Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 32
32 F I S K I S T O F N A R Nú í mars fóru fram stofnmæl- ingar botnfiska á Íslandsmið- um og tóku fimm skip þátt í þeim, þ.e. togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Jón Vídal- ín VE og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson. Togað var á tæp- lega 600 rallstöðvum allt í kringum landið. Helstu mark- mið vorrallsins eru að fylgjast með breytingum á stærð, út- breiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna auk breytinga á hitastigi sjáv- ar. Vorrallið sýndi jákvæð merki á þorskstofninum, jafn- fram því að undirstrika lægð ýsustofnsins. Í vorrallinu reyndist með- alhitastig sjávar við botn hátt, líkt og undanfarin ár. Í hlý- sjónum við Suðurland og Vesturland var hitastig svipað og undanfarin níu ár. Við norðanvert landið var botn- hiti einnig hár, en þó heldur lægri en vorin 2003-2006. Þorskurinn þyngist „Útbreiðsla þorsks var nokk- uð jöfn og helstu breytingar á útbreiðslu frá fyrra ári voru þær að meira fékkst fyrir suð- austan og norðvestan land en minna í kantinum úti fyrir Norðausturlandi,“ segir í nið- urstöðum Hafrannsóknastofn- unar um vorrallið. „Stofnvísitala þorsks hækk- aði fjórða árið í röð, var nú svipuð og árin 1998 og 2004. Hækkun vísitölunnar undan- farin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski (stærri en 70 cm). Þetta kemur vel fram í lengdardreifingu þorsksins sem sýnir jafnframt að minna er nú af millifiski á bilinu 35- 60 cm en að meðaltali á tíma- bilinu 1985-2010. Fyrsta mat á 2010 árgangi þorsks bendir til að hann sé slakur. Árgang- arnir frá 2008 og 2009 mæld- ust hins vegar meðalstórir ef miðað er við mælingar í vor- ralli frá 1985. Yngstu aldurshópar þorsks (1-3 ára) mældust undir með- alþyngd eins og undanfarin 6-7 ár. Meðalþyngd eftir aldri hefur hins vegar farið hækk- andi hjá 4-9 ára þorski und- anfarin tvö ár og er nú um og yfir meðaltali áranna 1985- 2010. Við sunnanvert landið voru holdafar þessara aldurs- hópa (slægð þyngd miðað við lengd) og lifrarstuðull með því hæsta sem verið hef- ur frá 1993, þegar vigtanir hófust. Fyrir norðan var þorskur í betri holdum og lifrarmeiri en verið hefur frá 1996. Gott ástand þorsksins er í samræmi við það að meira var af loðnu í þorskmögum en undanfarin ár og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma. Loðna fannst í þorski allt í kringum landið en mest var í þorskmögum í Breiðafirði, á Vestfjarðamið- um og grunnt út af Norður- landi.“ Misjafnt í öðrum stofnum Stofnvísitala ýsu hefur farið lækkandi undanfarin ár og er nú einungis rúmlega fjórð- ungur af meðaltali áranna 2003-2007 þegar hún var í hámarki. Lengdardreifing ýs- unnar sýnir að allir lengdar- flokkar eru undir meðallagi í fjölda. Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að allir ýsuárgangar eftir 2007 séu lélegir, en mest fékkst af 35-50 cm ýsu sem flestar eru fjögurra ára. Um aðrar tegundir segir í niðurstöðum Hafrannsókna- stofnunarinnar: „Vísitala lúðu í vorralli hrundi á árunum 1986-1990 og hefur haldist lág síðan. Aldrei hefur fengist eins lítið af lúðu í vorralli og síðustu tvö ár og stofnvísitalan nú er um 20 sinnum lægri en árin 1985-1986. Stofnvísitala skarkola var svipuð og í fyrra og lítið eitt hærri en árin 2004-2009, en samt einungis um þriðjungur þess sem hún var í upphafi ralls. Vísitölur þykkvalúru og langlúru hafa haldist háar frá 2003 eftir að hafa verið í lág- marki áratuginn þar á undan. Vísitala sandkola hefur hins vegar verið lág í síðustu átta stofnmælingum.Vísitala gull- Vorall Hafrannsóknastofnunarinnar: Jákvæð merki á þorskstofninum Breyttu nótt í dag Síðumúla 28 – 108 Reykjavík – Sími: 5105100 www.ismar.is – ismar@ismar.is FLIR hitamyndavélar og hitasjónaukar frá frumkvöðli sem þróaði þessa tækni. Frábær viðbót við hefðbundin siglingatæki. Auðveldara er að finna baujur, sjá strandlínu, ísjaka o.fl. og auka þar með öryggi á siglingu verulega. Hitaskynjun sér jafn vel í birtu eða myrkri og hentar því mjög vel til leitar og björgunar. Ekki lengur þörf fyrir ljóskastara. Geta tengst ratsjá. Bylting í öryggi og þægindum fyrir sjófarendur. EX PO

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.