Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 34
34 S M Á B Á T A S M Í Ð I Á Siglufirði starfar fyrirtækið Siglufjarðar Seigur ehf. og sérhæfir sig í framleiðslu á smábátum úr trefjaplasti og breytingum á þeim. Fyrirtækið var stofnað árið 2005 og er það staðsett við Siglufjarðar- höfn og því hæg heimatökin að hífa báta nánast beint inn á gólf. Nú um stundir segir Guðni Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að næsta lítil spurn sé eftir nýj- um bátum. Viðhalds- og breyt- ingaverkefni beri því starf- semina uppi en Guðni hefur fulla trú á að þess sé ekki langt að bíða að lifni yfir ný- smíðinni á nýjan leik. „Ég hef trú á að því að þetta ástand muni vara út yf- irstandandi ár en síðan mun- um við sjá fjárfestingu í nýj- um bátum aukast aftur,“ segir Guðni en meðal nýsmíða- verkefna að undanförnu hef- ur verið smíði á bátum fyrir sjóstangaveiði. Vel búnir bátar Siglufjarðar Seigur ehf. býður fjölbreytta útfærslu af bátum en hefur lagt aðal áherslu á tvær skrokkgerðir í fram- leiðslu sinni. Önnur er 3,3 metrar á breidd en hin er 3,8/3,9 metrar á breidd. Báð- ar gerðirnar er hægt að fá í ýmsum lengdum. Stýrishúsið er með framhallandi gluggum og góðu útsýni. Bátarnir eru búnir sjótank í stefni og felli- kili. Hægt er að fá bátana opna með dekkhúsi yfir nið- urgangi í vél eða með skjól- vegg á bakborðshlið og með lúgu við línuspil sem opnast með spilinu. Einnig er hægt að fá bátana alveg yfir- byggða. Í stýrishúsi og lúgar er góð aðstaða fyrir mannskap, set- krókur með borði og bekkj- um og hægt er að fá eldunar- aðstöðu með vask, ísskáp og helluborði í stýrishúsi eða í lúgar. Einnig er baðherbergi í lúgar með klósetti og sturtu. Rými er fyrir fjórar kojur. í Siglufjarðar Seig hafa verið settar mismunandi vélar, t.d. Volvo Penta, Yanmar og Cummings. Skammt er liðið frá því síðasta nýsmíði fór úr húsi á Siglufirði en það var Ingunn Sveinsdóttir AK-91. Sá bátur er 11,27 metra langur og 3,8/3,9 metra breiður. Bátur- inn er vel búinn til veiða, með línuspili og línurennu frá Beiti ehf., millibólaspili, handfærarúllum og netanið- urleggjara. Pláss er fyrir tólf kör í lest. Eigandi Ingunnar Sveinsdóttur er Útgerðar- félagið Haraldur Böðvarsson & Co á Akranesi. „Þetta er mjög vel útfærður bátur og búinn besta búnaði fyrir bæði neta- og línuveiði. Það má segja að Ingunn Sveinsdóttir sé dæmigerður fyrir það lag sem er á Seigs- bátunum frá okkur,“ segir Guðni. Horft til Noregs Fyrir nokkrum árum voru seldir nokkrir Seigs-bátar til Noregs og nú í vetur fór Guðni á netavertíð í Lofoten til að kynna sér aðstæður og notkun bátanna ytra. „Þetta gerði ég til að upplifa sjálfur hvernig útfærsla bátanna er best til notkunar í því formi sem er á bátaútgerðinni í Noregi. Þarna sá ég að út- gerðin er nokkuð frábrugðin því sem við þekkjum hér heima. Menn eru í lengra út- haldi, fara lengra til og búa um borð í bátunum í höfnum næst miðunum. Þar af leið- andi er meira lagt upp úr rými fyrir áhafnirnar og fleiri atriðum sem eru lítið eitt önnur en hér hjá okkur,“ seg- ir Guðni og svarar aðspurður að fyrirtækið vænti þess að geta í framtíðinni selt fleiri Seigs-báta til Noregs. „Sá var einmitt tilgangurinn með því að fara á vertíð þarna úti. Sjá með eigin augum hvaða út- færslu á bátum við ættum að bjóða á þessum markaði. Vonandi munum við sjá ár- angur af þessu þegar frá líð- ur,“ segir Guðni og bætir við að síðar á þessu ári muni fyr- irtækið kynna nýjung sem of snemmt sé að greina frá núna. Bátasmiðjan Siglufjarðar Seigur ehf.: Lítil spurn eftir nýsmíði en breytingar aðal verkefnin Ingunn Sveinsdóttir AK-91 var afhent frá Siglufjarðar Seig ehf. í vor. Öflugur og hraðgengur fiskibátur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.