SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 17
29. janúar 2012 17 sáum um að reka félagið og hluthafarnir fóru með eign- arhlutinn. Þegar ég kom að kaupunum með Stefni, þá var allt annað löngu búið. Ég held það sé auðvelt að gagnrýna eftir á, en ég held að menn hafi bara gert sitt besta við þessar aðstæður.“ Þó að Erna sitji einnig í stjórn Haga er hún ekki hluthafi í félaginu. „Hagar eru náttúrlega gott félag, eitt það flott- asta sem ég hef kynnst, og það var gaman að fylgjast með því hvernig skráningin gekk á hlutabréfamarkað. Mér finnst stefnan með arðgreiðslur hafa virkað vel og tel að Hagar eigi bjarta framtíð, en það er ekki hægt að fjárfesta alls staðar.“ – Sumir segja að staða Haga sé það sterk að það þurfi að brjóta upp fyrirtækið? „Nei, það tel ég ekki. Eins og skýrsla Samkeppnisstofn- unar sýnir, þá hafa neytendur notið stærðarinnar; af- slættirnir fljóta áfram til neytenda og þeir fá að njóta þeirra kjara sem Hagar hafa hjá birgjum.“ Aðspurð hvort hún hafi á tilfinningunni að hugs- unarháttur hafi breyst eftir hrun í stjórnum fyrirtækja, þá svarar hún að sér finnist fólk taka stjórnarsetu af meiri ábyrgð og festu en fyrir bankahrun. „Áður voru sumar stjórnir hálfgerðar afgreiðslunefndir, en mér finnst þær hafa öðlast meira vægi, sem betur fer. Fólk hefur lært að stjórnarfundir eru ekki bara kaffispjall. Auðvitað var það ekki almennt þannig, en eflaust á einhverjum stöðum.“ – Hvað er mikilvægast í aðhaldi stjórna? „Að fylgjast með því að reksturinn sé að skila sínu, spyrja spurninga og gera sér grein fyrir hvernig tekjurnar verða til – og kostnaðurinn. Fólk þarf að vera tilbúið að velta við hverjum steini, en líka að vera opið fyrir nýjum hugmyndum.“ – Ætlar þú í pólitík eins og móðir þín, Bessí Jóhanns- dóttir? „Nei, ég ætla ekki í pólitík. Mér finnst skemmtilegra að hjálpa til bak við tjöldin. Það er reynslan eftir að hafa horft á mömmu í póitík, auk þess sem það er ekki fjöl- skylduvænt starf.“ Nánast bara karlar „Ja-á,“ segir Erna, spurð um hvernig það hafi komið til að hún keypti B&L og Ingvar Helgason. „Ég var ein ef þeim sem fóru langt í tilboðum í söluferli Heklu á sínum tíma. Þegar síðan þetta félag var auglýst til sölu, þá hafði ég að sjálfsögðu áhuga, því ég þekki bransann meira og minna og veit að það er mikið af góðu fólki sem hér vinnur. Ég ákvað því að taka þátt í söluferlinu, sem var gríðarlega umfangsmikið, setja inn tilboð og nokkrum mánuðum síðar stóð ég uppi sem kaupandi að félaginu.“ Erna fór með starfsfólki frá B&L og Ingvari Helgasyni utan í lok nóvember að heimsækja flesta birgjana. „Það gekk vel og þess vegna var reynt að ganga frá öllum samningum um áramótin. Þá hefst nýr kapítuli, við erum með mörg merki og fjölbreytt, þetta er eiginlega tvöföld- un á því sem áður var hjá B&L.“ Ingvar Helgason var stofnað árið 1964 og flutti þá inn Trabant. Á veggnum hjá BL hangir einmitt uppi kvittun frá 28. júlí árið 1964 fyrir „1 stk. Trabant limosine á 67.900 krónur.“ Datsun bættist við árið 1971, en það var ekki fyrr en árið 1977 sem Ingvar Helgason hóf að flytja inn Subaru, sem seldur er enn í dag. Þegar skoðaðar eru myndir frá þessum tíma eru nánast undantekningalaust karlar á þeim – er bílabransinn ekki svolítið karllægur? „Jú, það eru nánast bara karlar. En það er ekkert nýtt. Maður er vanur því,“ segir Erna og lætur sér fátt um finnast. – Af hverju er það? „Ég veit það ekki. Kannski af því að körlum finnst meira spennandi að tala um bíla. Erlendis er þetta að þróast hægt og rólega, mér finnst ég alltaf hitta fleiri og fleiri konur hjá framleiðendunum, þannig að það ýtir undir jákvæð tengsl. Hér heima er þetta lítill og þröngur heimur og kannski er það þess vegna sem konum finnst meira spennandi að fást til dæmis við tísku.“ – Þetta er ákveðin tíska! „Jú, jú, það er engin spurning. Það er alltaf gaman að skoða flotta bíla.“ – Ertu með bíladellu? „Já, í þeim skilningi að mér finnst gaman að tækninni og þróuninni og að keyra góðan bíl, en ef þú skilgreinir bíladellu út frá týpum, þá fell ég kannski ekki undir það,“ segir hún og hlær. „Ég hef gaman af því að fara út og prófa flotta bíla. Skemmtilegasti reynsluakstur sem ég hef farið í var þegar ég prófaði Renault Kangoo, sendibíl sem leit út eins og sá sem pósturinn Páll notar. Ætli ég sé ekki með notendavæna bíladellu!