Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 28
28 T Æ K J A S M Í Ð I „Við höfum verið að fikra okk- ur inn í smíði á ýmsum búnaði fyrir smærri bátana og höfum haft nokkur verkefni fyrir þá. Bæði höfum við hannað og smíðað nýjar netavindur sem til dæmis henta vel fyrir grá- sleppubátana og einnig höf- um við hannað og smíðað nýja gerð af línuskífum sem notuð er í sjálfvirkum línukerfum í minni bátunum,“ segir Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Foss ehf. á Höfn í Hornafirði. Vélsmiðjan Foss er vel staðsett við höfnina á Höfn og vinnur náið með útgerð- um heimabáta en Ari segir þó verkefnin einnig víða um land og erlendis. Til að mynda hefur fyrirtækið ný- verið selt vindur í tvo smá- báta á Vestfjörðum en al- mennt lúta verkefnin hjá Vél- smiðjunni Fossi bæði að hönnun og nýsmíðum á bún- aði fyrir útgerðirnar, jafnframt hefðbundnum viðhaldsverk- efnum. Ari segir hönnunina á áðurnefndri netavindu og línuskífu einmitt dæmi um verkefni þar sem unnið sé með útgerðunum að því að finna betri lausnir. Ný vinda og línuskífa „Það er mjög mikilvægur þáttur í nýsköpun og framþróun búnaðar að eiga gott samstarf við útgerðirnar og þá sem eru að nota bún- aðinn úti á sjó. Það höfum við lagt okkur fram um að gera og ég tel engan vafa leika á að þegar kemur að sölu á þessum búnaði erlend- is þá stöndum við Íslendingar mjög framarlega. Það sem stenst kröfur í okkar þróaða sjávarútvegi og við erfiðar að- stæður á íslenska hafsvæðinu er búnaður sem stenst þar af leiðandi fyllilega kröfur er- lendis,” segir Ari. Ari segir þróunina á nýju netavindunni gott dæmi um þetta. Vindan sé öflugri en þær sem almennt hafi verið í notkun í bátunum og aflið skiptir ekki hvað síst máli í grásleppubátunum „Hér á landi er mikill fjöldi grá- sleppubáta og í mörgum þeirra eru netavindurnar tæp- lega nógu öflar til að draga netin á djúpu vatni eða þegar t.d. safnast mikill þari í þau og netin verða mjög þung í drætti. Þessi nýja vinda, sem við höfum nýlokið við að setja í tvo báta, er útfærð með þessar þarfir í huga,” segir Ari. Ný gerð af línuskífu frá Vélsmiðjunni Fossi hefur ver- ið notuð um borð í línubátn- um Ragnari SF frá Höfn síð- ustu tvö árin en markmiðið með þessari gerð af skífu var bæði að bæta meðferðina á krókunum þegar línan er dregin og minnka jafnframt hættuna fyrir þá sem vinna við línukerfin. „Í línuskífunum hefur vilj- að brenna við að krókarnir réttist upp og línan komi ekki rétt inn þannig að skapist hætta á að krókar sláist í þann sem er við línuhjólið. Slíkt hefur gerst og skapar auðvitað mikla slysahættu. Við fórum því í að endur- hanna línuskífuna í samstarfi við Arnar á Ragnari SF og reynslan hefur sýnt mun minni þörf á að endurnýja króka á línunni og drátturinn á línunni er betri. Þessi línu- skífa er dæmi um þróun hjá okkur og búnað sem við eig- um alltaf til á lager,” segir Ari. Fjölbreytt verkefni Auk verkefna fyrir útgerðina hefur Vélsmiðjan Foss unnið mikið fyrir fiskvinnsluna, ekki síst fiskmjölsverksmiðjurnar og segja má að mikil fjöl- breytni sé í verkefnum fyrir- tækisins. Nýverið hefur fyrir- tækið endurnýjað togvindur í fiskiskipinu Þinganesi SF og Ari segist líka horfa til þess að smíða meira fyrir erlendan markað. „Ég finn ekki annað en út- gerðirnar séu almennt á svip- uðu róli og þær hafa verið í viðhaldi og fjárfestingum,” segir Ari. Vélsmiðjan Foss á Höfn í Hornafirði sinnir fjölbreyttum verkefnum í sjávarútvegi: Ný línuskífa og neta- vinda fyrir smærri báta Netavinda í smíðum hjá Vélsmiðjunni Fossi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.