SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 26
26 29. janúar 2012 passað vel á eigendur sína og væntanlega farið þeim bet- ur fyrir vikið. „Það hefur verið afskaplega gaman að stúdera sníðamennskuna og fráganginn. Við skoðuðum alla kjólana vel og rýndum í smáatriðin og spurðum okkur: Af hverju er þessi kjóll merkilegri en hinn? Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt. Það hefur til dæmis verið sérstaklega gaman að stúdera gömlu ljósmynd- irnar.“ Ýmsar skemmtilegar upplýsingar koma fram í bókinni sem gerð hefur verið um sýninguna. Kjólarnir á sýning- unni eru saumaðir ýmist af útlærðum kjólameisturum eða saumakonum sem ekki höfðu fengið formlega menntun. Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru til við- töl við Dýrleif Ármann og Henny Ottósson þar sem þær lýsa vinnuaðferðum og aðstöðu. Kjólar þessa tíma voru engir pokar eins og hafa verið algengir síðustu ár og þurftu því að passa vel á konurnar. Það var nákvæmnisverk að sauma kjóla og þurftu kon- ur að koma nokkrum sinnum í mátun. Það gat skipt máli í hvaða lífstykki eða brjóstahaldara þær voru því und- irfötin á þessum tíma voru svo mótandi. Ferlið var oftar en ekki þannig að konurnar komu með hugmynd að kjól, oft byggða á einhverju sem þær höfðu séð í blaði. Þetta undirstrikar að íslenskar konur voru í takti við það sem gerðist í París, London og New York. Kjólameist- arinn teiknaði síðan upp kjólinn og sneið. Síðan var kjóllinn þræddur saman og mátaður. Loks var hann saumaður og lagfærður ef eitthvað var að. Þetta tók upp Tveggja krónu peningar voru líklega notaðir sem lóð í bakstykkið á jakkanum. Hattar ljá fatnaðinum annað yfirbragð. Síðkjóll úr loga- gylltu brókaði, sem líklega er saumaður á stríðsárunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.