SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 31
29. janúar 2012 31 Fyrir ríflega 65 árum, 1. desem-ber 1946, komu Íslendingar bú-settir í Svíþjóð saman á Berns-hótelinu í Stokkhólmi og héldu fullveldisdaginn hátíðlegan með pomp og prakt. Þeirra á meðal hinn sextán ára gamli Ellert Guðmundsson, síðar skip- stjóri hjá Eimskip. „Það var heilmikið umleikis þetta kvöld,“ rifjar hann upp. „fínt borðhald, mikil og skemmtileg dagskrá sem lauk með dansleik. Það var glatt á hjalla. Ég hef bara tvisvar farið á svona landamót erlendis, hitt var löngu síðar í Svíþjóð eða Noregi og það var eins og fjósamót í samanburði við þetta.“ Hann hlær dátt. Ellert segir Berns hafa verið fínasta hótelið í Stokkhólmi á þessum tíma „og ég hygg að svo sé enn“. Fullveldishátíðin var stór viðburður og dreif Íslendinga víða að. Sjálfur var Ellert við nám í Tärna-skólanum, meira en hundrað km frá Stokkhólmi, en vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af fjörinu. „Menn lögðu á sig löng ferðalög til að ná þessum gleðskap.“ Voru bara í glasinu sínu Ellert þekkti fáa á myndinni persónulega en kannast við nokkur andlit. Má þar nefna skáldið Stein Steinarr, stórsöngv- arana Einar Sturluson og nafna hans Kristjánsson, Borgþór H. Jónsson veð- urfræðing, hjónin Berg Pálsson og Val- gerði Briem, Höllu Bergs sendiráðunaut, Róbert Arnfinnsson leikara, Svein Ás- geirsson hagfræðing og Ingibjörgu Agn- arsdóttur flugfreyju. Viðbúið er að les- endur beri kennsl á marga fleiri. „Þetta er mest ungt fólk sem var í námi í Svíþjóð á þessum tíma en þó eru þarna líka ræðismannshjónin og ein- hverjir fleiri.“ Ekki voru samt allir sem sóttu veisl- una á myndinni, alltént veit Ellert að tveir félagar hans úr skólanum voru þar ekki. Hvers vegna? „Ætli þeir hafi ekki bara verið í glas- inu sínu.“ Heyra má glottið gegnum símann. „Menn voru hvergi smeykir að fá sér í staupinu enda ekki á hverjum degi sem þeir gerðu sér dagamun. Svei mér ef ég fékk mér ekki sjálfur í glas, þótt ég væri bara að verða sautján ára, en þú segir auðvitað ekki nokkrum manni frá því.“ Auðvitað ekki. Öllum gestum var boðið að skrifa sig fyrir myndinni og fengu þeir hana síðar senda. Ellert fann myndina nýlega innan um gamla pappíra sér til yndis og fékk dótturson sinn, Örn Úlfar Sævarsson, til að skanna hana inn fyrir sig. Varð ekki þjóðleikhússtjóri Ellert var einn vetur við nám í Svíþjóð. „Ég var í sama skóla og Guðlaugur Rós- inkranz hafði verið í og fyrir vikið reiknaði ég alltaf með því að taka við af honum þegar hann hætti sem þjóðleik- hússtjóri en af einhverjum ástæðum varð ekki af því,“ segir hann hlæjandi. Þess í stað réði Ellert sig sem háseta á nýja Lagarfossi árið 1949 og var allan sinn starfsferil á sjónum, síðari árin sem skipstjóri hjá Eimskip. „Nýi Lagarfoss var ekkert venjulegt skip, fór fram úr öllum öðrum skipum á úthöfunum nema Queen Mary. Allir í áhöfninni höfðu sér- herbergi um borð. Það var ekki lítill lúx- us á þessum árum.“ Að sögn Ellerts var erfitt að koma heim frá Svíþjóð vorið 1947. „Maður greip eiginlega í tómt, allt var meira og minna komið á höfuðið. Þetta voru um- brotatímar og ríkisstjórnin sem kölluð var „Stefanía“, eftir forsætisráð- herranum Stefáni Jóhanni Stefánssyni, formanni Alþýðuflokksins, ein sú óvin- sælasta sem hér hefur setið,“ segir Ellert en auk Alþýðuflokks áttu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur aðild að sam- steypustjórninni. Kvittað fyrir vasaklúti Eftir gríðarlegar fjárfestingar og upp- byggingu í lok síðari heimsstyrjald- arinnar varð nánast gjaldeyrisþurrð á Ís- landi. Ríkisstjórnin greip því til gríðarlegra innflutningshafta og rak hér um þriggja ára skeið einn róttækasta hafta- og áætlunarbúskap sem sést hefur á Íslandi. „Maður þurfti að kvitta í versl- uninni ef maður keypti sér vasaklút, hvað þá meira,“ segir Ellert. Ævintýragjarnir ungir menn vildu komast á sjóinn og Ellert lét ekki segja sér það tvisvar þegar honum bauðst pláss á Lagarfossi. Þar með voru örlög hans ráðin. Glatt á hjalla á Berns-hótelinu í Stokkhólmi 1. desember 1946. Ellert Guðmundsson, þá sextán ára, er ljóshærður og skælbrosandi með dökkt bindi í fremstu röð. Ellert Guðmundsson á heimili sínu í Reykjavík, 65 árum eftir að hann sótti veisluna á Berns. Morgunblaðið/Ómar Íslendingar í Svíþjóð voru í essinu sínu á fullveldishátíð sem fram fór á Berns-hótelinu í Stokkhólmi fyrir rúmum 65 árum. Þeirra á meðal ungur piltur, Ellert Guðmundsson. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Engin fjósahátíð

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.