SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 18

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Side 18
18 29. janúar 2012 Það er stóísk ró yfir stóru málverkunum semJónas Viðar Sveinssonar er orðinn þekkturfyrir og listmaðurinn sjálfur er aldrei meðneinn hamagang. Að minnsta kosti ekki op- inberlega og varla aukast lætin nú þegar komið er á sex- tugsaldurinn … Enda listamaðurinn farinn að ganga með fínan hatt. „Að minnsta kosti þetta árið. Þetta er hattur sem afi minn átti; það er ekki síst til þess að heiðra minningu hans,“ segir Jónas við Sunnudagsmoggann. Jónas opnaði sýninguna á fimmtudaginn þegar hann átti afmæli. Er gamall draumur að rætast? „Þetta hefur staðið til síðustu fimmtíu ár. Að ég yrði fimmtugur, það er að segja. Það kom hins vegar ekki til fyrr en síðasta sumar að ég héldi sýningu hér í Hofi,“ segir listamaðurinn þar sem hann sýnir blaðamanni sýninguna í Hofi. Jónas sýnir ellefu málverk að þessu sinni, flest mjög stór. „Þetta eru stórir veggir,“ segir hann kankvís og lít- ur í kringum sig. „Níu þeirra eru nýleg og svo er ég með tvö að láni til að sýna.“ Aðallega Norðurland „Þemað í sýningunni er norðlenskt; það eru myndir hérna frá Skagafirði en mest úr Eyjafirði.“ Drangey er þarna, Héðinsfjörður, sem fáir höfðu séð þar til göngin voru boruð en fjöldi manns ekur nú um daglega; Svarf- aðardalurinn er á sínum stað, Hraunsvatn og Hraun- drangar. „Svo er ég reyndar með Esjuna líka til að sýna muninn á því hvað er fjall og hvað er ekki fjall!“ segir Jónas og hlær. Máttu segja þetta, nýfluttur suður aftur? „Nei, ég tek þetta allt til baka! Esjan er ágæt.“ Af hverju ertu fluttur í borgina? „Mér fannst ég bara staðnaður hér og að tími væri kominn á breytingar. Dóttir mín býr í Reykjavík, ég get því haft meiri samskipti við hana og svo er markaðurinn stærri þar. Ég rak gallerí hér í Listagilinu í fimm eða sex ár og flestir kúnnarnir voru úr Reykjavík. Ég segi samt þegar ég er spurður, til að róa Akureyringa, að ég verði á elliheimili hér heima en ekki á Grund. Ég verð á Hlíð. Afi minn varð 85 ára og hress allt þar til hann dó og ég hef stefnt að því að verða jafn gamall. Ég á því eftir 35 ár og ætti að geta málað dálítið á þeim tíma. Listamenn fara í rauninni aldrei á eftirlaun. Minn ferill hefur ekki verið eins og raketta heldur farið upp á við hægt og rólega og það er gott. Maður heldur bara áfram.“ Var það meðvitað að fara rólega? „Nei, það gerðist bara. Ég hætti að vinna fasta vinnu árið 2000 og hef síðan verið bara í að mála, nema hvað ég hef kennt af og til og aðeins unnið í leikhúsi, en aldrei lengi í einu. Þetta er hark en ef maður er með góða hluti þá lifir maður.“ Þú hefur mikið málað sjóndeildarhringinn; land, höf, fjöll, eyjar, og myndirnar verið nánast einlitar. Hvers vegna? „Hlutirnir þróuðust bara svona. Í gamla daga var ég í því að mála mannslíkamann; hann var aðalatriðið, svo minnkaði hann sífellt og hvarf á endanum. Þá var bak- grunnurinn eftir – landslagið. Fólk spyr mig stundum hvers vegna séu ekki fuglar, hús og fólk á myndunum en ég svara því til að fuglarnir gætu svo sem verið þarna, en þetta séu myndir frá því áður en maðurinn rústaði land- inu. Þó ég segi þetta er ég enginn sérstakur náttúru- verndarsinni, ég er einfaldlega að fjalla um kyrrðina og fegurðina.“ Þú hefur lengi verið hrifinn af Kaldbak í Eyjafirði. „Mér finnst Kaldbakur eitt fallegasta fjall á landinu og hef málað hann dálítið mikið.“ Þú ert alinn upp í Glerárhverfi. Sástu Kaldbak ef til vill út um gluggann sem strákur? „Nei, það sást aldrei neitt fyrir reyknum frá Krossa- nesverksmiðjunni! Þegar ég var strákur fór mestur tími í að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli en Kaldbakur var samt líklega alltaf í undirmeðvitundinni. Ég á eftir að fara upp á hann og skíða niður.“ Ertu ekki að vinna að myndröðinni Portrait of Ice- land; andlit Íslands? „Jú. Mín speki er sú að hvar sem þú lítur á landið eru andlit, hvort sem er í grasinu eða fjöllunum. Við höldum alltaf að Hekla eða Gullfoss séu fallegustu staðir landsins en það eru til miklu fleiri sem eru ekki síður fallegir en bara ekki eins þekktir.“ Þú ert farinn að nota fleiri liti í myndirnar. „Síðustu ár hef ég einbeitt mér að því að hafa vatn eða haf í forgrunni en nú er ég kominn inn á landið. Ég hef samhliða gert myndir með ljósmyndatækni, svokallaðar mosamyndir, og nú er ég búinn að taka mosann úr þeim myndum og mála hann í þessar nýju.“ Liggur misvel fyrir mönnum að selja Þú talaðir áðan um hark. Mér var sögð saga af þér frá því þú varst í skóla. Bauðst manni grafíkmynd til sölu, og spurningunni hvers vegna hann ætti að kaupa hana af þér svaraðir þú: Mig vantar vetrardekk undir bíl- inn. Vegna þess hve heiðarlegt svarið var, sagðist maðurinn ekki hafa getað annað en keypt myndina. „Það liggur misvel fyrir mönnum að selja. Oft er sagt við mig að ég sé sölumaður í mér, ég rek eigið gallerí og mér finnst það gott. Bisnessinn hrundi auðvitað eins og annað á sínum tíma en er að lagast jafnt og þétt. Nú eru það þó ekki bankgaguttarnir sem koma heldur „venju- legt“ fólk.“ Er myndlist góð fjárfesting? „Stundum er talað um að það sé betra að fjárfesta í myndlist en hlutabréfum og það getur vel verið. Til dæmis kom til mín í sumar kona sem hafði hafði keypt af mér mynd árið 2007; hún var með þrjú eða fjögur hundruð þúsund krónur sem hún ætlaði að kaupa hlutabréf fyrir, í einhverju hrunfyrirtækinu, en slysaðist inn í galleríið til mín í Listagilinu, aðeins í glasi, og ég talaði hana til. Hún sér ekki eftir því nú og þakkaði mér mikið fyrir það í sumar, að ég skyldi hafa selt henni myndina!“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Andlit alls staðar Myndlistarmaðurinn Jónas Viðar frá Akureyri fagnar fimmtugsafmælinu með sýningu í menningarhúsinu Hofi. Hann stefnir að því að mála í 35 ár til viðbótar … Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.