Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 20
20 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Frystitogarasjómaður 17 ára „Smábátútgerðin hófst í kjöl- far þess að ég var búinn að vera togarasjómaður í nokkur ár. Þegar ég var í Dalvíkur- skóla á sínum tíma var stýri- mannabraut ennþá til hér og þá tók ég 30 tonna réttindi. Síðan fór ég í Verkmennta- skólann á Akureyri og þar í vélstjórann en entist ekki nema hálfan vetur. Þá tók við vinna í löndun heima á Dal- vík en eftir sjómannadaginn það ár þá tók Sigurður Krist- jánsson, skipstjóri á frystitog- aranum Blika, mig í pláss og þar með hófst sjómennskan hjá mér, 17 ára gömlum,“ rifj- ar Ingvar Þór upp. Bliki EA var gerður út af fyrirtækinu BGB hf. en líftími þess var ekki langur áður en Samherji keypti útgerðina. Eftir að hafa verið á Blika færðist Ingvar Þór í pláss á öðrum skipum Samherja og síðustu fimm ár- in var hann á fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni. „Þessi ár á Vilhelm voru frábær tími og margt eftir- minnilegt. Í minningunni stendur líkast til upp úr að hafa komið árið 2004 til Sval- barða en þar höfðum við áhafnaskipti. Mér fannst mikil upplifun að koma til Long- yearbyen, sem er stærsti bær- inn á Svalbarða. Það er ekki algengt að Íslendingar fari til Svalbarða þannig að það er gaman að geta státað af því,“ segir Ingvar en fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson er eitt af best búnu vinnsluskipum Ís- lendinga og stundar fyrst og fremst veiðar á uppsjávarfiski, bæði í íslenskri og erlendri lögsögu. „Við vorum á síld þarna norðurfrá þegar þetta var og vorum með flutninga- skip á svæðinu sem við lönd- uðum í. Þetta var því langt úthald en skemmtilegt en raunar kunni ég alltaf best við síldveiðar í nót. Einhverra hluta vegna fannst manni miklu meiri stemning yfir því en flottrollsveiðunum,“ segir Ingvar. Í smábátaútgerð í kjölfar slyss Þegar kom fram á árið 2007 fór Ingvar að hugsa sér til hreyfings, þrátt fyrir að vera í mjög góðu plássi á einu af stærstu skipum flotans. Fjöl- skyldulífið togaði í. „Þarna var konan mín orð- in ófrísk af okkar öðru barni og ég var búinn að gefa henni það loforð að þegar barnið kæmi í heiminn þá ætlaði ég að hætta á togaran- um. Og það gekk eftir að ég hætti um sjómannadag árið 2007. Fór þá að byggja ein- býlis á Dalvík og vinna í fyr- irtækinu hjá pabba, Steypu- stöð Dalvíkur. Þar var ég í hálft annað ár, fór þá í einn túr á Aðalsteini Jónssyni SU til að bæta aðeins fjárhaginn eftir húsbygginguna en var síðan ekki búinn að vera nema þrjá daga heima í vinnu á steypustöðinni þegar ég lenti í slysi. Og það atvik má segja að hafa verið upp- hafið að smábátaútgerðinni,“ segir Ingvar en hann höfuð- kúpubrotnaði í óhappinu en var býsna fljótur að ná sér á ný. „Til að drepa tímann með- an ég var að jafna mig þá fór ég að grúska á sölusíðum fyr- ir smábáta á netinu. Sjó- mennskan blundaði í mér og úr varð að með góðum stuðningi Óskars Árnasonar, föður míns og móðurafa míns, Jónasar Stefánssonar, þá var stofnað fyrirtækið Óskar og synir og keyptur Víking 800 hraðfiskibátur vestur í Stykkishólmi. Þetta var í janúar árið 2009, mitt í fárinu vegna bankahrunsins. Báturinn var með grásleppu- leyfi og síðan ákvað ég að leigja kvóta og reyna fyrir mér á línu. Eiginlega má segja að byrjunin hafi verið svolítið ævintýraleg því á heimleiðinni frá Stykkishólmi fór ég inn á Bolungarvík þar sem ég hafði frétt af manni sem vildi selja línuúthald. „Mitt markmið er að geta stundað smábátaútgerðina árið um kring og strandveiðikerfið hjálpar mjög til við að ná því,“ segir Ingvar Þór.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.