SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 19
29. janúar 2012 19 Fáeinum mínútum eftir að skip-verjarnir af Elliða voru komnirfrá borði og í björgunarbát hvarfElliði í hafið. Þetta var út af Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. Það sem sköpum skipti þegar þarna var komið sögu, eftir sex klukkustunda bar- áttu við náttúruöflin, var að skipstjórinn, Kristján Rögnvaldsson, skaut neyðarlínu yfir í Júpíter þannig að hægt var að draga björgunarbát á milli. Það þótti einstakt afrek hjá skipstjór- anum að skotið úr línubyssunni tókst í fyrstu tilraun, í snarvitlausu veðri. Tveir gúmmíbátar höfðu slitnað frá El- liða, annar mannlaus en í hinum voru mennirnir tveir sem létust. Þriðji báturinn reyndist ónýtur þegar til átti að taka þannig að draga varð björgunarbát frá Júpiter yfir í Elliða og sjómennirnir 26 voru fluttir á milli skip- anna í honum; báti sem ætlaður var fyrir 20 manns. Elliði hélt frá Siglufirði að kvöldi mið- vikudags 7. febrúar en að morgni laug- ardagsins 10. febrúar hafði nánast ekkert veiðst enda verið leiðindaveður. Ákveðið var að bíða þess að veðrið lagaðist og þannig hafði Elliði lónað í liðlega tvo sól- arhringa. Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði skrifaði kafla um Elliðaslysið í bókina Upp á líf og dauða, sem bókaút- gáfan Völuspá á Akureyri gaf út undir lok síðasta árs. Þar vitnar Sigurður m.a. í bréf sem Trausti Jónsson veðurfræðingur sendi honum fyrir nokkrum árum. Þar segir Trausti um veðrið 10. febrúar 1962: „Þennan umrædda dag var dæmi- gert útsynningsillviðri. Mjög hvasst var á sjó, sérstaklega undan suðvestanverðu landinu, en heldur skárra við Vestfirði. Í svona veðrum er oft mun hvassara til sjávarins en inni í landi. Gengur þá á með éljahryðjum til sjós og lands og oftast er mjög vont sjólag [...] Trúlega hafa verið 9 til 11 vindstig [...], haugasjór með brotum og skyggni takmarkað.“ Það var um kl. 10 að morgni sem togar- anum var snúið upp í veðrið og lónaði hann þar til kl. 16.20 þegar snúa átti und- an, en þegar Elliði var hálfnaður í snún- ingnum reið yfir mikill sjór bakborðs- megin og lagði hann djúpt á stjórnborðssíðuna. Kristján skipstjóri var í brúnni og fannst togarinn ekki haga sér eðlilega. Bað hann því menn að fara niður og at- huga hvort sjór hefði komist í lestar og í ljós kom að svo var. Talið er að gat hafi komið á hlið skipsins, ekki mjög stórt en lestarnar fyllt sig smám saman án þess að neinn yrði þess var. Við sjópróf fljótlega eftir að komið var í land í Reykjavík sagði Kristján skipstjóri að sjórinn hefði streymt inn um „gan- neringu“ í afturlest uppi undir dekki stjórnborðsmegin, skv. frásögn Morg- unblaðsins. Hafði hann eftir Halldóri Ólafssyni bátsmanni að útilokað væri að komast að honum, enda hækkaði sjórinn óðum í lestinni. „Sagði ég þá öllum skip- verjum, sem bjuggu frammi í lúkar, að koma aftur fyrir og taka með sér hver sitt björgunarbelti og einnig gúmmíbjörg- unarbát, sem geymdur var frammi undir hvalbak,“ sagði Kristján. „Eftir að skipið hafði rétt sig af bak- borðsslagsíðunni, lagðist það lítils háttar á stjórnborðssíðu, og bað ég þá um, að olíu yrði dælt yfir í bakborðstanka, til þess að það hefði frekar slagsíðu á það borðið, vegna þess að ég taldi að lekinn myndi vera stjórnborðsmegin um há- dekkið. Skipti það engum togum að skip- ið rétti sig fljótlega, en leggst svo að segja samstundis á bakborðssíðu – það var um kl 18.15 – og það svo mikið, að ég gerði Lík Egils Steingrímssonar og Hólmars Frímannssonar voru flutt með varðskipinu Óðni til Siglufjarðar. Fjölmargir bæjarbúar vottuðu hinum látnu virðingu sína þegar Óðinn lagðist að bryggju. Ljósmynd/Hannes P. Baldvinsson Hálf öld verður í næstu viku síðan tveir skip- verjar á Elliða frá Siglufirði létu lífið þegar síðutogarinn sökk út af Öndverð- arnesi í vonskuveðri. Hinir 26 í áhöfninni voru heimtir úr helju á allra síðustu stundu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Birgir Óskarsson loftskeytamaður var aðeins 22 ára: Ég var auðvitað skíthræddur en reyndi að standa mig; reyndi að hafa góð áhrif á aðra svo þeir yrðu ekki hræddari en þörf var á. Morgunblaðið/Ómar „Það stóð tæpt – mjög tæpt“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.