SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 9

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 9
29. janúar 2012 9 Bjór er oft sagður tengjast boltanum. Eða var það öfugt? Allir sem vilja,vita að þetta er satt að því leyti að margir stuðningsmenn neyta áfengsöls á meðan þeir horfa á leiki í sjónvarpi. Í sjálfu sér er líklega til einskisað fást um það, en gott að muna að allt er best í hófi. Þeir sem vilja, vita líka að ein ástæða þess hve stemningin er frábær á knatt- spyrnuvöllum á Englandi er sú að margir fara á pöbbinn á undan og smyrja radd- bönd og aðra líkamshluta með söngolíu. Kannski þýðir ekkert um það að fást heldur. Hver er ég a.m.k. að gagnrýna það? Verra er hins vegar ef leikmenn sjálfir eru mikið fyrir sopann, sem var reyndar um árabil alþekkt vandamál, ekki síst á Englandi. Óli Stefán Flóventsson úr Grindavík sem þjálfar Sindra á Hornafirði, skrifaði merkilegan pistil á vefsíðuna fotbolt- i.net í vikunni. Pistillinn hófst með þessum orðum: „Ég heiti Óli Stefán og er alkóhólisti.“ Hann ákvað að taka sér tak, 34 ára gamall. „Ég hafði í raun vitað lengi að áfengisdrykkja var vandamál hjá mér en ekki haft kjark í að gera neitt í því fyrr en þarna.“ Hrósa verður Óla Stefáni fyrir að stíga þetta skref því margir íþróttamenn hér- lendis eru eflaust í sömu sporum og hann var og vonandi opnar umræðan augu einhverra. Hann lýsir skemmtanahaldi í tengslum við fótboltann og bendir á hve áfengisneysla sé algeng í því sambandi. „Ég hef spilað yfir 200 leiki í efstu deild og nokkra Evrópuleiki. Ég er að sjálf- sögðu ánægður með það, en stóra spurningin sem ég berst við í dag er, hefði ég getað gert betur eða náð lengra? Ég hafði hæfileika en hvað eru hæfi- leikar ef þeir eru ekki fóðraðir rétt?“ Áhugavert atriði sem fleiri mættu hug- leiða. Á hátíðarstundum er talað um hve íþróttir séu góð forvörn og ég er reyndar sannfærður um að svo sé. Auðvitað er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í hópi íþróttamanna, en ég er nokkuð viss um að það er ekki vegna þess að þeir eru íþróttamenn, heldur vegna þess að þeir eru alkóhólistar. Vonandi verður iðkun íþrótta í hópi ekki til þess að fleiri drekki og verr en ella hefði orðið. Drykkjuskapur var á árum áður mikið vandamál í ensku knattspyrnunni. Það var hreinlega lífsstíll sumra að drekka ótæpilega, jafnvel nokkrum sinnum í viku! Eftir leiki fóru menn gjarnan saman á leikmannabarinn á vellinum og fengu sér nokkra bjóra. Virka daga var svo stundum dottið í það líka. Þekkt er ástandið hjá Manchester United þegar Alex Ferguson tók þar við stjórnvelinum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hann segir frá því, í stórmerkilegri sjálfsævisögu sem kom út 1999, að sumir leikmenn liðsins – jafnvel sumir þeirra allra frægustu – voru örgustu fyllibyttur og það hafi greinilega staðið þeim fyrir þrifum. Árangurinn var eftir því; liðið var nánast rjúkandi rúst. Ferguson segist hafa tilkynnt sínum mönnum, þegar hann komst að því hvers kyns var, að þeir skyldu gjöra svo vel að breyta hugsunarhætti sínum og fram- komu; United væri knattspyrnufélag en ekki skemmtiklúbbur. Drykkja er ekki sama og drykkja. Ferguson er þekktur fyrir áhuga á rauðvíni og býður þjálfurum gestaliðsins oft upp á rauðvínstár á skrifstofu sinni eftir leiki á Old Trafford. En honum tókst að útrýma vitleysunni í herbúðum United, rétti skútuna við og er nú sigursælasti þjálfari í enskri knattspyrnusögu. Þessi frábæri þjálfari kom flestum í skilning um að með drykkjunni brygðust þeir liðsfélögunum, vinnuveitandanum og stuðningsmönnunum, sem greiða að- gangseyri að leikjum og eiga heimtingu á því að menn standi sig. Síðast en ekki síst bregðast knattspyrnumennirnir sjálfum sér og sínum nánn- ustu með mikilli drykkju. En það á reyndar við alla, hvaða atvinnugrein sem þeir stunda. Lífsblómið má ekki drukkna Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Alex Ferguson Óli Stefán Flóventsson. Ljósmynd/Jón Júlíus Karlsson Reuters ’ Sumir frægustu leikmenn Man- chester United voru örgustu fyllibyttur þegar Alex Ferguson tók við stjórninni. Fyrir rúmum tveimur áratugumsló kanadíska söngkonan Al-annah Myles rækilega í gegnmeð lagi sínu Black Velvet sem var mest spilaða lag í útvarpi í heiminum tvö ár í röð, 1989 og 1990. Lagið var á fyrstu breiðskífu Myles sem bar einfald- lega nafn hennar og fór á topp vinsælda- lista í Bandaríkjunum og í annað sætið í Bretlandi. Myles hlaut Grammy- verðlaunin sem besta rokksöngkona árs- ins 1991. Myles er sannarlega „eins lags-undur“ en næstbesti árangur hennar á stóru vin- sældalistunum er 19. sætið í Bandaríkj- unum með laginu Love Is af sömu plötu. Myles fylgdi frumburðinum eftir með þremur plötum á tíunda áratugnum en engin þeirra náði lýðhylli, ekki einu sinni í heimalandinu. Hæst náði önnur platan, Rockinghorse, í 9. sætið í Kanada 1992. Alannah Myles fæddist í Ontario á jóla- dag 1958 og er því 53 ára gömul. Ung var hún gefin rokkinu og dró um tíma fram lífið með því að syngja lög hljómsveita á borð við T. Rex, AC/DC og The Rolling Stones á knæpum áður en hún var upp- götvuð og fór sjálf að taka upp plötur. Um miðjan níunda áratuginn kom hún reglulega fram í smærri hlutverkum í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Kan- ada. Myles hvarf af sjónarsviðinu undir lok tíunda áratugarins en skaut öllum að óvörum næst upp kollinum í Svíþjóð fyrir sjö árum, þegar hún tók þátt í forkeppni Júróvisjón þar um slóðir ásamt rokk- sveitinni Kee Marcello’s K2. Lagið, We Got It All, stóð því miður ekki undir nafni – fékk hraksmánarlega útreið og hafnaði í sjöunda sæti af átta lögum. Kee þessi Marcello er líklega þekkt- astur fyrir að hafa um tíma leikið á gítar í sænska hármálmbandinu Europe. Myles sendi frá sér plötu með því frumlega nafni Black Velvet árið 2008 og síðast komst söngkonan í fréttirnar í fyrra þegar hún upplýsti að hún glímdi við taugaskemmdir í mænu eftir harka- lega meðferð hjá kírópraktorum. Fyrir vikið getur hún hvorki hreyft höfuð né háls. En röddin er enn á sínum stað. orri@mbl.is Ekki er annað að sjá en að kanadíska söngkonan Alannah Myles hafi elst vel. Hún er 53 ára. Alannah Myles? Hvað varð um … Myles í þá gömlu góðu daga. Umslag fyrstu breiðskífunnar. Myles er sögð elsk að hestum.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.