SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 36
36 29. janúar 2012 Matreiðslubókin Eldum íslenskt meðkokkalandsliðinu kom nýverið út á veg-um útgáfunnar Sögur. Hún fylgir í fótsporbókarinnar Einfalt með Kokkalandslið- inu, sem kom út fyrir jólin 2010 og seldist upp. Bókin er skemmtilega uppsett og prýðir hana fjöldi fallegra matarljósmynda eftir Árna Torfason, sem er líka ábyrg- ur fyrir stílhreina umbrotinu. Bókin er tæpar 200 síður að lengd. Í bókinni er fjöldi uppskrifta en höfuðáhersla er lögð á íslenskt hráefni, uppruna þess, eldamennsku og fróð- leik tengdan mat og matargerð. Inni á milli eru stutt viðtöl við bændur, sem segja frá sinni framleiðslu og aðferðum, sem jarðtengir hráefnið ef svo má segja. Íslenskar búvörur eru í forgrunni en í bókinni er fjöldi kjöt-, grænmetis- og fiskrétta auk sósuupp- skrifta, brauðuppskrifta og eftirrétta. Bókin er sérstök fyrir þær sakir að hver réttur inniheldur aðeins fimm hráefni, auk þess sem til er í hverju eldhúsi, sem gerir innkaupin auðveld og fljótleg. Þau hráefni sem miðað er við að til séu í hverju eldhúsi eru til dæmis salt og pipar, hveiti, sykur, olía, kraftur, vatn, smjörklípa og mjólkurdreitill. Þarna er verið að vinna eftir svipaðri aðferð og í fyrri bókinni en þar var miðað við fjögur grunnhráefni. Rammíslensk húsmæðraskólafræði Í formála bókarinnar ritar Hafliði Halldórsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, að fyrrverandi og núver- andi landsliðsfólk vinni hér saman og tengi kynslóð- irnar í eldhúsinu. „Þeir leggja á borð reynslu sína af ís- lenskri matargerð og hafa að leiðarljósi rammíslensk húsmæðraskólafræði og hefðbundnar uppskriftir sem finna má í Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem frá 1891 og Matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur frá 1927 en þær bækur höfðu mikil áhrif á íslenska matargerð,“ skrifar hann og hvetur heimiliskokka til að prófa sem flesta rétti og halda áfram að þróa íslenska eldhúsið. Aðalritstjóri bókarinnar er matreiðslumaðurinn Bjarni Gunnar Kristinsson en uppskriftirnar koma frá meðlimum kokkalandsliðsins fyrr og nú. Meðfylgjandi eru nokkrar uppskriftir úr bókinni sem gætu líka verið uppskrift að góðri kvöldstund heimavið. Allar upp- skriftirnar í bókinni miðast við fjóra. Ljósmynd/Árni Torfason Hvatning til heimiliskokka Í matreiðslubókinni Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu er áherslan á íslenskt hráefni og uppruna þess. Hver réttur inniheldur aðeins fimm grunnhráefni auk þess sem til er í hverju eldhúsi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Matur 800 g reykt ýsuflök 150 g bankabygg 200 g spínat 5 dl rjómi 12 kirsuberjatómatar RoðflettIð ýsuflökin og bein- hreinsið. Sjóðið bankabyggið ró- lega í vatni í 30 mínútur. Þegar það er soðið blandið þá rjóman- um saman við og kryddið með salti og pipar og látið sjóða smá- stund. Passið að hræra í á með- an. Skerið svo fiskinn í hæfilega stór stykki og sjóðið í vatni. Skerið tómatana í tvennt, létt- kraumið spínatið í smjöri, bætið tómötunum út í og látið þá volgna í gegn. Léttreykt ýsa með kremuðu bankabyggi og spínati 500 g gulrætur ½ dós niðursoðnir tómatar 4 sneiðar beikon 4 msk smátt sneiddur graslaukur 1 dós sýrður rjómi (18%) Í eldhúsinu: Vatn Skrælið gulræturnar og setjið yfir til suðu í sjóðandi vatni. Þegar gulræturnar eru hálf- soðnar bætið þá tómötunum út í og sjóðið saman þar til gulræturnar eru orðnar vel mjúkar. Bætið vatni út í ef þurfa þykir og fáið suðuna upp. Á meðan súpan er að sjóða er gott að stökksteikja beik- onið, hræra upp sýrða rjómann og blanda 2 msk af graslauk saman við. Maukið súpuna síðan með töfrasprota þar til hún er silki- mjúk, bætið við 2 msk af skornum graslauk og kryddið með salti og pipar. Smakkið súpuna til og látið hana sjóða mjög rólega á meðan. Ausið súpunni á diska, setj- ið eina góða matskeið af sýrða rjómanum út í og stökka beikonið yfir. Tómattónuð gulrótarmauksúpa Að sjálfsögðu er nóg af lamba- kjötsuppskriftum í bókinni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.