SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 47
29. janúar 2012 47 Er hún ekki falleg?“ spyr BragiGuðlaugsson þegar hann hefurlosað umbúðirnar varlega utanaf gamalli vatnslitamynd í brúnum ramma sem var settur utan um verkið fyrir um 110 árum. Böggullinn með vandlega innpökkuðu verkinu er nýkominn til landsins og nú ber nýi eigandinn myndina upp að ljósinu og rýnir í hana; þarna er kirkja í sum- argrænu landslagi og tveir menn á hestum á gróinni götu hægra megin við hana, yst til hægri má sjá aðra tvo standa uppi á klöpp. Þetta er grösugur dalur, Laxárdalur í Dalasýslu, það glittir í Laxá og í fjarska rísa snævi þakin fjöll á Snæfellsnesi, enda var sumarið 1897 bæði blautt og snjóþungt. Og það rigndi þennan dag, 8. júlí, þegar listamað- urinn William Gershom Collingwood (1854-1932) málaði myndina og bætti þar með enn einum sögustaðnum í safn sitt – þetta er Hjarðarholt í Dölum, eins og fram kemur bæði í áritun í hægra horninu neðst og á álímdum miða aftan á myndinni. Á bakhliðinni kemur einn- ig fram að myndin hafi verið númer 107 á sýningu Collingwoods – óvíst er hvort það var sýningin í Hall of Clifford’s Inn í London vorið 1898 eða sýningin í Alp- ine Club ári síðar. Eftir að Collingwood sneri heim úr Íslandsferðinni hélt hann þessar tvær sýningar á vatnslitamynd- um sem hann málaði hér á tíu vikna ferðalagi milli staða sem getið er um í Íslendingasögunum. Fer í einhvern ham Bragi Guðlaugsson veggfóðrarameistari er kunnur myndlistarsafnari; ástríðu- fullur og naskur safnari eins og sjá má á heimili hans. Þar eru verk eftir helstu meistara íslenskrar listasögu á öllum veggjum. Á síðustu árum hefur Bragi iðulega keypt verk á netuppboðum, stundum góð verk en brosandi segist hann líka hafa keypt einhver herfileg. Þegar hann sá hinsvegar á dögunum á einum uppboðsvefnum, að bjóða átti upp vatnslitamynd eftir Collingwood, 14 x 20 cm að stærð, og hún væri frá Ís- landi og sýndi Hjarðarholt í Dölum, þá fylltist hann áhuga. „Ég áttaði mig strax á því að þetta væri merkileg mynd,“ segir hann. „Ég á báðar bækurnar sem hafa verið gefnar út hér með myndum Collingwoods frá ferðinni um Ísland og þegar ég skoðaði þær fann ég mynd sem hann hafði mál- að í Hjarðarholti í Laxárdal 8. júlí. Ég þóttist þá vita að sú á uppboðinu væri önnur mynd sem hann hefði málað þennan sama dag. Þá tók ég slaginn og bauð í verkið.“ Bragi bauð á móti manni sem greini- lega hafði líka hug á að eignast verkið, en að lokum hafði Bragi betur. „Söfnunaráráttan rekur mann áfram,“ segir hann og horfir íhugull á vatnslitamyndina sem lítur afar vel út, þrátt fyrir árin 115 en óhreint glerið er hinsvegar brotið. „Ég sit við tölvuna og áráttan tekur af mér völdin þegar ég vil eignast eitthvað. Þegar ég fer að bjóða í verk á annað borð, þá gef ég mig eig- inlega aldrei Ég hætti bara ekki, heldur fer í ein- hvern ham.“ Og hann er ánægður með verðið. „Þegar allt kemur til alls þá fékk ég hana á góðu verði, á lágmarks mán- aðarlaunum verkamanns – fyrir hækk- unina 1. febrúar,“ segir hann og hlær. Bætir við að vitaskuld hafi hann síðan greitt af myndinni aðflutningsgjöld og skatta eins og vera ber. „Ég hef aldrei áður rekist á verk úr Íslandsferð Collingwoods á markaði, enda er þetta fágæti. Það er ekki vitað hvar einhverjir tugir myndanna sem hann málaði eru niður komnar, ein- hverjar gætu verið glataðar, en lang- flestar eru í Þjóðminjasafninu.