SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 6
6 29. janúar 2012 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði 31. janúar 2010 að fyrirtæki, stéttarfélög og hugmynda- fræðileg samtök mættu eyða að vild í auglýsingar fyrir kosningar. Dómurinn féll í máli, sem hagsmuna- samtökin Citizens United höfðuðu eftir að þeim var bannað að sýna mynd, Hillary: The Movie, í kap- alsjónvarpi í kosningunum 2008 þegar Hillary Clin- ton, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í framboði. Samtökin Citizens United töldu að þetta bryti gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til mál- frelsis. Fimm hæstaréttardómarar mynduðu meiri- hluta í málinu og skrifaði Anthony Kennedy álit rétt- arins. Fjórir voru andvígir niðurstöðunni. Með þessu var margvíslegum hindrunum rutt úr vegi fyrir fyrirtæki til þess að hafa áhrif í kosninga- baráttu. Gagnrýnendur niðurstöðu réttarins segja að nú megi búast við að peningar flæði frá fyrirtækjum inn í stjórnmálin, grasrótin komist ekki að og hættan á spillingu aukist. Einnig var hæstiréttur gagnrýndur fyrir að fara með fyrirtæki eins og fólk. Næst mætti búast við því að rétturinn veitti fyrirtækjum kosningarétt. Sérstaklega var til þess tekið að þetta mál snerist ekki um fyrirtæki heldur samtök um pólitíska hug- myndafræði. Réttinum hefði dugað að úrskurða um rétt þeirra til málfrelsis, en hann hefði ákveðið að hafa fyrirtæki með. John Paul Stevens skrifaði álit minnihlutans í mál- inu og sagði meðal annars: „Þótt bandarískt lýðræði sé ófullkomið hefðu fáir fyrir utan meirihluta þessa réttar komist að þeirri niðurstöðu að meðal gallanna væri skortur á fé frá fyrirtækjum í pólitík.“ Hæstiréttur afnam höft á framlög fyrirtækja Hæstiréttur Bandaríkjanna var gagnrýndur fyrir að veita fyrirtækjum sama rétt og einstaklingum. Reuters Peningar ráða miklu í bandarískri póli-tík og haft hefur verið á orði að til aðfinna sigurvegara þurfi ekki annað enað athuga hvaða frambjóðandi hafi mesta peninga í sjóðum sínum. Frambjóðendur eru hins vegar ekki einir um að eyða peningum í Bandaríkjunum, ýmsir hópar eru einnig at- kvæðamiklir og ekki alltaf auðvelt að greina hvaðan peningarnir koma. Frambjóðendur eru eins og korktappar í peningasvelgnum. Á síðasta degi janúarmánaðar rann út frestur til að gera grein fyrir pólitískum framlögum og sjóðum gagnvart bandaríska kosningaeftirlit- inu, FEC. Þar er auk kosningasjóða frambjóð- endanna um að ræða félög, sem í beinni þýð- ingu myndu kallast pólitískar aðgerðanefndir, PAC. Helsta stuðningsnefnd Mitts Romney, sem sækist eftir því að verða forsetaefni repúblikana ásamt þremur öðrum, nefnist Restore Our Fut- ure og safnaði rúmlega 30 milljónum dollara (3,6 milljörðum króna) 2011 og er með rúmlega 23 milljónum dollara (2,8 milljarða króna) á reikningum. Stuðningsnefnd helsta keppinautar hans, Newts Gingrich, nefnist Winning Our Future og hefur aflað tveggja milljóna dollara (tæpra 247 milljóna króna) og er með um 1,2 milljónir dollara (148 milljónir króna) í sjóðum. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur einnig aðgerðanefnd að baki sér, Priorities USA Ac- tion, sem var með 1,8 milljónir dollara (222 milljónir króna) í sjóðum í árslok. Obama hefur einnig fengið fjölda framlaga frá einstaklingum undir 200 dollurum (25 þúsund krónum) í sína eigin sjóði eða 58 milljónir dollara alls. Aðgerðanefndirnar hafa leikið stórt hlutverk í forkosningum repúblikana. Þær birta auglýs- ingar í þágu frambjóðenda þar sem hart er sótt að andstæðingum þeirra. Frambjóðendurnir geta hins vegar látið eins og þessar árásir komi þeim ekki við. 1. febrúar voru starfandi 302 pólitískar að- gerðanefndir, sem höfðu