SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 44

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 44
44 29. janúar 2012 A.D. Miller - Snowdrops bbbmn Andrew Miller, eða A.D. Miller, þekkja eflaust flestir lesendur Economist enda skrifaði hann lengi Bagehot-pistla ritsins, en þar áður var hann um tíma útsendari Economist í Rússlandi. Þessi bók gerist einmitt í Rússlandi, aðallega í Moskvu, og lýsir ókræsilegum heimi – nafn bókarinnar er eftir því sem Rúsar kalla það þegar lík vetrarins birtast undan snjónum í hláku vorsins. Eins og Miller leggur einni persónu bókarinnar í munn: Sögur frá Rússlandi eru ekki viðskiptasögur, ekki stjórnmálasögur og ekki ástarsögur. Þær eru bara glæpasögur. Snowdrops er og glæpasaga, en þó miklu frekar þroskasaga sögu- mannsins, Englendings sem starfar hjá fjárfestingarbanka og flækist inn í svik á ýmsum stigum. Bókin var tilnefnd til Booker-verð- launanna, sem kom mér nokkuð á óvart því þó margt í henni sé listavel skrifað er hún ekki veigamikið verk og full-fyrirsjáanleg. Miller má þó eiga það að hann nær býsna vel að draga upp hráslaga- lega mynd af Moskvu og Rússlandi almennt og beitir ljóðrænum lýs- ingum til að draga ljótleikann enn betur fram. George Pelecanos - The Cut bbbmn George Pelecanos er með fremstu spennusagna- höfundum vestan hafs nú um stundir. Reyfarar hans eru gríðarvel skrifaðir og margir frekar þjóðlífslýsingar er hreinræktaðar spennubækur. Svo er til að mynda með The Cut þar sem miklu rými er varið í að draga upp mynd af söguhetj- unni, Spero Lucas, og fjölskyldu hans, en bók- inni fylgir smásaga sem gefur enn fyllri mynd af Lucas-fjölskyldunni. Ég þykist vita að Pelecanos hyggist skrifa fleiri bækur um Lucas, enda hentar hann vel í slíkt; hörkutól og kvennagull með sterka siðferðiskennd sem starfar þó á mörkum góðs og ills, gerir sitthvað ólöglegt til að ná sínu fram, en er heiðarlegur fram í fingurgóma. Það er talsverð spenna í bókinni, þó lokauppgjör hennar taki fljótt af, og það má dunda sér við að eltast við menningarlegar tilvísanir og velta fyrir sér óteljandi smáatriðum sem gefa betri mynd af daglegu lífi í Wash- ington en nokkur túristahandbók. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Lesbókbækur Nú þegar tvö hundruð ár eru liðin fráfæðingu Charles Dickens, sem marg-ir telja mesta skáldsagnahöfundheims fyrr og síðar, er mikið um dýrðir. Rithöfundurinn er í sviðsljósinu og konurnar í lífi hans verða ekki útundan. BBC sýndi um jólaleytið þátt um eiginkonu Dickens, Catherine, og ástkona rithöfundarins, Nelly Ternan, fær vitaskuld einnig sitt pláss en leik- arinn Ralph Fiennes er leikstjóri kvikmyndar um hana. Myndin byggist á margverðlaunaðri ævisögu Nelly Ternan, Ósýnilega konan, eftir Claire Tomalin, og handritshöfundur er Abi Morgan sem gerði handritið að kvikmyndinni Járnfrúin þar sem Meryl Streep sýnir sannan stjörnuleik. Leikkonan og rithöfundurinn Nelly Ternan var 18 ára leikkona þegar Charles Dickens, þá 45 ára, varð á vegi hennar. Hann, kvæntur maður og tíu barna faðir, varð yfir sig ástfanginn af henni. Vegna ástar sinnar sagði hann skilið við eiginkonu sína, Catherine, og skilnaðurinn varð vægast sagt ekki smekklegur. Dickens, sem átti til mikið örlæti, bjó yfir rík- um mannskilningi og sýndi öðrum oft svo mikla samúð, umturnaðist og sýndi eiginkonu sinni ótrúlega ósanngirni og heift. Hann hrakti hana að heiman, bannaði börnum þeirra að tala við hana, efaðist um geðheilsu hennar og lýsti því fjálglega yfir að hann hefði aldrei elskað hana. Nelly var ekki sérlega góð leikkona, en Dic- kens fannst hún unaðsleg á allan hátt. Í þrettán ár, þar til hann lést 58 ára gamall, var hún ást- kona hans. Sambandið fór afar leynt, en hún fæddi honum son sem lést ekki löngu eftir fæð- ingu. Þegar