í hinum fóru þeir hásetarnir Egill Steingrímsson og Hólmar Frímannsson. Og ekki skánaði við það að missa þarna tvo bátana, því að þá var aðeins einn 20 manna gúmmíbát- ur, sem við töldum að væri nothæfur, eftir. Útilokað var að koma trébátunum í sjóinn. Að auki höfðum við korkfleka um borð og tóku tveir hásetar, þeir Guð- mundur Ragnarsson og Páll Jónsson, hann og hugðust bjarga sér á honum, en um það vissi ég ekki, fyrr en töluvert seinna, er ég spurði eftir þeim. Það ótrú- lega skeði, að þeir gátu haft sig að skipinu aftur við illan leik.“ Snarræði Halls bátsmanns Kristján segist hafa brýnt fyrir mönnum að skipið myndi geta legið svona á hlið- inni tímunum saman: „svo að það væri engin hætta á öðru en það yrði búið að finna okkur, áður en það sykki, því að ég var búinn að fá fréttir um að togarinn Júpiter sem var ekki svo langt í burtu, væri á leið til okkar. Færðist þá ró og stilling yfir mannskapinn smátt og smátt.“ Neyðarblysum var skotið á loft, alls um 20, til leiðbeiningar fyrir Júpiter, að sögn skipstjórans. Júpiter var kominn fast að Elliða um það bil stundarfjórðungi fyrir klukkan tíu. Þá kom í ljós að þriðja gúmmíbátinn blés ekki upp nema til hálfs. „Var þá haft Líkfylgdin á leið til Siglufjarðarkirkju fyrir útför Hólmars Frímannssonar og Egils Steingrímssonar, eftir húskveðju frá heimili Hólmars. Forsíðan 13. febrúar, daginn eftir að Júpíter kom með skipbrotsmennina að landi. Forsíða Morgunblaðsins sunnudaginn 11. febrúar 1962, daginn eftir að Elliði SI fórst. Ljósmynd/Hinrik Andrésson ’ Ég var mest hræddur að við fengjum skrúfuna og skipið í hausinn þegar það sykki. Ég opnaði vasahnífinn minn með krókloppnum höndum, skar á taugina til að losa bátinn og ýtti honum frá. Ljósmynd/Hannes P. Baldvinsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.