SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 22

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 22
22 29. janúar 2012 Eftirlit og rannsóknir eru mál dagsins. Enósköp skilar það allt litlu, þótt blásið séhátt í lúðra. Rannsóknarnefnd Alþingisvar mikið hampað. Hins vegar var að- dragandi að stofnun hennar gallaður enda stjórn- kerfið þá í uppnámi og var sérstaklega ámælisvert hvernig tveir höfuðpaurar nefndarinnar fengu að handsauma regluverk hennar í kringum per- sónulega hagsmuni sína, meint öryggi sitt og að fá að búa svo um hnútana að enginn mætti verða bær til þess að yfirfara verk þeirra, aðferðir eða niðurstöður. Þær forsendur lofuðu ekki góðu. Slík aðstaða er engum holl. Gekk sú umgjörð gegn öllu því sem nefndin sjálf átti að sinna, finna ábyrgð og benda á hana. Þörf nefndarmanna fyrir að verða algerlega ábyrgðarlausir af verkum sínum og þau hafin yfir skoðun hefur aldrei verið skýrð. Og upp úr stendur að nefndin, sem átti að kanna m.a. hvort tilteknir embættismenn hefðu farið að lögum, braut beinlínis og af léttúð þau lög sem um nefndina giltu, m.a. bein lagafyrirmæli um hvenær hún skyldi skila af sér. Þó hafði nefndin fengið fyrri lögmæltan frest framlengdan með lögum, en hikaði ekki við að brjóta seinni frest- inn, sem þó var lögbundinn og enginn gat veitt nefndinni undanþágu frá, og síst hún sjálf. Þegar forystumenn Rannsóknarnefndar Al- þingis tilkynntu opinberlega snemma að í þeirra hlut myndi koma að segja alvarlegustu tíðindi, sem þjóðinni hefðu nokkru sinni verið flutt, fór um margan. Nefndin hefur fyrir löngu skilað af sér og enginn veit við hvað var átt með þessum hástemmdu lýsingum. Um suma menn var tínt til fáránlegt smælki, sem þess utan stóðst ekki skoð- un, og hafði auðvitað ekkert með það að gera hvort bankar féllu eða ekki, sem var þó ófrávíkj- anlegt skilyrði fyrir áfellisdómi af nefndarinnar hálfu samkvæmt lögunum sem um hana giltu. Virtust nefndarmenn með þessu vera að verja sjálfa sig fyrir árásum kaffihúsaspekinga og blogghrópara, enda höfðu þeir oft á orði að þeir mættu vænta atlögu slíkra og virtust hafa af því mikinn beyg. En hvað fólst í hinum ógurlegu tíðindum? Talið var líklegt að í orðunum um hinn ægilega boðskap sem þeir nefndarmenn myndu færa þjóðinni fælist sennilega að Rannsóknarnefndin kæmist ekki hjá því að gera um það tillögur hvaða ráðherrum skyldi að rannsókn hennar lokinni verða stefnt fyrir Landsdóm. Vitað er að nefnd- armennirnir gerðu á því athuganir með hvaða hætti slík kynning gæti farið fram af þeirra hálfu. Rannsóknarnefnd Alþingis virtist falla frá slíkum ráðagerðum og komst svo síðar að þeirri niður- stöðu að þessi þáttur væri ekki að neinu leyti nefndarinnar heldur alfarið í höndum Alþingis. Það er auðvitað rétt að lokaorðið um ákæru er þar, en hinn vondi pólitíski blær sem varð á mál- inu, vegna þess hve illa var á því haldið í þinginu, ekki síst af forystu Samfylkingarinnar, hefði vafa- laust orðið annar, ef RA hefði fylgt eftir sínum fyrstu áformum og látið álit sitt ótvírætt í ljós eða gert tillögur eins og fyrst stóð til. Innri rannsókn- arnefnd Alþingis „tók svo við keflinu“ af nöfnu sinni og eins og áður hefur verið bent á var verk hennar allt í skötulíki. Algjörlega óboðlegt verk, satt best að segja. En á móti kom að í nefndinni ríkti að sögn mikil samstaða, sem þykir mjög fínt, þegar hópur manna úr ólíkum áttum fjallar um flókin og mikilvæg mál. Þó splundraðist þessi nefnd á lokametrunum og náði ekki samstöðu um ákærur á hendur ráðherrum. Þá strax varð ljóst að forsendan fyrir því að stefna ráðherrum fyrir Landsdóm var að bresta. Mikill meirihluti þess- arar „sannleiksnefndar“ Alþingis lagði þó til að fjórir fyrrverandi ráðherrar skyldu ákærðir, en slepptu Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, sem lengi hafði þó þvælst