“ Lýsir myndinni í sendibréfi Talið er að á tíu vikna ferðalagi sínu um landið sumarið 1897 hafi Collingwood málað 300 til 330 vatnslitamyndir, flestar í sömu stærð og myndin af Hjarðarholti. Hann einsetti sér að mála myndir af sögustöðum og er þetta safn hans menningarsögulegur fjársjóður og listræn heimild um Ísland í lok 19. ald- ar. Meirihluti heildarverksins, rúmlega 200 myndir, er varðveittur í Þjóðminja- safni en góðir menn gáfu þær þjóðinni á sjöunda áratugnum, flestar Íslandsvin- urinn Mark Watson. Lengi vel var ekki vitað hvar aðrar myndir úr ferðinni væru niður komnar en smám saman hefur það skýrst að hluta. 32 eru í safni í Vatnalöndum sem varðveitir skjöl Collingwoods, vitað er um tug verka í Danmörku og rúmlega það í einkaeigu hér á landi. Það gerir þessi verk Collingwoods síðan enn forvitnilegri en ella, hvað saga þeirra er vel skráð. Árið 1899 kom út í Englandi bók þeirra Jóns Stef- ánssonar, A Pilgrimage to the Saga- steads of Iceland. Í henni eru 13 lit- prentanir og 139 svarthvítar; þær þurfti Collingwood að draga upp að nýju fyrir prentunina, ýmist með svörtum og gráum tússlit eða penna. Við Bragi ber- um vatnslitamyndina saman við eft- irgerðina í gömlu bókinni. Sjá má að listamaðurinn hefur farið nokkuð ná- kvæmlega eftir fyrirmyndini við gerð svarthvítu útgáfunnar, fyrir utan að fjöllin á svarthvítu myndinni eru hærri og dramantískari í mikilfengleika sín- um. Þau eru líka réttari og svo virðist vera að þau hafi hann sótt í aðrar myndir sem hann hafði málað af þeim fyrr í ferðinni. Skýringuna má líka sjá í bréfi sem Collingwood ritaði eiginkonu sinni þarna í Hjarðarholti rétt eftir að hann málaði myndina; það hafði rignt mikið og ekki verið fjallasýn. En hann segir frá myndinni sem hann hafði ný- málað: „Mig langar til að setjast niður og teikna Laxá og árgljúfrin, en það er búið að vera of vætusamt í allan morg- un. Mér hefur aðeins tekist að mála eina mynd af bænum og kirkjunni og gras- fletinum fyrir framan, sóleyjum skrýddum.“ Það er þessi mynd Braga. Síðan hefur stytt upp því Collingwood tókst að mála mynd af Laxá og upp ár- gljúfrin. Hún er varðveitt í Þjóðminja- safninu og er birt í bókinni Fegurð Ís- lands og fornir sögustaðir, sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf út árið 1988. Þar eru líka birt bréf listamanns- ins frá þessari merkilegu ferð. Býst ekki við að finna aðra slíka Á veggjum Braga eru glæsileg verk eftir til að mynda þau Kristján Davíðsson, Guðmundu Andrésdóttur, Karl Kvaran, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving og Kjarval. Hvernig kemur þessi litla en sögulega mikilvæga vatnslitamynd til með að passa inn í safneignina? Bragi veltir því fyrir sér og bendir síðan á lítið verk á einum veggnum, málað af Dananum Frederick Theodor Kloss árið 1834, af höfninni í Reykjavík. „Ég held að myndin passi ágætlega við aðrar hér og ekki síst þessa mynd Kloss. Ég hef ekki lagt áherslu á að safna verkum erlendra listamenna en þetta bætir við flóruna. Ég á myndir eftir flesta þá íslensku en þessar myndir sem erlendu listamennirnir gerðu hér á 19. öld þenja safnið út. Ég reikna ekki með því að finna verk sem þetta aftur og það finnst mér spennandi. Mér finnst merkilegt að hafa náð henni aftur til landsins,“ segir Bragi. Mynd Collingwoods snýr aftur „Er hún ekki falleg?“ spyr Bragi Guðlaugsson og rýnir í vatnslitamynd W.G. Collingwoods sem hann keypti á uppboði. Morgunblaðið/Einar Falur Tvær útgáfur myndarinnar. Vatnslitamyndin sem Collingwood málaði 8. júlí 1897 og svart- hvít endurgerð í bók listamannsins um íslenska sögustaði, sem kom út árið 1899. Vatnslitamynd sem W.G. Collingwood mál- aði einn regnvotan sumardag í Dölunum sumarið 1897 er komin aftur til landsins. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.