Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 24
24 T Æ K J A B Ú N A Ð U R „Til að standast skoðun sam- kvæmt reglugerð og fá að fara á sjó þurfa nú allir bátar að vera með AIS sjálfvirkan til- kynningarskyldubúnað um borð. Það hefur því verið hvað mest að gera hjá okkur að undanförnu í sölu á þeim bún- aði en tæknibúnaður fyrir sjáv- arútveg er að öðru leyti snar þáttur í okkar þjónustu,“ segir Gísli Svanur Gíslason, sölu- stjóri Ísmar í Reykjavík. Fyrir- tækið var stofnað árið 1982 um sölu og þjónustu á tækni- búnaði fyrir sjávarútveg en hefur síðan víkkað út þjónustu sína og selur í dag ýmsan bún- að fyrir framkvæmdageirann, umferðaröryggisbúnað og fjöl- margt fleira. Aukið öryggi með AIS tilkynn- ingarskyldubúnaði „Við bjóðum fyrst og fremst AIS tilkynningarskyldubúnað fyrir bátana frá framleiðandan- um True Heading og höfum selt slíkan búnað í fjölmarga báta hér á landi að undan- förnu. Fyrir stærri skipin erum við síðan með tæki frá SAAB Transpondertech en báðir eru þessir framleiðendur sænskir og í fararbroddi á sínum svið- um,“ segir Gísli Svanur og bætir við að uppsetning á AIS búnaði í bátana sé mjög ein- föld. Í flestum tilfellum sjái bátaeigendur sjálfir um þann þátt en tæknimenn Ísmar ann- ast einnig uppsetninguna, ef þess er óskað. „Uppsetningin sem slík er einföld en búnaðurinn er stilltur hjá okkur áður en hann fer úr húsi og er því til- búinn til notkunar. Með þessu nýja kerfi eru stöðugt sendar upplýsingar til strandstöðva og þannig er öryggið í eftirliti með skipum og bátum orðið meira en áður var,“ segir Gísli Svanur. Ísmar: Sjálfvirkur tilkynningar- skyldubúnaður eftirsóttur Hitasjáin frá Flir Systems. Hér má sjá hvernig björgunarbátur greinist í myrkri með sjánni. AIS sjálfvirkur tilkynningarskyldubúnaður fyrir smærri báta frá sænska framleið- andanum True Heading.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.