fyrir kröfum um breytingar í húsnæðismálum í „hrun- stjórninni“, sem hafði mikil áhrif á að traust á Ís- landi hrapaði, að mati innlendra og erlendra sér- fræðinga. En meirihluti Alþingis tók ekkert mark á hinum mikla meirihluta rannsóknarnefnd- arinnar um ákærur og nú fékk þjóðin að horfa á ómerkilegustu undirmál, sem sést hafa á þinginu. Sérstakur trúnaðarmaður þingflokks sjálfstæð- ismanna gagnvart Samfylkingunni gerði henni grein fyrir því, fyrirfram, að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi greiða atkvæði gegn öllum ákærum, hvernig sem atkvæðagreiðsla um Geir H. Haarde færi. Ýmsir hafa talið þessa tilkynningu sérlega kurteislega og drengilega og merki um einarðleg vinnubrögð af flokksins hálfu. Það má vera rétt og væri það örugglega, ef um fund í skátafélagi hefði verið að ræða. En eftir að hafa fengið slíka yfirlýs- ingu í hendurnar stóðst Samfylkingin ekki freist- inguna. Hún ákvað að nýta sér út í æsar dreng- skap Sjálfstæðisflokksins, sem hún leit á sem pólitískan barnaskap. Í hausatalningunni mis- tókst þeim þó tilræðið við Árna M. Mathiesen. Hann komst því hjá ákæru með einu atkvæði. En meginverkefnið, að láta formann Sjálfstæðis- flokksins einan sitja uppi með Svarta-Pétur í þessu ógeðfellda spili, gekk eftir. Og hinni ljótu uppákomu lauk með smáu, en einkar ógeðslegu atviki, þegar Steingrímur J. Sigfússon þóttist í sjónvarpi vera með harm í hjarta yfir því sem hann hafði nýlega haft í gegn, m.a. með heift- ræknum hótunum við eigið fólk, sem sumu leið illa undir aðförunum. Jóhanna Sigurðardóttir gat heldur ekki komið hreint fram í málinu og gerir það ekki enn. Þegar hún áttaði sig á því laust fyrir jól að nú var kom- inn meirihluti fyrir þeirri afstöðu í þinginu sem hún hafði sjálf haft við atkvæðagreiðslu um ákæru tók hún því ekki fagnandi eins og búast hefði mátt við. Þvert á móti. Hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að nýr þingvilji næði fram. Haft var í hótunum við forseta þingsins, ef hún beitti ekki ólögmætum bolabrögðum til að koma í veg fyrir að málið fengist rætt. Allt svikið eins og vant er En til að tryggja að stjórnarandstaðan tefði ekki afgreiðslu frumvarpa fyrir jól samþykktu Jóhanna og Steingrímur að málið kæmi á dagskrá þegar þing kæmi saman eftir hátíðar. En þegar sú stund rann upp voru öll þau loforð gleymd og grafin og Steingrímur og Jóhanna litu þau sömu augum og loforð sem þau hafa gefið aðilum á vinnumarkaði, kjósendum og fólkinu sem er að missa þakið yfir höfuðið. Það væri sem sagt sjálfsagt að svíkja í janúar það sem lofað var í desember. En þau urðu undir. Og málið fór til nefndar. Jóhanna greiddi atkvæði þvert á það sem hún hafði áður gert og rökstuddi það með því að á þessu stigi mætti þingið ekki „skipta sér af dómsmáli“ rétt eins og landsdómsmálið lyti nákvæmlega sömu lög- málum og venjuleg sakamál, sem eru ekki á nokkurn hátt á könnu Alþingis. Jóhanna fullyrti að nú væri þessi þáttur alfarið hjá hinum embætt- islega ákæranda, saksóknaranum. Saksóknarinn sjálfur hefur opinberlega sópað þessari fráleitu kenningu vestur á Dýrafjörð, eins og hverri ann- arri vitleysu. Það er Alþingi sjálft sem ekki aðeins má heldur ber að leggja á það mat hvort ákæra standi eða frá henni sé fallið. Ríkisútvarpið reyndi að fela þetta stórmerka viðtal við saksóknarann og hina raunverulegu frétt í því. Er það enn eitt vont dæmi af mörgum um annaðhvort afspyrnu- slaka eða þá illa misnotaða fréttastofu. Nú þegar saksóknarinn hefur slegið röksemdir Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna Samfylkingar kaldar eru góð ráð dýr. Og þá kemur þeim helst í hug í hinu „nýja Íslandi“ að fyrst ekki tókst að Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurbréf 03.02.12 Rannsóknarréttur í hátíðarmat

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.