“ Á fleiri stöðum Bílategundirnar sem seldar verða í BL eru átta, þar af koma fjórar frá B&L, BMW, Hyundai, Renault og Land Rover. Hinar fjórar voru áður hjá Ingvari Helgasyni, Nissan, Subaru, Isuzu og Opel. „Fyrirtækin voru rekin sem sitthvort dótturfélagið undir einu móðurfélagi, en hugmyndin núna er að móðurfélagið sjái um rekstur á báðum félögum,“ segir Erna. „Það auðveldar reksturinn og ýtir undir samlegðaráhrif að reka þetta allt í einum pakka.“ – Af hverju BL? „Það er erfitt að hugsa um þessi nafnamál, það er mik- ill hausverkur en skemmtilegur,“ svarar hún. „Það eru svo margir fletir á þessu. Auðvitað er þetta ákveðin arf- leifð af B&L, en svo getum við líka sagt að við eigum dótturfélag sem nefnist Bílaland og selur notaða bíla – það er líka tenging þar.“ Það stendur ekki til að breyta miklu fyrsta kastið, að sögn Ernu. „En við gerum þó ráð fyrir að taka út að minnsta kosti eitt merki og setja það upp annars staðar, það verður líklega Hyundai. Og við erum að yfirfara hvar við seljum Opelinn. Við erum með mörg merki á einu gólfi, sem er alltaf erfitt. Framleiðendur hafa sýnt þol- inmæði, en ýta á okkur að byggja upp hvert merki fyrir sig um leið og markaðurinn stækkar.“ Salan hefur gegnumgangandi verið góð á þessum teg- undum og markaðshlutdeildin samtals verið um 20- 25%. „Rúmlega fimmti hver bíll sem kemur á götuna er frá okkur,“ segir hún. „Þannig að við eigum góðan við- skiptamannagrunn og getum uppfyllt margar ólíkar þarfir viðskiptavina.“ Eins og rússibani Erna segir íslenskan bílamarkað líkjast rússibana ef horft sé á söluna síðustu áratugi. „Hún fer alltaf upp og niður, en sveiflan hefur að vísu verið óvenju djúp undanfarin ár. Ég vona að uppsveiflan verði hægari, það getur verið erfitt að stækka hratt.“ Endurnýjunarþörfin er orðin mikil. „Íslendingar þurfa bíla,“ segir Erna. „Við höfum ekki lestir og flugið er oft erfitt. Eins og tíðin hefur verið í vetur, þá hjóla fáir í vinnuna. Þannig að annaðhvort tek- ur fólk strætó, sem við seljum líka, eða ferðast á bíl. Svo má deila um hvernig samsetningin á flotanum eigi að vera, sumir vilja meina að við eigum að vera með einn lítinn bíl og annan stærri undir ferðalögin.“ – Svo eru það rafbílarnir? „Já, þeir munu koma inn hægt og rólega, minni bíllinn á heimili gæti til dæmis verið rafbíll. Helsta vandamálið í hönnun þeirra hefur verið batteríið og endingartími þess. Síðan spilar ýmislegt annað inn í. Það gengur til dæmis á rafmagnið við að hita upp bílinn í kulda og hlusta á útvarp. Þá stytta hraðhleðslur líftímann. Á móti kemur að við höfum gott rafmagnsdreifikerfi á Íslandi og bílskúrarnir eru flestir hannaðir þannig, að lítið mál ætti að vera að stinga bílum í samband.“ Blönduðu bílarnir verða því ofan á, að minnsta kosti til að byrja með, að sögn Ernu. „Auk þess eru nýjustu vél- arnar í bensíni og dísel að skila frábærum árangri. Re- nault sem við erum með hérna á gólfinu eyðir 3,7 lítrum á hundraði. Og framleiðendurnir vilja meina að næstu skref verði tekin í bensínvélum, þær verði mun spar- neytnari og eyði jafnvel minna en díselvélarnar. Mark- aðurinn kallar á þetta, almenningur er ekki tilbúinn að kaupa bíla nema þeir séu sparneytnir og það ýtir á fram- leiðendurna að hraða þróuninni.“ Hún segir sparnað fólginn í því fyrir Íslendinga að skipta yfir í minni og sparneytnari bíla. „Þá yrði rekstr- arkostnaður lægri en á þeim sem sumir keyra í dag og viðhaldskostnaður myndi lækka, því eldri sem bílar verða, því meira viðhald þurfa þeir.“ Óháðir aðilar í stjórn Erna á BL sem fyrr segir með eiginmanni sínum Jóni Þór Gunnarssyni. „Við fengum með okkur í stjórn óháða að- ila, kannski er það reynsla sem skapast af því að vera í stjórnum annars staðar, að okkur þykir ágætt að fá góð viðhorf og skoðanir utan frá.“ Í stjórn með þeim sitja Einar Þór Sverrisson hæstarétt- arlögmaður, Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Plastprents ehf. og Margrét Kristmannsdóttir frá Pfaff. „Einar sat í stjórn með okkur hjá B&L á sínum tíma og svo eru hin tvö til að halda okkur við efnið, eins og mað- ur segir.“ Erna í sýningarsal BL á Sævarhöfða, þar sem átta merki eru til sýnis. Bráðum verða einhver flutt á aðra staði. ’ Áður voru sumar stjórnir hálfgerðar afgreiðslunefndir, en mér finnst þær hafa öðlast meira vægi, sem betur fer. Fólk hefur lært að stjórnarfundir eru ekki bara kaffispjall. Auðvitað var það ekki almennt þannig, en eflaust á einhverjum stöðum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.