SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 24

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 24
24 29. janúar 2012 Á Þjóðminjasafni Íslands var opnuð um síð-ustu helgi alveg stórskemmtileg sýning sember nafnið TÍZKA - kjólar og korselett.„Kjólarnir á sýningunni koma úr safni Þjóð- minjasafnsins og frá einkaaðilum. Kjólarnir sem hafa borist safninu eru ýmist stakir eða hluti af stærri heild. Söfnun 20. aldar klæðnaðar hefur verið stunduð um hríð í safninu og þá sérstaklega með áherslu á íslenskt handverk og framleiðslu. Þeir kjólar sem koma frá einka- aðilum voru valdir til að endurspegla annars vegar tísku- straumana og handverkið og hins vegar einstaklingana sem gengu í kjólunum, því módelkjóllinn er ekki fullburða listaverk fyrr en rétta konan er komin í hann,“ segir í texta um sýninguna. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður er höfundur sýn- ingarinnar. Hún segir að þetta sé vanrækt tímabil í Íslands- sögunni, sem mikilvægt sé að skrásetja betur. „Þetta er nánast óskrifað blað í sögunni og það hefur lítið verið hugsað um þennan þátt í sögunni. Þetta er búið að vera mikill lærdómur,“ segir Steinunn, sem vann að sýn- ingunni í samvinnu við Ágústu Kristófers- dóttur sýningarstjóra. Saumaðir hérlendis eftir pöntun Kjólarnir á þessari sýningu eiga það sameiginlegt að vera saumaðir hér á landi. Hver og einn þeirra er ein- stakur en flestir eru svokallaðir módelkjólar sem saumaðir voru eftir pöntun, að því er fram kemur í sýningartexta. Hugmyndin er kannski fengin af síðum tísku- blaða, efnið valið og síðan sér- saumað á þá konu sem átti að ganga í kjólnum. „Allir kjólarnir eru listaverk, sumir Tískusýning úr fortíðinni Kjólarnir sem prýða Bogasal Þjóðminjasafnsins gleðja ekki aðeins augað heldur eru líka mikilvæg heimild um fortíðina og innblástur fyrir framtíðina. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður mætti uppákædd í anda tímabils sýningarinnar á opnunardaginn, líkt og aðrir starfsmenn safnsins. Kjóllinn er frá saumastofunni BEZT í Reykjavík og er úr bleiku duchess-satíni. Á sýningunni eru líka gamlar myndir sem allar eru úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu. Dragtin var í eigu Brynhildar Jónsdóttur, garðyrkjubónda í Hveragerði.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.