Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 33
33 F I S K I S T O F N A R karfa mældist há líkt og verið hefur frá árinu 2003 og að venju fékkst mest af karfan- um djúpt út af Faxaflóa og Breiðafirði. Lítið fékkst hins vegar af smákarfa undir 30 cm. Stofnvísitala ufsa var lág líkt og undanfarin fjögur ár og er nú svipuð og árin 1996- 2003. Meira fékkst af ufsa á bilinu 35-50 cm. Vísitala steinbíts var lág líkt og í fyrra. Lítið fékkst af 20-60 cm steinbít miðað við fyrri ár, sem bendir til að ný- liðun í veiðistofninn verði lé- leg á komandi árum. Magn steinbíts stærri en 70 cm var hins vegar yfir meðallagi. Stofnvísitala löngu fór hækkandi á árunum 2003- 2007 eftir að hafa verið í lág- marki áratuginn þar á undan. Mælingin í ár er sú næst hæsta frá 1985 og 40-80 cm langa var áberandi í aflanum. Vísitala keilu hefur haldist há frá árinu 2004, líkt og var árin 1985-1992. Mælingin í ár var svipuð og árin 2006-2008. Magn smákeilu (undir 30 cm) hefur hins vegar farið minnk- andi. Eins og undanfarin ár fékkst talsvert af skötusel fyrir sunnan og vestan land og stöku fiskar fyrir Norðurlandi. Hins vegar eru árgangar skötusels frá 2008-2011 með þeim lélegri ef litið er aftur til ársins 1998. Magn hrognkelsis í vorralli jókst á árunum 2001-2006 en hefur farið minnkandi síðan. Rallvísitalan nú er með þeim lægri frá upphafi eða svipuð og árin 1995-2001.“ SKIPAÞJÓNUSTA EINARS JÓNSSONAR EHF Laufásvegi 2a • 101 Reykjavík • Gsm: 892 1565 • Sími: 552 3611 • Fax: 562 4299 Útgerðarmenn . . . ! Látið okkur sjá um reglulegt viðhald á skipum ykkar og bátum. Sérhæfum okkur í viðhaldi á vinnsludekkjum. Fiskvinnslustöðar . . . Háþrýstiþvottur og sandblástur. Alhliða viðgerðir á þökum og veggjum. Föst verðt i lboð --- Margra ára reynsla --- Le i t ið upplýs inga Málun og einangrun skipa 4. mynd. Stofnvísitala þorsks í vorralli 1985-2011 og haustralli 1996-2010. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna staðalfrávik í mati á vísitölum. Stofnvísitala þorsks í vorralli 1985-2011 og haustralli 1996-2010. Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna staðalfrávik í mati á vísitölum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.