eytt 45 milljónum dollara (5,5 milljörðum króna). Samkvæmt fjölmiðlakönnun Wesleyan Media Project hefur Restore Our Future, aðgerðanefnd Romneys, varið átta milljónum dollara (tæpum milljarði króna) í rúmlega 13.500 útvarps- og sjónvarps- auglýsingar í sex ríkjum, Iowa, Suður- Karolínu, Arizona og Michigan. Könnunin leiddi í ljós að umsvif slíkra aðgerðanefnda hafa margfaldast frá kosningunum fyrir fjórum ár- um. Fjöldi auglýsinga, sem hagsmunasamtök borga, hefur aukist um 1.600% miðað við sama tíma í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum. Þessi stökkbreyting á rætur að rekja til úr- skurðar hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2010 þar sem takmörk við því hverju fyrirtæki og stéttarfélög mega eyða í kosningum voru af- numin, án þess að þurfa að lúta sömu takmörk- unum og frambjóðendur svo fremi að þau hafi ekki samráð við frambjóðendurna um aðgerðir sínar. Því hefur jafnvel verið haldið fram að áhrif þeirra hafi haft meira að segja um hlut- skipti frambjóðendanna en frammistaða þeirra í kappræðum og á endalausum kosningafund- um. Megnið af framlögunum, sem greint var frá um mánaðamótin, rann til aðgerðanefnda, sem styðja repúblikana, enda er kosningabaráttan í raun ekki hafin hjá demókrötum. Fjár- framlögin eru ekki alltaf auðrekjanleg. Í The New York Times var tekið dæmi um 250 þús- und dollara (rúmlega 30 milljóna króna) fram- lag til aðgerðanefndar til stuðnings Romney frá fyrirtæki með höfuðstöðvar í pósthólfi og enga starfsmenn svo vitað sé. Blaðið segir að í raun sé ógerningur að átta sig á heildarmyndinni vegna þess að mikið af framlögunum fer til samtaka, sem yfirlýst er að ekki séu rekin í gróðaskyni. Slík samtök eru háð meiri takmörkunum en aðgerðanefndirnar um hvernig þau megi verja peningum, en þurfa ekki að gefa upp hvaðan peningarnir koma. Mikið fé virðist koma úr fjármála-, orku-, fasteigna- og fjárhættuspilageirunum. Þá mega einstaklingar aðeins gefa frambjóðanda 2.500 dollara (rúmar 300 þúsund krónur), en hinum pólitísku aðgerðanefndum berast ávísanir upp á allt að einni milljón dollara (123 milljónir króna). Þá hefur ein aðgerðanefnd, American Crossroads, safnað rúmlega 51 milljón dollara (6,2 milljörðum króna), sem ætlunin er að nota í kosningabaráttunni í ár. Í fréttaskýringu í The New York Times segir að hin nýja staða hafi hjálpað þeim sem mest gefa í repúblikanaflokknum og hallast að Rom- ney að ná undirtökunum í kosningabaráttunni í krafti peninganna. Margir af þeim, sem mest gefi til flokksins, hafi látið fé renna til aðgerða- nefndar Romneys, sem hafi pundað á andstæð- inga hans, en hann hafi átt í mestu vandræðum með að ávinna sér traust hins íhaldssama kjarna flokksins. Korktapp- ar í pen- ingasvelg Féð flæðir inn í bandarísk stjórnmál Mitt Romney og Newt Gingrich gantast í sjónvarpssal og Ron Paul fylgist með. Kjósendur kunna að vera á báðum áttum um Romney, en peningarnir streyma til hans og svokallaðra pólitískra aðgerðanefnda, sem styðja hann. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Þessi dómur er at- laga að sjálfu lýðræð- inu,“ sagði Barack Obama Bandaríkja- forseti í stefnuræðu sinni viku eftir að Hæstiréttur úrskurð- aði um málfrelsi fyr- irtækja að við- stöddum sex dómurum réttarins. „Með fullri virðingu fyrir aðskilnaði valds- ins gekk hæstiréttur í síðustu viku gegn ald- argamalli lagahefð og opnaði að ég tel flóð- gáttirnar fyrir sér- hagsmunum – þar á meðal erlendum fyr- irtækjum – til að eyða án takmarka í kosn- ingum hjá okkur.“ Snupraði dómara – fyrst og fre mst ódýr! 1498kr.kg Lambalæri með trönuberja og epla marineringu DÚNDUR- VERÐ

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.