SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 38

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 38
38 29. janúar 2012 Svo bar til um þessar mundir. Orðalagið er komið úr Biblíunnien getur víðar átt við og hæfir þegar sagt er frá miklum at-burðum og sögulegum sem marka skil. Varaforseti Banda-ríkjanna, Lyndon B Johnson, lagðist í ferðalög snemma í september 1963 og heimsótti öll Norðurlönd og endaði á Íslandi. Heimsóknin þótti meiriháttar viðburður og í fréttum Morgun- blaðsins var tekið fram að Johnson hefði gert sér far um að hitta fólk að máli, tala við það og kynnast. „Er óhætt að fullyrða, að Íslendingar hafa sjaldan fagnað erlendum gesti jafn innilega og heils hugar og í gær. Hafði fólk orð á því hversu auðvelt Lyndon B. Johnson átti með að komast í gott samband við fólkið, sem hann hitti á förnum vegi. Varaforseta Bandaríkjanna var ekki sízt vel fagnað í Háskólabíói, og á leiðinni þaðan að Hótel Sögu. Kommúnistar höfðu að vísu reynt að efna til mótmæla, en sú til- raun fór út um þúfur,“ sagði í frásögn Morgunblaðsins sem endurspeglar vel andrúm hins kalda stríðs. Lyndon B. Johnson í Íslandsheimsókn sinni árið 1963 þar sem hann heilsaði upp á fólk fyrir utan Hótel Sögu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Myndasafnið 17. september 1963 Varaforseti á girðingunni Máttur ei mun þverra, þeirra Joða Erra Eftir liðlega tveggja áratuga hlé hefur TNT-sjónvarpsstöðin dustað rykið af sápuóperu sápuóperanna, Dallas. JR og Bobby Ewing eru enn á kreiki en nú hafa synir þeirra tekið við kyndlinum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fáir sjónvarpsþættir, ef nokkur, hafa not-ið meiri lýðhylli hér á landi en banda-ríska sápuóperan Dallas sem framleiddvar á árunum 1978 til 1991 og hermdi af ástum og örlögum Ewing-fjölskyldunnar í olíu- ríkinu Texas. Einhverjum þótti efnið fyrir neðan virðingu bókaþjóðarinnar en samt horfðu allir á Dallas – sumir vildu bara ekki viðurkenna það. Nú, rúmum tveimur áratugum eftir að síðasti þátturinn fór í loftið, er verið að endurvekja Dall- as og verður ný sería, sem telur tíu þætti, sýnd í Bandaríkjunum í sumar. Nokkrar af gömlu per- sónunum snúa aftur, þeirra helstar bræðurnir JR og Bobby Ewing og hin raunamædda eiginkona þess fyrrnefnda, Sue Ellen. Eftir allt sem á undan er gengið hefðu fáir veðjað á að þau yrðu ennþá saman árið 2012. Larry Hagman (80 ára), Patrick Duffy (62 ára) og Linda Gray (71 árs) fara sem fyrr með hlutverkin. Af öðrum gömlum kunn- ingjum sem koma við sögu í nýju þáttunum má nefna Lucy, bróðurdóttur JR og Bobbys (Charlene Til- ton), hálfbróður þeirra, Ray Krebbs (Steve Ka- naly) og eilífðaróvin Ewinganna, Cliff gamla Barnes (Ken Kercheval). Ættmóðirin Miss Elly er nú fjarri góðu gamni en leik- konan, Barbara Bel Geddes, lést árið 2005, eins fyrstu tvær eiginkonur Bobbys, Pamela (Victoria Principal) og Jenna (Priscilla Presley). Í þeirra stað er kappinn búinn að krækja í nýja konu, Ann, sem leikin er af Brendu Strong. Berast á banaspjót Enda þótt gamla gengið sé enn á fótum hverfist sagan nú að mestu um næstu kynslóð. John Ross III (Josh Henderson) og Christopher (Jesse Met- calfe), synir JR og Bobbys, berast nú á banaspjót líkt og feður þeirra forðum. Ef marka má kynningarefni hefur eplið í hvorugu tilvikinu fallið langt frá eikinni. Í forgrunni verða líka Rebecca Sutter (Julie Gonzalo), unnusta Christophers, og Elena Ramos (Jordana Brewster) sem átt hefur vingott við þá frændur báða. Guð sé oss næstur! Sterk tenging er við einn vinsælasta framhalds- þáttinn vestra á umliðnum árum en Strong, Henderson og Metcalfe hafa öll leikið í lengri eða skemmri tíma í Að- þrengdum eig- inkonum. Gamla settið snýr aftur: Patrick Duffy, Linda Gray og Larry Hagman. Reuters Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.