SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 40
40 29. janúar 2012 Mér hefur alltaf fundist gaman að lesaævisögur og hef fengið slíkar í jólagjöfsíðan ég var unglingur. Nú er ég aðlesa ævisögu Vilborgar Dagbjarts- dóttur og hef átt erfitt með að slíta mig frá henni. Ætli þjóðfræðigenið hafi ekki hér eitthvað að segja en mér finnst ótrúlega gaman að lesa um alls konar fólk. Kannski helst það sem ekki var eins og fólk er flest. Mér finnst gaman að lesa um það hvernig fólk bjó og lifði úti á landi fyrir einum 60 árum eða svo. Líka að lesa um ferðalög og hversu mikilvægt var að geta hitt Íslendinga á ferðum sínum um hinn stóra heim. Þetta hefur breyst í dag. Nú verðum við hálf pirruð að rekast á Íslending á danska Strikinu eða á spænskri strönd. Viljum bara vera í friði. En fyrir tíma farsíma, nets og allrar þeirrar tækni sem við þekkjum í dag var öldin önnur. Þá var frábært að hitta landa sína til að fá fréttir og alls konar fólk á öllum aldri blandaðist saman. Það er mjög skemmtilegt að lesa lýsingar Vilborg- ar af The National House í Skotlandi. Til Skotlands fór hún í vist og var strax vöruð við af húsmóð- urinni að sækja ekki þetta hús. Sem betur fer gerði Vilborg oftar en ekki það sem hún átti ekki að gera og fór auðvitað beinustu leið í National House. Þar kynntist hún listamönnum, skáldum og ýmis konar fólki víðs vegar að úr heim- inum sem hafði áhrif á lífssýn hennar og skoðanir. Hugsa sér ef hún hefði nú bara setið heima prúð og stillt! Vilborg fór sínar ótroðnu leiðir í lífinu og um það er skemmtilegt að lesa. Íslenskir fagnaðarfundir Víða erlendis koma Íslendingar saman á þorrablóti til að eta, drekka og eru glaðir. Í dag gleðst fólk ekki jafn mikið yfir því að sjá Íslend- inga í fjölförnum borgum. Þetta var öðruvísi í denn. Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Golli Það er ótrúlega skemmtilegt að horfa á ferðaþætti og kynnast þannig ólíkum löndum og menningu. Ég gleymdi mér algjörlega yfir Travel sjónvarpsrásinni nú í vikunni. Þar voru meðal annars innslög frá Japan og var þáttastjórnandinn óhræddur við að smakka ýmsan mat. Hún skellti meðal annars í sig ál með sérstakri marineringu. Við erum nú kannski ekkert æst í ál hér á landi en hún sagði hann smakkast ágætlega. Svo smakkað hún ýmiskonar rétti á úti- markaði. Þar mátti sjá kjúklingagrillpinna í teryaki- sósu, dísæta bananapinna og japanska ommelettu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Einna bestur var þó jap- anski matarsjálfsalinn. Í honum mátti fá óætar franskar kartöflur, sælgæti í formi sushi og auðvitað hið fræga japanska gos með fiskibragði. Fiskur í sushi og gosi Það er febrúar og enn er ég í vor/sumarkjól sem ég keypti mér fyrir nokkrum árum. Trikkið er bara að fara í leggings og langermabol við. Þannig ganga fjölmargar flíkur upp í fataskápnum allan ársins hring. Í raun er hægt að komast upp með að eiga nokkrar vel valdar flíkur og láta það duga. Síðan er það útsjónarsemin sem ræður því hvernig megi raða þeim saman. Ótrúlegt hvað maður á mikið sem safn- ast upp líka. Ég tók góðan skurk um daginn og fyllti stóran poka af fötum. Þau verða vonandi sett á slá einn góðan veðurdag og seld. Fann meira að segja þessa fínu vetrarpeysu lengst inni í skáp. Gleðin ent- ist samt ekki lengi yfir þessum fundi. Ull er bara ekk- ert fyrir mig. Ekki einu sinni 40% ull svo hún fékk að fjúka í pokann líka. En ef þig vantar hvíta, einfalda peysu þá er hún föl. Segjum bara 2500 kall. Þá get ég farið og keypt mér bómull í staðinn. Bóm-ull og önnur ull Mýkjandi rakagefandi krem með dásamlegum rósailmi fyrir þurrar og sprungnar hendur. 4 msk möndluolía 1 msk býflugnavax 3 msk jojobaolía 2 tsk rósavatn pottur glerskál Hitið pott með vatni í við lágan hita. Setjið býflugnavaxið í skál, látið út á vatnsbaðið og leyfið því að bráðna. Þegar vaxið er bráðið blandið ol- íunum þá rólega við og hrærið mjög vel. Takið af hitanum þegar vaxið og olíurnar hafa bráðnað vel saman. Bætið síðan rósavatninu við og þeytið blönduna saman þangað til hún fær mjúka, kremkennda áferð. Geymið blönduna í lokuðu íláti á köldum og þurrum stað. Ef blandan verður of hörð má bræða hana aftur og bæta meiri olíu við og öfugt. Geymist í um 2-3 mánuði. Úr bókinni Náttúruleg Fegurð, Arndís Sigurðardóttir, Bóka- félagið. Heimagerður handáburður Lífsstíll Það vantaði ekkert upp á litagleð- ina í nýjustu fatalínu Agatha Ruiz de la Prada. En hún var kynnt á Mercedes-Benz tískuvikunni í Madríd. Það er um að gera að leyfa litagleðinni dálítið að njóta sín. Líka þó nú sé vetur enda veit- ir ekki af að fríska dálítið upp á svörtu fötin sem flestir klæðast alla jafna. Þó enn sé vetur glittir þó í vorið þarna handan við horn- ið. Við getum í það minnsta farið að hlakka til betra veðurs og skemmtilegra sumarfata. Kistan

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.