Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 25
25 T Æ K J A B Ú N A Ð U R Hitasjáin sannar fljótt gildi sitt Ísmar hefur að undanförnu kynnt á báta- og skipamark- aðnum hérlendis nýja tækni, svokallaða hitasjá, sem gerir skipstjórnendum kleift að skynja betur umhverfi sitt í myrkri. Með hitasjánni er þannig hægt að sjá bauur, reköld í sjónum og ekki hvað síst er gildi þessa búnaðar mikið ef maður fer fyrir borð í myrkri. Búnaðurinn sem er frá FLIR Systems, hefur meðal annars verið í notkun um borð í varðskipinu Ægi með góðum árangri en einnig hafa björgunarbátar og fiskibátar tekið þessa tækni í notkun og þá má nefna að rannsóknar- skipið Árni Friðriksson er bú- inn FLIR hitasjá frá Ísmar. „Við getum sagt að hitasjá- in sé bæði öryggisbúnaður og hjálpartæki í daglegum störf- um skipstjórnarmannsins. Þetta tæki kemur ekki beint í staðinn fyrir ratsjána, heldur sem mikilsverð viðbót við hana,“ segir Gísli Svanur en hægt er að fá hitasjána í stærri sem minni útgáfum, þeim minnstu á borð sjónauka. „Þessi tækni getur ráðið úr- slitum ef maður fellur fyrir borð í myrkri og þar með flýta fyrir björgun. Hitt örygg- isatriðið snýr að því að geta betur fylgst með umferð ann- arra skipa í nágrenninu en síðan er beint notagildi í því t.d. að sjá bauur í myrkri og þannig mætti áfram telja,“ segir Gísli Svanur. Starfsmenn Ísmar í dag eru 8 talsins. Eru flestir þeirra tæknimenntaðir og með langa reynslu í þjónustu við sjávar- útveginn. Fyrirtækið rekur fullkomið þjónustuverkstæði þar sem allur búnaður er þjónustaður af tæknimönnum með áratuga reynslu. Gísli Svanur Gíslason, sölustjóri Ísmar. Mynd: LalliSig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.