SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 8
8 29. janúar 2012 Black Sabbath var stofnuð af fjórum ungmennum í Birmingham á Englandi árið 1969, söngvaranum Ozzy Osbourne, gítarleikaranum Tony Iommi, trommaranum Bill Ward (allir fæddir 1948) og bassaleikaranum Geezer Butler (f. 1949). Fyrsta plata sveitarinnar, sem bar nafn hennar, kom út snemma árs 1970 en Black Sabbath sló í gegn með næstu plötu, Paranoid, sem kom út síðar sama ár. Dekkri og drungalegri riff höfðu ekki í annan tíma heyrst í mannheimum og ný stefna leit dagsins ljós – þungmálmur. Enda þótt gagnrýnendur væru ekki undir ósköpin búnir var breskur æskulýður það sannarlega og tónleikahús voru iðulega full út úr dyrum þegar Black Sabbath var á sviðinu. Sig- urganga sveitarinnar var óslitin fram eftir öllum átt- unda áratugnum og gagnrýnendur sáu sig fljótt um hönd. Þess má til gamans geta að ungmennin sem stofnuðu Black Sabbath komu hvert úr sinni áttinni, þannig starfaði Osbourne, sem þá hét einfaldlega John, á sláturhúsi og Iommi dró fram lífið með því að gera við ritvélar. Sá hefði lítið að gera í dag. Slátrari og ritvéla- viðgerðarmaður Whiskey a Go Go-barinn í Los Angeles, þar sem Black Sabbath hélt sína fyrstu tónleika vestra árið 1971. Reuters Nýjasta og mögulega síðasta tilraunin til að náupprunalegum meðlimum fyrsta málmbandsmannkynssögunnar, Black Sabbath, samantil plötugerðar og tónleikahalds er í uppnámi eftir að trymbillinn, Bill Ward, lýsti því yfir á heimasíðu sinni í vikunni að samningurinn sem fyrir honum lægi væri ekki boðlegur. Hótaði hann að draga sig í hlé og bað áhangendur sveitarinnar sögufrægu lengstra orða að erfa það ekki við sig. „Mér líður eins og mér hafi verið útskúfað, svo virðist sem ég fái ekki að vita hvað er á seyði nema ég skrifi undir samning sem óhugsandi er að skrifa undir,“ segir Ward og bætir við að málið hafi skil- ið hann eftir á aumum og einmanalegum stað. „Vegna réttinda minna og sjálfsvirðingar sem rokktónlist- armaður get ég hins vegar ekki skrifað undir.“ Ward segir málið ekkert hafa með græðgi að gera, hann sé alls ekki að beita fjárkúgun. „Allt sem ég bið um er samningur sem er viðurkenning á veru minni í þessu bandi og framlagi mínu gegnum árin.“ Af ummælum Wards að dæma hefur honum verið haldið utan hringiðunnar en gert var heyrinkunnugt í nóvember að upprunalegu meðlimir Black Sabbath, Ozzy Osbourne, Tony Iommi, Geezer Butler og Bill Ward, hefðu samþykkt að koma saman á ný, taka upp plötu, sem koma á út seint á þessu ári, og fara í tónleika- ferð. Black Sabbath á meðal annars að troða upp á Download-hátíðinni vinsælu í Bretlandi í sumar. Af máli Wards að dæma er þetta ekki í fyrsta skipti sem honum er sýnt tómlæti af félögum sínum í hljómsveitinni og að- standendum hennar. Ýmsum heimildum ber saman um að hann hafi á köflum rekist illa í bandinu en frægt var þegar Ward hlaut þriðja stigs bruna eftir að félagarnir tendruðu bál í skeggi hans. Ward tekur skýrt fram í yfirlýsingunni að hann sé eft- ir sem áður til í tuskið. „Enda þótt þetta hafi slegið mig út af laginu, er ég búinn að setja niður í töskur og tilbú- inn að fara frá Bandaríkjunum til Englands. Það sem meira er, ég vil endilega leika inn á nýju plötuna og fara í tónleikaferðina með Black Sabbath.“ Þessi tónn vekur langsoltnum áhangendum Sabbath bjartsýni en auk þess hafa glöggir málmskýrendur bent á, að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Bill Ward lendir í samningaþófi við sveitina. Árið 2004, þegar téðir fjór- menningar áttu að koma saman til tónleikahalds, hætti trymbillinn við í fússi fyrir þær sakir að samningurinn væri óviðunandi. Mike Bordin úr Faith No More var ráð- inn í staðinn. Ward snerist þá hugur og slóst í hópinn. Ekki er lítið í húfi en fjórmenningarnir gerðu síðast saman plötu undir merkjum Black Sabbath árið 1978, Never Say Die. Síðan fór allt í bál og brand og Osbourne, sem verð sífellt undarlegri í háttum vegna taumlausrar áfengis- og fíkniefnaneyslu, hætti í bandinu. Hóf sóló- feril og haslaði sér síðar völl sem sérvitringur í raun- veruleikasjónvarpi ásamt spúsu sinni, Sharon, og tveim- ur af þremur börnum þeirra hjóna. Ronnie James Dio tók við hljóðnemanum af Osbourne en fjórir aðrir söngvarar hafa komið við sögu sveitarinnar, Ian Gillan, Glenn Hughes, Tony Martin og Ray Gillen. Black Sabbath hefur sent frá sér tíu breiðskífur eftir brotthvarf Osbournes en Ward hefur aðeins leikið inn á tvær þeirra, Heaven & Hell (1980) og Born Again (1983). Iommi greindist með krabbamein Á ýmsu hefur gengið síðan tilkynnt var um endurkomu upprunalegu útgáfunnar af Black Sabbath fyrir aðeins þremur mánuðum en í byrjun árs upplýsti gítarleikari og listrænn stjórnandi sveitarinnar, Tony Iommi, að hann hefði greinst með eitlakrabbamein. Meinið mun vera á frumstigi og úr herbúðum Sabbath bárust fljótt þær fréttir að veikindi Iommis ættu ekki að hafa mikil áhrif á áform sveitarinnar á þessu ári. Enn er stefnt að útgáfu plötunnar undir lok þessa árs og engum tónleikum hefur ennþá verið aflýst. Það eina sem hefur breyst er að upp- tökur munu fara fram á heimavelli Iommis í Englandi en ekki í Bandaríkjunum eins og fyrst stóð til. Nú er bara spurning, hver mun fara fingrum um kjuð- ana, Bill Ward eða einhver annar? Ozzy Osbourne upplýsir lýðinn um endurkomu Black Sabbath í nóvember síðastliðnum. Bill Ward drúpir höfði. Reuters Nú er það svart, Sabbath! Eyðileggur vont samningstilboð endurkomu móður allra málmbanda? Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stofnmeðlimir Black Sabbath seint á síðasta ári: Bill Ward, Ozzy Osbourne, Geezer Butler og Tony Iommi. Reuters Black Sabbath sendi síðast frá sér breiðskífu fyrir sautján árum, 1995. Forbidden nefn- ist gripurinn og var Tony Iommi eini upprunalegi með- limurinn til að leika á plöt- unni. Aðrir bandingjar á þeim tíma voru Tony Martin, söng- ur; Neil Murray, bassi; Geoff Nicholls, hljómborð og Cozy heitinn Powell sem lék á trommur. Síðasta plata kom út 1995 Black Sabbath á sokkabandsárum sveitarinnar um 1970.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.