Dickens lést skyndilega árið 1870 varð Nelly að skapa sér nýja tilveru. Og það gerði hún svo sannarlega. Hún endurskapaði sjálfa sig. Nelly í blekkingarleik Þegar Nelly kynntist ungum manni, George Wharton Robinson, sem var prestlærður sagðist hún vera tíu árum yngri en hún raunverulega var og hann hafði ekki hugmynd um að hún væri í reynd tólf árum eldri en hann. Þau gift- ust árið 1876 og hún var alla tíð sterkari aðilinn í sambandi þeirra. Eiginmaður hennar vissi ekkert um fortíð hennar sem ástkona Dickens. Eiginmaður hennar vildi gerast prestur en hún taldi hann ofan af því og hann varð skóla- stjóri. Nelly aðstoðaði við skólann, skipulagði skólaleikrit og tónleika og kom fram á góð- gerðarsamkomum þar sem hún las iðulega upp úr verkum Dickens. Hún hélt nánu sambandi við mágkonu Dickens, Georginu, sem hafði verið ráðskona rithöfundarins og afar trygg honum. Georgina sýndi Nelly nú sömu tryggð og sagði aldrei orð opinberlega um ástarsam- band hennar við Dickens. Nelly eignaðist tvö börn, dreng og stúlku, með eiginmanni sínum. Eiginmaður hennar lést sextugur að aldri og hún lést árið 1913, þá 65 ára samkvæmt dánarvottorði en var í reynd 75 ára. Þegar sonur hennar, Geoffrey, fór í gegnum skjöl og pappíra móður sinnar komst hann að ýmsu sem hann hafði ekki áður vitað. Honum hafði verið fullkomlega ókunnugt um að móðir hans var leikkona en fann nú staðfestingar þess efnis og bréf sem bentu til þess að hún hefði verið ástkona Charles Dickens. Hann átti fund með syni Dickens, sem staðfesti að Nelly hefði verið ástkona rithöfundarins. Geoffrey fór heim og eyðilagði nær allt á heimilinu sem minnti á móður hans. Hann harðbannaði að bækur eftir Dickens kæmu inn á heimilið og slökkti á út- varpinu ef nafn hans var nefnt þar. Hann skip- aði systur sinni að ræða móður þeirra aldrei við aðra. Hann var ofsareiður og taldi móður sína hafa gefið falska mynd af sjálfri sér og logið svívirðilega að fjölskyldunni. Systir hans dæmdi móður sína ekki jafn hart og sagði á elliárum að ef móðir sín hefði syndgað með Dickens hefði hún örugglega gert það í nafni ástarinnar. Catherine, eiginkona Dickens, og hin unga ástkona Nelly. Báðar eru nú nokkuð í sviðsljósinu. Ósýnilega konan Verið er að gera kvikmynd um ástkonu Charles Dic- kens, Nelly Ternan, en ævi- hlaup hennar er um margt merkilegt. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 15. - 28. janúar 1. Heilsuréttir Hagkaups - Sólveig Eiríks- dóttir / Hag- kaup 2. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 3. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 4. Brakið - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 5. Galdrameistarinn 15- Ókunnur heimur - Margit Sandemo / Jentas 6. Máttur athyglinnar - Guðni Gunnarsson / Salka 7. Almanak Háskóla Íslands 2012 - Þorsteinn Sæmunds- son o.fl. / Háskóli Íslands 8. Þóra - heklbók - Tinna Þór- udóttir Þorvaldsdóttir / Salka 9. Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell 10. Hjarta mannsins - Jón Kal- man Stefánsson / Bjartur Frá áramótum 1. Heilsuréttir Hagkaups - Sólveig Eiríks- dóttir / Hag- kaup 2. Þóra - heklbók - Tinna Þóru- dóttir Þor- valdsdóttir / Salka 3. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson JPV útgáfa 4. Almanak Háskóla Íslands 2012 - Þorsteinn Sæmunds- son o.fl. / Háskóli Íslands 5. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 6. Minnisbókin - Nicholas Sparks / Vaka-Helgafell 7. Konur eiga orðið allan ársins hring - Kristín Birgisdóttir / Salka 8. Almanak Hins íslenska þjóð- vinafélags 2012 - Hið ís- lenska þjóðvinafélag / Hið ís- lenzka þjóðvinafélag 9. Brakið - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 10. Bernskubók - Sigurður Páls- son / JPV útgáfa Bóksölulisti Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.