Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 8
8 M E Ð H Ö N D L U N F I S K S Jónas R. Viðarsson, sérfræð- ingur hjá Matís, segir tals- verðan áhuga hjá smábátasjó- mönnum, sem og hjá Lands- sambandi smábátaeigenda, að auka fræðslu um gildi réttrar aflameðferðar úti á sjó. Nú þegar líður að aðal út- gerðarmánuðum smábáta verður efnt til námskeiða um þessi efni út um landið en Jónas bendir einnig á að upp- lýsingaefni sé aðgengilegt á heimasíðu Matís, auk þess sem starfsmenn fyrirtækisis- ins séu boðnir og búnir að veita upplýsingar og svör við spurningum sem kunni að brenna á mönnum. Jónas seg- ir engan vafa leika á að rétt vinnubrögð um borð í bátun- um úti á sjó ráði mjög miklu um vinnslugæði aflans. „Áhugi á þessum málum segir okkur að menn gera sér grein fyrir mikilvægi réttrar aflameðferðar og það er af hinu góða. Hins vegar gerir mikil spurn eftir fiski á mörk- uðum að verkum að ekki er nægjanlegur verðmunur á afla sem hefur fengið bestu meðhöndlun og fiski sem t.d. er ekki nægjanlega kældur eða blóðgaður. Eðlilegast væri að þarna skildi á milli í verði þannig að sjómenn sjái sér enn meiri hag í því að standa rétt að meðhöndlun og kælingu. Fái umbun fyrir sína vinnu og vöruvöndun umfram hina. Þetta atriði er ólíkt hér á landi því sem ger- ist til dæmis í Danmörku þar sem við sjáum jafnvel tuga prósenta mun á verði eftir gæðum aflans. Hér er eftir- spurnin það mikil að verð- munur eftir gæðum verður ekki eins sýnilegur,“ segir Jónas. Sjómenn áhugasamir „Kæliþörfin er mismunandi eftir árstímum og lengd úti- verunnar en við höfum í kynningarefni núna lagt áherslu á að nota skiljanlegar einingar fyrir sjómenn, tala t.d. um skóflur af ís í staðinn fyrir flókin hugtök á borð við orkugildi og annað slíkt. Þess má reyndar geta að Matís opnaði nýlega netsíðuna www.kaeligatt.is þar sem tek- in eru saman mikilvægustu atriðin er snúa að kælingu á fiski. Ég finn að sjómenn eru mjög móttækilegir fyrir þess- ari umræðu, sérstaklega þeg- ar við getum sýnt fram á hverju rétt kæling og með- höndlun skilar fyrir hráefnið. Ef fiskurinn er ekki kældur kemur það strax niður á geymsluþolinu og í raun er það þannig að ef fiskur er ekki kældur strax niður eftir veiði þá tapast margir dagar í geymsluþoli. Fiskurinn fer mjög fljótt í dauðastirðnun og hratt í gegnum hana. Það veldur aftur mun meira losi í fiskholdinu og þar er komið annað mikilvægt atriði, þ.e. útlit og áferð,” segir Jónas en starfsmenn Matís hafa með rannsóknum á öllum stigum virðiskeðjunnar, allt frá veið- um úti á sjó, vinnslu í landi og flutningum á ferskfiski á erlenda markaði, sýnt fram á þann grundvöll sem lagður er í vinnu um borð í bátum og skipum úti á sjó. „Margir telja sig vera að ísa aflann vel úti á sjó en eru hreinlega ekki að ísa nægjan- lega mikið. Í sumum tilfellum eru menn t.d. að búa til krapa með ís og sjó en þegar sjór er hlýr yfir sumarið þá misreikna menn sig gjarnan á ísþörfinni þannig að aflinn fær engan veginn nægilega kælingu. Okkar markmið er að uppfræða sjómenn betur og beina þeim á rétta braut. Við teljum okkur sjá að í þeim tilfellum þegar vinnslur og útgerðir bátanna eru tengd þá er meðferðin yfir- leitt vandaðri úti á sjó. Með öðrum orðum er hugsunin öll út frá því að tryggja vinnslu- gæði hráefnisins. Í þeim til- fellum er líka greið leið fyrir skilaboð frá vinnslunni beint Kæling og meðhöndlun úti á sjó er lykilatriði í vinnslugæðum fisks: Allt að vinna með lengri dauðastirðnun Jónas R. Viðarsson, sérfræðingur hjá Matís. „Ef fiskurinn er ekki kældur kemur það strax niður á geymsluþolinu og í raun er það þannig að ef fiskur er ekki kældur strax niður eftir veiði þá tapast margir dagar í geymsluþoli.“ Mynd: LalliSig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.