SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 25
29. janúar 2012 25 látlausir og einfaldir, aðrir tilkomumiklir og glæsilegir, kjólar sem pössuðu við konuna og tækifærið. Sumir hafa verið notaðir sjaldan, kannski bara á brúðkaupsdaginn og síðan aldrei aftur, en aðrir hafa gert víðreist og jafnvel ver- ið bornir af fleiri en einni konu,“ segir ennfremur í text- anum. „Það er magnað að fá svona kjól í hendurnar og setja sig inn í tímann og samhengið,“ segir Steinunn sem komst að ýmsu skemmtilegu þegar hún grannskoðaði kjólana fyrir sýninguna. „Einn jakkinn er með lóðum í bakstykkinu. Þetta er saumað í stríðinu og þegar ég þreifaði á jakkanum fann ég þrjá litla hringi, sem við höldum að séu tveggja króna peningar. Konurnar notfærðu sér það sem til var. Það eru tveir eða þrír kjólar hér sem saumaðir voru í stríð- inu sem þýðir að efnin voru komin til Íslands fyrir stríð,“ segir hún en sýningin er með áherslu á áratugina þrjá eftir stríð. Einblíndu á þrjá áratugi „Það hefði verið svo viðamikið að fara yfir alla öldina svo við einblíndum á þrjá áratugi. Við komumst líka að því að íslenskar konur fylgdust vel með alþjóðlegum tísku- straumum,“ segir Steinunn, sem meðal annars skoðaði ljósmyndir frá þekktum ljósmyndurum á borð við Irving Penn í heimildavinnunni. „Svo gerðist svolítið skemmtilegt þegar við fórum að tala við konurnar sem áttu suma kjólana. Þá kom í ljós að þær höfðu farið með myndir af einhverju sem þær heilluðust af og sögðu: Ég vil fá svona.“ Hún segir að jafnan hafi verið vandað til verksins, efnið hafi verið vel valið og kjólarnir vel sniðnir. Kjólarnir voru ennfremur oftar en ekki saumaðir fyrir eitthvert ákveðið tilefni. Konurnar vildu eiga fáa hluti en vandaða og lögðu mikið á sig til þess. „Mér finnst gaman að skoða þessa hugsun. Ég er alin upp við það að ganga í kjólum af mömmu og svo tók frænka mín við þeim. Við gengum báðar í kápum af mömmu. Ég held að þessi hugsunarháttur sé að koma til baka. Það er eitthvað fallegt við þetta, að hlutirnir endist í gegnum kynslóðirnar.“ Slörið varð að skírnarkjól Nýtnin var áreiðanlega mörgum leiðarljós hér áður fyrr. „Það er brúðarkjóll hérna uppi en slörið úr honum var síð- ar notað til að sauma skírnarkjól.“ Eins og fyrr segir eru þetta allt módelkjólar og hafa því Samtal við fortíðina. Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður og höfundur þessarar sýningar, umkringd dýrgripum. Alíslenskur kjóll Þessi kjóll er brúðarkjóll úr íslenskri ull frá því um 1970 og var saumaður sem sýningarkjóll. Guðrún Vigfúsdóttir óf efnið í kjólinn á vefstofu sinn á Ísafirði og Agnes Aspelund hannaði hann. Höfuðbúnaðurinn og brúðarvöndurinn eru endurgerðir, Guðrún Kolbeins vefnaðarkennari óf og Agnes saumaði. „Ég sá þennan kjól fyrst á mynd árið 2003 þegar ég var að vinna að hönnunarsýningunni Transform sem sýnd var í París. Ég heill- aðist af þessum kjól og notaði hann sem innblástur fyrir mínar eigin prjónaflíkur,“ segir Steinunn. „Það er allt í kjólnum ís- lenskt, sem gerir hann svo skemmtilegan.“ „Þessi fallegi klútur var ofan í þessu ein- staklega fallega veski. Það voru líka pip- armyntur og spegill. Allt þetta gerir hlutinn svo forvitnilegan,“ segir Steinunn. Hvað þær voru að nota? Hvað var til? Hvern- ig merktu þær sér hlutina? Allar þessar spurn- ingar finnast Steinunni áhugaverðar. „Hlutirnir segja svo mikla sögu,“ segir hún. Hlutir sem segja sögu

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.