SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 45
29. janúar 2012 45 Vinsælasti rithöfundurheims í dag er JamesPatterson, þókannski sé réttara að kalla hann textavél frekar en rithöfund. Ef spurt er um vin- sælasta kvenrithöfund situr Jo- anna Rowling víst enn í fyrsta sæti, þó Harry Potter- þríleiknum hafi lokið fyrir nokkru, og svo geri ég ráð fyrir að Jodi Picoult komi þar næst og svo Stephenie Meyer, en ekki langt undan, neðar á listanum séu þær Charlaine Harris og Ja- net Evanovich. Í vikunni var frumsýnd kvik- mynd eftir bók Janet Evanovich um mannaveiðarann Stephanie Plum. Af því tilefni varð ég mér úti um bækur eftir hana og las tvær þeirra í langri flugferð í vikunni. Evanovich blandar saman rómantík, spennu, of- beldi og heilmiklum húmor, en allt þetta einkennir einmitt bækur Charlaine Harris, sem frægust er fyrir bókaröðina um griðkuna Sookie Stackhouse þó grunnþáttur þeirra bóka sé yf- irnáttúrulegur og ævintýri Stackhouse snúist um vampírur og varúlfa, nornir og náriðla. Harris hefur einnig skrifað spennubækur, annars vegar röð þar sem hörkutólið Lily Bard er í aðalhlutverki og hinsvegar röð þar sem Aurora Teagarden leysir snúnar morðgátur í smábæ. Stephanie Plum býr líka í smábæ, en hún glímir við glæpamenn sem sumir hverjir eru með alvarlegar geðtruflanir, eða svo var það í það minnsta í þeim tveim bókum eftir Ev- anovich sem ég las um daginn. Fléttan er ekki ýkja snúin, sér- staklega var hún þunnildisleg í seinni bókinni, en það kemur ekki að sök, í bókunum er fullt af furðufuglum og Stephanie Plum ekki síst hvað varðar sér- kennilega hugsun og háttu. Þær Plum og Stackhouse eiga það sameiginlegt að standast ekki sjarmöra, sama hvað þeir eru annars miklir lúðar. Raunsönn mynd? Konur ævintýra ’ Stephanie Plum býr líka í smábæ, en hún glímir við glæpamenn sem sumir hverjir eru með alvarlegar geðtruflanir Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þ egar skáldskapurinn í ljóðaþýðingum Hall- bergs Hallmundssonar rís hæst er ljóðið eins og hljómfögur tónlist. Hvert orð er valið af stakri kostgæfni og ljóðið hljómar svo vel að maður fær það á tilfinninguna að hugsunin verði ekki orðuð betur. Hver tónn, hver stafur, er á réttum stað og engu ofaukið. Hallberg lést fyrir rúmu ári og á meðal þess sem hann lét eftir sig voru ljóðaþýðingar sem nú hafa verið gefnar út í bókinni Fjögur bandarísk ljóðskáld. Ljóðin eru eftir Carl Sandburg, William Carlos Williams, Anne Sexton og Alan Dugan. Hæfni Hallbergs sem þýðanda kemur skýrt fram í þýðingum hans á ljóðum Carls Sandburgs (1878-1967) sem er á meðal merkustu skálda Bandaríkjanna. Í bókinni er meðal annars þýðing Hallbergs á ljóðinu Gras sem Steinn Steinarr útfærði skemmtilega í ljóði sem hefst á orðunum: „Ég er gras. Og ég græ yfir spor ykkar.“ Síðan kemur sjálfur William Carlos Williams (1883-1963) í öllu sínu veldi. Sum ljóða hans eru brilljant en höfundurinn á það stundum til að vera of gáfu- legur og upptekinn af því að vera skáld. Fyrir fólk með greind- arvísitölu, sem er minna en 40% yfir meðalgreind, er ráðlegra að lesa ljóðin eftir Anne Sexton (1928-1974) og Alan Dugan (1923-2003). Dugan yrkir meðal annars um tilbreytingarleysi hversdagsins, nautnirnar og vinnuna sem hann verður að sætta sig við vegna þess að hún er skárri en fátæktin og sult- urinn. Konan í skáldahópnum sker sig úr með skarpri og ein- lægri lýsingu á sálarstríði sínu. Anne Sexton yrkir um mánu- dagana í lífi okkar, kroppinn sinn, leitina að dauðanum og steytir görn við gamla slæma drauma. Öll eru skáldin fjögur áhuga- verð og mikill fengur er í þessari bók. Hallberg var afburða íslensku- maður og bókin sýnir að hann kunni að þræða vandratað með- alhóf í þýðingum sínum. Orðaval hans er hvorki of hátíðlegt né hversdagslegt og ólíkt sumum þýðendum forðast hann sér- viskulegar hundakúnstir sem trufla lesturinn. Hallberg fer sparlega með rím og stuðlun í þýðingum sínum en nýtir þessi þörfu tæki þegar það á vel við. Sum ljóðanna bera merki þess að hann gerði sér grein fyrir því að tónlistin í ljóðlist er fyrst og fremst fólgin í sérhljóðunum. Þeir eru fiðla ljóðskáldsins. Þegar það verður ekki orðað betur Bækur Fjögur bandarísk ljóð- skáld bbbbm Ljóð eftir Carl Sandburg, William Car- los Williams, Anne Sexton og Alan Dugan. Hallberg Hallmundsson sneri úr ensku. Samprentuð hefti númer 12.-15. í flokknum Ljóðakver. Brú 2011. Kilja. 143 bls. Bogi Þór Arason Hallberg Hallmundsson kunni að þræða vandratað meðalhóf í þýðingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar Í AFBYGGINGU Libia Castro & Ólafur Ólafsson 13.1. - 19.2 2012 ÞÁ OG NÚ 22.9. 2011-19.2. 2012 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 5. feb. kl. 14 um báðar sýningarnar Sigríður Melrós Ólafsdóttir deildarstjóri sýningadeildar SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott í hádeginu! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. Listsýning Eddu Heiðrúnar Backman. Munnmáluð vatnslitaverk og olíumálverk. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Á BÓNDADAG – A Farmer´s Day Feast Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 20. janúar– 18. mars Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Barnaleiðsögn sunnudaginn 5. febrúar kl. 14:00 Fjölbreyttar sýningar: TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Þetta er allt sama tóbakið! Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum Kyrralíf Sýning á kyrralífsmyndum eftir íslenska listamenn Pleaser Harpa Björnsdóttir Þriðjudaginn 7. febrúar – Hádegistónleikar kl. 12 Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 14. janúar til 5. febrúar 2012 Anna Líndal KORTLAGNING HVERFULLEIKANS/ mapping the impermanence LISTAMANNASPJALL Sunnud. 5. feb. kl. 15:00 Síðasta sýningarhelgi Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.