SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 11
29. janúar 2012 11 Þriðja myndin í röð stuttmyndasem Mbl. Sjónvarp sýnir ásunnudögum í samvinnu viðKvikmyndaskóla Íslands heitir Stanislaw. Þetta er gamanmynd sem fjallar um samband ungs Pólverja við tengdaföður sinn. Myndin er skrifuð sem ádeila á viðhorf Íslendinga gagn- vart fólki af erlendum uppruna, án þess þó að halda uppi pólitískum rétttrúnaði eða afstöðu, að sögn höfundarins Jóns Más Gunnarssonar, sem segir þetta allt vera á léttu nótunum. Í myndinni fylgjumst við með fyrstu kynnum unga mannsins við nýju tengdafjölskylduna. Þarna kemur við sögu forboðin ást, skuggaleg leyndarmál og misskilningur á milli menningarheima. Jón Már út- skrifaðist af tæknisviði Kvikmynda- skólans fyrir rétt rúmu ári en mynd- in var lokaverkefni hans við skólann. Jón Már leik- stýrði myndinni, skrifaði handritið, klippti hana, eft- irvann hana, hljóðvann og lita- leiðrétti. Aðstoð- arleikstjóri var Valgeir Gunnlaugsson. Kvikmyndataka var í höndum Erlends Cassata, um hljóðupptöku sáu Elín Gylfadóttir og Jón Gauti Jónsson. Ennfremur sá Jón Már um framleiðslu og sviðsmynd og búninga í samvinnu við fleiri. Með að- alhlutverk í myndinni fara Óttar Már Ingólfsson, Magnús Ragnarsson og Katla Rut Pétursdóttir en myndin er 22 mínútur að lengd. Fyrst og fremst grín „Þetta er fyrst og fremst grín en mynd- in þarf nú að segja eitthvað. Ég hef oft horft á þessar staðalmyndir og skrifað út frá þeim. Viðhorf Íslendinga er svo- lítið skemmtilegt viðfangsefni,“ segir hann og útskýrir nánar. „Íslendingar meina vel. Hinn almenni Íslendingur er ekki rasisti en hann er stundum með skrýtin viðhorf sem eru úrelt. Svo má ekki gleyma því að þessi mynd er líka bara klassísk saga um forboðna ást,“ segir hann. Jón Már leggur yfirleitt áherslu á tæknilegu hliðina enda útskrifaðist hann af tæknisviði og var þetta í fyrsta skipti sem hann settist í leikstjórastól- inn. „Yfirleitt hef ég lagt áherslu á eft- irvinnsluna, myndbrellur og þess- háttar, það er mitt áhugasvið. Þarna ákvað ég að láta sögurnar ráða ferðinni frekar en brellurnar,“ segir Jón Már sem vinnur við eftirvinnslu hjá Pegasus þar sem hann byrjaði áður en hann út- skrifaðist frá Kvikmyndaskólanum. Hann segir það vera skemmtilega vinnu. „Þetta er draumadjobbið.“ ingarun@mbl.is Kvikmyndir Forboð- in ást og staðal- myndir Jón Már Gunnarsson Magnús Ragnarsson leikur tengda- pabbann. Í myndinni er íslensk fjölskyldusaga í forgrunni. Úlfaldar er líklega ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug þegar Lettland ber á góma. Eigi að síður býr þessi ágæti úlfaldi, Fatima, þar um slóðir og leggur ekki í vana sinn að kvarta enda þótt snjór þeki jörð og hvert frostmetið af öðru falli. Veröld Reuters Lettneskur úlfaldi Mánatún 6 105 Reykjavík Vönduð 3.herb íbúð á góðum stað ! Stærð: 127,6 fm Fjöldi herbergja: 3 Byggingarár: 2001 Fasteignamat: 30.950.000 Verð: 42.900.000 Mjög vönduð, falleg og björt íbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi með yfirbyggðum svölum í viðhaldsfríu húsi. Sér bílastæði í upphituðu bílskýli. Eignin er mjög vel skipulögð, tvö svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi og þvottahús öðru megin og svo stofa borðstofa og eldhús sér. Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, stofa/borðstofa, baðherbergi, tvö svefnherbergi, fataherbergi, þvottahús og stæði í bílskýli. Allar upplýsingar veitir: Hannes Steindórsson s.699-5008 og hannes@remax.is Lind Þórarinn Jónsson Lögg. fast. hdl. Anton Máni Svans Sölufulltrúi thorarinn@remax.is antonmani@remax.is Hannes Sölufulltrúi hannes@remax.is Opið Hús Opið hús sunnudag 5.feb. kl.17 -17:30 RE/MAX Lind - Hlíðasmára 6 - 201 Kópavogur - Sími: 5107900 - www.remax.is 5107900 615 0005 699 5008

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.